Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2011, Side 311
góða lausn fyrir aðskilnað Orkustofnunar og Vatnamælinga. Þrátt fyrir að fjárhagslegt
umfang og mannafli á Vatnamælingum væri umfram meðalstærð ríkisstofnana og þær
sýndu góðan árangur í rekstri, varð ekki sátt um að gera þær einar sér að sjálfstæðri
stofnun undir iðnaðarráðuneytinu. Gerðar voru ýmsar úttektir og nefndarálit unnin um
þá möguleika sem fyrir hendi væru (sjá t.d. Iðnaðarráðuneytið 2003). Til greina kom að
sameinast Vatnamælingum Landsvirkjunar, Veiðimálastofnun, Veðurstofu Islands eða
íslenskum orkurannsóknum, einum sér eða fleiri í senn, og ná þannig fjárhagslegum og
faglegum ávinningi í mismiklum mæli og á mismunandi formi. Um þetta stóðu umræður
og nokkur átök, bæði innan og utan Orkustofnunar og Vatnamælinga. Akvörðun dróst
mjög á langinn og varð töfin jafnvel tímabundið til skaða í starfseminni, þar sem
nauðsynlegan starfsfrið skorti meðan óvissa ríkti um framtíðina. Að lokum varð þó
sæmileg sátt um þá niðurstöðu stjórnvalda að mynda nýja stofnun undir forræði
umhverfisráðuneytisins við samruna Veðurstofu íslands og Vatnamælinga í ársbyrjun
2009 og yrði árið 2008 notað til undirbúnings. Hér var um tímamót að ræða í ýmsu tilliti,
en meginbreytingin var þó sú að forræðið í almennum vatnarannsóknum færðist frá
orkugeiranum til umhverfisgeirans. Má segja að hér sé um rökrétt skref að ræða þar sem
megináherslan í vatnsorkunni færist frá uppbyggingu til eftirlits. Jafnframt því er aukin
þörf á fjölþættri vöktun umhverfisins og á rannsóknum í tengslum við t.d. byggðaþróun
og veðurfarsbreytingar af mannavöldum. Áhrifanna af þessum skipulagsbreytingum
gæti hæglega gætt síðar á fleiri sviðum en þeim sem snúa að vatnamælingum eingöngu,
þar sem starfssvið hinnar nýju Veðurstofu íslands er allvítt skilgreint skv. lögum.
Forsendur eru því fyrir hendi til að leita nýrra lausna á fleiri sviðum almennra
náttúrufarsrannsókna á íslandi.
Mikilvægi auðlinda vatnsins
Rétt er að gera sér grein fyrir því hve mikilvæg nýting vatnsorkunnar er orðin fyrir
íslenskt efnahagslíf. Á árinu 2010 var framleiðsla raforku á íslandi 17,1 TWh, þar af
12,6 TWh frá vatnsafli (74%) og 4,5 TWh frá jarðhita (26%). Á hvern íbúa nam framleiðsla
rafmagns frá vatnsafli því um 40 MWh árið 2010. Gangi áætlanir í nýtingarflokki
rammaáætlunar eftir á næstu árum mun þessi framleiðsla aukast í um 50 MWh á ári,
aðeins frá vatnsafli. Sé jarðhitinn tekinn með er raforkuframleiðslan þegar um 54 MWh á
ári á hvern íbúa. Þetta er sambærilegt við heildarorkunotkun á íbúa í iðnvæddum löndum
á síðustu árum, þ.e. með húshitun og samgöngum. í Svíþjóð var heildarorkunotkun um
50 MWh á íbúa á ári á áttunda áratugnum en lækkaði í um 46 MWh á íbúa um aldamótin
2000 (Höjer o.fl. 2011). Séð frá sjónarhorni gjaldeyristekna nam hlutur stóriðjunnar (ál og
kísiljárn) í útflutningi vöru og þjónustu ríflega fjórðungi árið 2010. Hefur orðið mikil
aukning á þeim hlut, oft í nokkrum stökkum, allt frá því að Búrfellsvirkjun og álverið í
Straumsvík tóku til starfa árið 1969. Á árinu 2010 skreið stóriðjan hársbreidd fram úr hlut
sjávarafurða og varð stærsti þátturinn í útflutningnum. Eru þá ótaldir aðrir þættir í
útflutningi vöru og þjónustu sem njóta hagræðis af aðgengi að ódýrri raforku. Sama ár
nam hlutur ferðaþjónustu og farþegaflugs tæplega fimmtungi í útflutningi vöru og
þjónustu (Hagstofa fslands). Þessi vöxtur í sköpun gjaldeyristekna frá stóriðju hefur orðið
á aðeins fjórum áratugum, frá því að vera engar og upp í það að vera jafnfætis sjávar-
afurðum að mikilvægi.
Verðmæti vatnsauðlinda liggja ekki aðeins í vatnsorku, enda er vatn undirstaða alls lífs á
jörðinni. Ómetanlegt er fyrir almenning á íslandi að hafa auðveldan aðgang að nægu,
ódýru og ómenguðu drykkjarvatni og nauðsynlegt að standa vörð um að það ástand geti
varað um alla framtíð. Þær breytingar í stjórnsýslu sem lýst er hér að framan munu
vafalaust auðvelda yfirvöldum á sviði umhverfis- og auðlindamála að sjá til þess að sínu
leyti. Gnægðin af hreinu og óspilltu grunnvatni á íslandi er raunar það mikil að meira en
hugsanlegt er að útflutningur á neysluvatni í hæsta gæðaflokki nái fyrr eða síðar svipuðu
mikilvægi og útflutningur frá stóriðju hefur þegar náð. Er það fremur spurning um stærð
markaðar og markaðsverð, ásamt góðu markaðsstarfi og aðgengi að markaði, heldur en
Tækni- og vísindagreinar i 309