Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2011, Page 333
BIM - TIL HAFS OG LANDS
Jóhann Örn Guðmundsson lauk M.Sc.-prófi (byggingarverkfræði frá DTU í Danmörku 2010. Lokaverkefni hans, (
samvinnu við Pihl & Son.var um tengingu BIM módela og framkvæmdaráætlana (Model-based location-based
scheduling). Jóhann lauk B.Sc.-prófi í umhverfis- og byggingarverkfræði frá Háskóla (slands 2007 og starfaði rúmt ár
hjá Almennu verkfræðistofunni eftir B.Sc. próf við burðarþolshönnun. Hann starfar nú hjá Reinertsen AS i Osló við
þróun á BIM innan fyrirtækisins, sem og á byggingarsviði sem burðarþolshönnuður.
Sigurður Gunnarsson lauk verkfræðiprófi frá Háskóla (slands 1993 og Dr.-lng. prófi frá TU Darmstadt 1998. Fram til
2002 vann hann hjá Werner Sobek Ingenieure í Stuttgart og stofnaði slðan osd-office for structural design í
Frankfurt am Main þar sem hann varframkvæmdastjóri til 2006. Frá 2006 til 2010 starfaði Sigurður hjá Almennu
verkfræðistofunni.Árið 2010 réðst hann til starfa hjá Reinertsen AS í Ósló þar sem hann hefur (stjórn fyrirtækisins
umsjón með þróun og rannsóknum.
í farteski þeirra sem kvöddu Noreg fyrir meira en 1100 árum var, fyrir utan laust fé og
vonina, tungumálið. Þessi sama tunga er aftur í farteskinu í dag þegar leiðin liggur til
baka. Not hennar hér í landi eru þó mun minni en fyrr. Án þórbergskra myndlíkinga við
esperantó er oft ljóst að þar sem áður sátu skáldin sitja nú oft BlM-arar í dag og miðla milli
hönnunarheims fagsviða og raunveruleika.
I þessari grein er ætlunin að segja í stuttu máli frá tveimur mjög ólíkum verkum:
forhönnun vindmyllu við sjó úti fyrir vesturströnd Noregs, rétt fyrir utan Molde og
Kristiansund, og viðbyggingu stúdentagarða í Ósló. Tvennt er þessum verkefnum
sameiginlegt: þau eru unnin í BIM (Building Information Modeling) og að þeim komu
íslendingar hjá norsku verkfræðistofunni Reinertsen AS, sem báðir unnu áður hjá
Almennu verkfræðistofunni.
Vindmyllur við sjó
Til stendur að Norðmenn feti í fótspor t.d. Þjóðverja
og reisi vindmyllur við sjó. Það þykir áhugaverður
kostur að vinna orkuna staðbundið þar sem hennar
er þörf í stað þess að leggja langar landlínur frá mið-
lægum orkuverum eftir vogskorinni strönd Noregs.
Við forhönnun verksins efndi Reinertsen AS til
samstarfs við Vattenfall frá Svíþjóð. Fljótlega kom í
ljós að skýrasta samskiptaformið milli hinna mörgu
fagsviða (arkitekt, burðarþol, lagnir, smá- og
háspenna, kerfisútreikningar, kaplar á sjávarbotni,
grundun, fljótandi steypustöðvar o.s.frv.) reyndist
vera sameiginlegt BlM-módel.
Rafstöð á Skipsholmen og vindmyllur í
bakgrunni.
Tækni- og vísindagreinari 331