Siglingamál - 01.06.1973, Blaðsíða 2

Siglingamál - 01.06.1973, Blaðsíða 2
Siglingamál Efnisyfirlit Rit Siglingamálastofnunar ríkisins Nr. t júni 1973 'Útgefandi: Siglingamálastofnun ríkisins Pósthólf 484 Reykjavík A byrgðarmaður: Hjálmar R. Bárðarson siglingamálastjóri Ritstjóri: Stefán S. Bjarnason mengunarsérfræðingur Prentun: Prentsmiðjan Oddi hf. Grein: Bls.: 1.1. Inngangur 3 1.2. Dauðaslys vegna bilunar í togveiðibúnaði 4 1.3. Tillaga um dekkpolla fyrir togrúllu 6 1.4. Tillaga um fyrirkomulag toggálga fiski- skipa með tréstýrishúsi 7 1.5. Listi yfir umburðarbréf 8 1.6. Togbúnaður fiskibáta. (Kemur í stað um- burðarbréfs nr. 73) 9 1.7. Öryggisbúnaður fyrir línuspil fiskibáta. (Kemur í stað umburðarbréfs nr. 76) 9 1.8. Alþjóðasiglingareglur, eftir Pál Ragnars- son, aðstoðarsiglingamálastjóra 10 1.9. Siglinga- og merkjaljós fiskiskipa. (Kem- ur í stað umburðarbréfa nr. 45 og 62) 11 1.10. Ljósker, sem hlotið hafa viðurkenningu siglingamálastjóra. (Kemur í stað um- burðarbréfs nr. 65) 16 1.11. Svigabönd í skarsúðuðum tréskipum 18 1.12. Opin skarsúðuð tréskip (breytingar) 20 FORSÍÐUMYND Fiskiskip að lesta búslóð í Vestmannaeyjum eftir að eldgosið hófst í Heimaey 23. janúar 1973■ Þegar eldgosið í Heimaey hófst kl. 2 að morgni 23. janúar 1973, var allur fiskiskipa- floti Vestmannaeyja í höfn vegna landlegu. Veð- ur var hins vegar gott nóttina sem gosið hófst, og á örfáum klukkustundum flutm fiskiskip um 5000 Vestmannaeyinga til lands. Þessi snöggu viðbrögð íbúa Vestmannaeyja munu lengi í minni höfð, sem og þáttur fiskiskipanna í björg- unarstörfunum. FERJA MILLI LANDS OG EYJA * Árið 1967 fól samgönguráðuneytið og fjár- málaráðuneytið skipaskoðunarstjóra að standa fyrir tilraunum með svifskip af ríkisins hálfu, í samráði við bæjarstjórn Akraness- og Vest- mannaeyjakaupstaða. Voru tilraunir þá gerðar með brezka gerð svifskips, SRN6. Ekki gat þetta svifskip flutt bifreiðar milli lands og Eyja, en SIGMUND leysti þó þann vanda á teikningu sinni, sem hér er birt með leyfi höfundar. Áður en gosið hófst í Heimaey hafði frum- áætlun verið gerð um sérbyggt' skip sem bíl- ferju milli Þorlákshafnar og Vestmannaeyja. Það er eflaust von allra landsmanna, að atvinnulíf dafni afmr það ört í Vestmannaeyjum, að bíl- ferjan verði að raunveruleika í náinni framtíð. Hvorki fugl né fiskur. Svifnökkvinn er í reynsluferðum milli lands og Eyja og þykir hann all nýstárlegt farartæki. Von- ast Eyjaskeggjar til að hann geti leyst bílaflutrv- ingavandamál þeirra á fljótan og ódýran hátt.

x

Siglingamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglingamál
https://timarit.is/publication/901

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.