Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2011, Page 288
Hauggasmælingar sumarið 2010
Hauggasmælingar voru framkvæmdar sumarið 2010 eftir leiðbeiningum EFLU (EFLA
verkfræðistofa, 2008). Famar voru þrjár mæliferðir á alla tíu urðunarstaðina á tímabilinu
10. maí til 26. september. Efnasamsetning hauggass í 34 mælirörum var mæld með
mælitæki frá Geotechnical Instruments af gerðinni GA2000 Plús í eigu EFLU. Til nánari
glöggvunar á mæligögnum vísast í gagnagrunn sem unninn var í tengslum við
rannsóknina (Atli Geir Júlíusson, 2011).
Líkanreikningar af hauggasmyndun með IPCC líkani
LandGem (US-EPA, 2005) og IPCC (IPCC, 2006) líkönin eru notuð víða til að áætla
hauggasmyndun í urðunarstöðum. Líkönin tvö voru notuð við líkanreikning á
metanmyndun og voru niðurstöður þeirra í samræmi við hvor aðra. Hér verður einungis
gerð grein fyrir niðurstöðum IPCC-líkansins, vegna þess að þetta líkan býður upp á þann
möguleika að tekið verði tillit til breytilegrar samsetningar úrgangs frá ári til árs. Þannig
verður tekið tillit til markmiða landsáætlunar um minnkun á lífrænum úrgangi til
urðunar. í líkanreikningum er gert ráð fyrir því magni sem urðunarstaðir gefa upp fram
til árs 2010. Eftir það er magnið framreiknað þar sem gert er ráð fyrir þremur þáttum:
1. Að markmiðum landsáætlunarinnar um minni lífrænan úrgang til urðunar, verði
náð árið 2020. Lífrænn úrgangur til urðunar árið 2020, er þá 35% af magni ársins
2005 (Umhverfisstofnun, 2010).
2. í sameiginlegri svæðisáætlun um meðhöndiun úrgangs á Suðvesturhorni landsins
kemur fram að landsáætlun gerir ráð fyrir því að sorpmagn aukist um 1,5 % á ári
á íbúa til ársins 2020 (Mannvit verkfræðistofa, 2009).
3. Að íbúafjölgun verði um 1,2% á ári á sama tímabili (Mannvit verkfræðistofa, 2009).
Samtals svara forsendur 2 og 3 til 2,7% aukningar á sorpmagni á ári, en til mótvægis
kemur minnkun á urðun lífræns úrgangs í samræmi við markmið landsáætlunar. Þegar
miðað er við að urðun lífræns úrgangs sé samkvæmt forsendu 1 hætt árið 2020 helst
minnkunin nokkurn veginn í hendur við aukninguna samkvæmt forsendum 2 og 3. Því
má áætla að urðað sorpmagn verði innan skekkjumarka óbreytt á tímabili líkanareikninga
(Atli Geir Júlíusson, 2011). Þróun sorpmagns getur hins vegar verið óútreiknanlegum
breytingum háð eins og niðurstöður síðustu ára sýna þar sem það dróst sums staðar
saman um tugi prósenta sem afleiðing efnahagskreppunnar. Niðurstöður úrgangsmagns
eru sýndar í viðauka G í MS-ritgerð Atla Geirs Júlíussonar (2011).
Tafla 1. Lykilinntaksbrcytur líkana, á uröað tonn af úrgangi.
Urðunarstaður Hámarks- Metaninnihald Hámarks- Úrgangur á móti
hauggasmyndun metanmyndun á móti
(m3/tonn) (%i L0 (m3/tonn) jarðefnum
Akureyri 150 60% 90 Mikið meira af úrgangi en jarðefnum
Fíflholt 100 48% 48 Meira af úrgangi en jarðefnum
Hvammstangi 38% 38
Skagafjörður 30% 30
Vopnafjörður 42% 42
Þernunes 33% 33
Hornafjörður 45% 45
Blönduós 50 9% 7 Lltið af úrgangi miðað við jarðefni
Skagaströnd 0% 0
Breiðdalsvík 0% 0
2 8 6 | Arbók VFl/TFl 2011