Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2011, Page 341
sem mikill titringur mældist í öllum suðurhluta steypuskálans, með útbreiðslu yfir á
skrifstofur starfsmanna sem staðsettar eru í SA-hlutanum, eða rétt tæplega 100 m frá upp-
tökunum. Helstu niðurstöður titringsvöktunarinnar voru þær að svörunin var ekki
breytileg með tíma, þ.e. hún jókst hvorki né minnkaði yfir mælitímabilið. Hins vegar var
svörunin aðallega háð keyrslu víravélarinnar og tilteknu framleiðsluferli. Breytileikinn í
svöruninni er því aðallega vegna breytileika í keyrslu víravélarinnar og er sérstaklega
háður framleiðsluhraðanum og tegund vírs sem framleiddur er hverju sinni.
Uppspretta titrings
Titringurinn er helst greinanlegur þegar víravélin framleiðir grannan vír á háum
framleiðsluhraða. Mun mirtni (og oftast óverulegur) titringur mælist við framleiðslu á
sverari vírum, eða við lægri framleiðsluhraða. Niðurstöður úr titringsvöktuninni vörpuðu
ljósi á tvo helstu titringsvalda við og í kringum víravélina:
• Snúningur vírakeflanna (Coiler A og Coiler B).
Vírinn er framleiddur á (næstum) jöfnum hraða og undið á kefli.
Þyngd keflis eykst línulega (frá 0 að 3500 kg).
Snúningshraði keflis (RPM) lækkar parabólískt (8,5-3,3 Hz).
Lotutími hvers keflis er u.þ.b. 10-15 mínútur.
• Snúningur annarra vélarhluta (nálægt Main Shear víravélar)
Fyrir utan vírakeflin, eru aðrir vélarhlutar, sem snúast á tíðni sem er í réttu hlutfalli
við framleiðsluhraðann og framleiða þar með tímaháð álag við jafna tíðni. Við
venjulega háhraða framleiðslu er álagstíðnin á bilinu 11,1-11,7 Hz.
Upphafssnúningstíðni víra-
keflanna er línulega háð fram-
leiðsluhraða og ræðst af innra
þvermáli keflanna. Við háan
framleiðsluhraða er upphafs-
tíðnin allt að 8,5 Hz, en
minnkar þegar þvermál kefl-
isins eykst. Fyrsta eigintíðni
gólfsins, sem ræðst af stífni
grindarbitans, er u.þ.b. 7,5 Hz
og örvast því þegar snúningur
vírakeflisins nálgast þessa
tíðni. Mikill titringur mælist
því í skamman tíma í hvert
skipti sem snúningshraði
keflisins er nálægt eigintíðni
gólfsins.
Main Shear víravélarinnar er
sá staður þar sem klippt er á
vírinn þegar búið er að fylla á
eitt vírakefli og skipt er á
næsta. A þessum stað eru
vélarhlutar (líklega kefli) sem
snúast á jöfnum hraða og
mynda tíma- og tíðniháð álag,
með styrkleika sem er háður
tíðni snúningsins í öðru veldi.
Main Shear
Time
| Mynd 6. Skýringarmynd sem sýnir meginuppsprettu titrings í víravélinni.|
Tækni- og vísindagreinar i 339