Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2011, Page 310
þrepa stjórnsýslu á þeim vettvangi. Árinu áður hafði lögum um Orkustofnun verið breytt
og stofnuninni falið aukið og ótvírætt vald til að kalla eftir gögnum um nýtingu á
jarðrænum auðlindum, orkuframleiðslu og orkunotkun.
Samhliða fullgildingu Árósasamningsins og setningu nýrra vatnalaga í september 2011
var tveggja þrepa stjórnsýsla lögfest og Orkustofnun falin öll umsýsla skv. vatna-,
auðlinda-, hafsbotns- og raforkulögum á fyrra þrepi frá og með árinu 2012. Síðara þrepið
var um leið sett í hendur úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Fyrr á árinu
2011 voru ákvæði hinnar ellefu ára gömlu Vatnatilskipunar Evrópu loks lögfest og
aðlöguð íslenskri umhverfislöggjöf með lögum um stjórn vatnamála. Þar er Umhverfis-
stofnun falið mjög veigamikið stjómsýslu- og samræmingarhlutverk, með víðtæku
samstarfi við rannsóknastofnanir, sveitarfélög og önnur stjórnvöld. Strax í kjölfarið komu
lög um verndar- og orkunýtingaráætlun, þar sem ferli rammaáætlunar um vernd og
nýtingu náttúrusvæða með áherslu á vatnsafl og jarðhitasvæði fékk fastan búning og
kveðið er á um samstarf iðnaðar- og umhverfisráðherra á því sviði. í framhaldi af því
voru lögð fram drög að þingsályktunartillögu um flokkun virkjunarkosta í nýtingarflokk,
verndarflokk og biðflokk. Þegar niðurstaða Alþingis liggur fyrir í því máli mun það m.a.
hafa bein áhrif á það hvert Orkustofnun beinir sjónum sínum í rannsóknaáherslum. Þótt
vænta megi þess að ekki séu enn öll kurl komin til grafar - og benda megi t.d. á að löngu
tímabært sé að endurskoða auðlindalögin - þá hefur mikið áunnist í að skýra og skerpa
viðfangsefni og ábyrgð ráðuneyta og ríkisstofnana á sviði vatnamála með þessum
breytingum.
500
450
400
350
300
250
200
150
100
50
Heildarumfang Vatnamælinga 1966-2008
ríkisframlag (dökk súla) og sértekjur (Ijós súla)
1966
Skipulagsbreyting var gerð á Orkustofnun í byrjun árs 1997, en þá voru fyrri vatnsorku-
og jarðhitadeildir lagðar niður. Þess í stað var skilið á milli stjórnsýslu undir Orkumálasviði
og rannsókna á Vatnamælingum og Rannsóknasviði. Rannsóknadeildirnar urðu
fjárhagslega sjálfstæðar og voru að fullu fjármagnaðar með verksamningum, ýmist við
Orkumálasvið fyrir hönd ríkisins eða við aðra aðila. Þróun í átt til ytri fjármögnunar hófst
raunar á Vatnamælingum rúmum áratug áður í kjölfar stefnumörkunar, sem m.a. fól í sér
þjónustusamninga við stærstu orkufyrirtækin. Smám saman stóðu þessi fyrirtæki undir
meirihluta rekstursins (sjá línurit). Samhliða þeim samningum var vatnshæðarmælakerfið
endurskoðað. Litið var á
skipulagsbreytingu Orku-
stofnunar 1997 sem fyrsta
skrefið í aðskilnaði stjómsýslu
og rannsókna, því áfram voru
samningsaðilarnir um rann-
sóknir ríkisins undir einum og
sama yfirmanni, orkumála-
stjóra.
Á þeim áratug sem leið frá
skipulagsbreytingu Orku-
stofnunar til flutnings Vatna-
mælinga árið 2008 var leitað
að eðlilegustu og hagkvæm-
ustu leið til að stíga skrefið til
fulls. Árið 2003 var Rann-
sóknasviðið skilið frá Orku-
stofnun og fslenskar orku-
rannsóknir myndaðar sem
sjálfstæð stofnun. Vegna eðlis
vatnamælingastarfseminnar
og þróunar ýmissa ytri þátta
reyndist hins vegar mun
erfiðara að ná lendingu með
H H f] H
TnmrnmmiiiiimiiMiiiiiiiiiiiiM
II
1976
1986
1996
2006
Kaup ríkisins á þjónustu Vatnamælinga voru lengi vel á bilinu 65 til 95 m.kr.
á verðlagi ársins 2008, en hafa á undanförnum tveimur áratugum sveiflast
milli 110 og 170 m.kr. Á sama tíma hafa sértekjurnar hins vegar aukist úr
núlli og upp í ríflega 300 m.kr. á sama verðlagi. Heildarumfangið á síðustu
árum var yfir meðalveltu hjá stofnunum ríkisins.
3 0 8
Árbók VFÍ/TFÍ 2011