Siglingamál - 01.06.1973, Blaðsíða 12
12
ending þeirra mikið lélegri. Ennfremur má bú-
ast við að bráðlega verði hætt framleiðslu sigl-
ingaljósapera með skrúfusökkli.
Bent skal á að samkvæmt íslenzkum reglum
skal varapera fylgja hverju Ijóskeri.
Merkjaljós fiskiskipa.
Skip, sem eru að togveiðum, skulu hafa 2
Ijós hvort þráðbeint upp af öðru með ekki minna
en 4 feta og ekki meira en 12 feta miilibili. Efra
Ijósið skal vera grænt og neðra ljósið hvítt og
skulu þau sjást, hvaðan sem litið er. Neðra
ljósið skal vera það miklu ofar en hliðarljósin,
sem nemur tvöföldu millibili lóðrétm ljósanna.
A skipum, sem eru að fiskveiðum öðrum en
togveiðum, skal ljósbúnaður vera hinn sami,
að öðru leyti en því, að efra ljósið skal vera
rautt.
Ef skipin eru styttri en 40 fet má bilið milli
ijó-anna vera 3 fet. Ljós þessi skulu sjást 2 sjó-
mílur álengdar að minnsta kosti. Þegar veiðar-
færi þessara síðarnefndu skipa ná lengra en 500
fet út frá þeim í lárétta stefnu, skulu þau að auki
hafa hvítt hringljós minnst 6 fet og mest 20
fet lárétt út frá lóðréttu ljósunum, í þá átt, sem
veiðarfærið er.
Á daginn skulu skip að fiskveiðum gefa starf
sitt til kynna með því að sýna, þar sem bezt verð-
ur séð, svarta bendingamynd gerða úr tveim
keilum, hvorri upp af annarri og þannig að
oddarnir snúi saman og sé grunnflötur þeirra
2 fet að þvermáli að minnsta kosti. Séu skipin
styttri en 65 fet mega þau hafa körfu í stað
þessarar bendingamyndar. Ef veiðarfæri skip-
anna ná lengra en 500 fet út frá þeim í lárétta
stefnu, skulu þau að auki hafa svarta keilu með
mjóa endann upp í þá átt, sem veiðarfærið er.
Þessi mynd sýnir hvernig má koma fiskveiðiljósum fyrir
Gœta skal að einungis verði notaðar viðurkenndar rafleiðslur við
uppsetningu lósanna