Siglingamál - 01.06.1973, Blaðsíða 3

Siglingamál - 01.06.1973, Blaðsíða 3
3 INNGANGUR Grein 1.1. í október mánuði árið 1956 kom út 1. tölu- blað Tilkynninga frá Skipaskoðun ríkisins. Alls komu út 10 blöð þessara tilkynninga, það síðasta í janúar 1962. Síðan gaf Skipaskoðun ríkisins þó áfram út umburðarbréf um einstök atriði, er varða leiðbeiningar um smíði, viðurkenningu á tækjum og búnaði til skipa og fleira er varðar smíði, viðhald og öryggi skipa og búnaðar þeirra. I tilkynningunum voru einnig birtar ýmsar aðrar leiðbeiningar, upplýsingar og fréttir af vettvangi stofnunarinnar, svo og alþjóðlegar fréttir um alþjóðasamvinnu um skipaöryggismál, siglingamál, varnir gegn mengun sjávar o. fl. Ut- gáfa tilkynninga Skipaskoðunar ríkisins lagðist niður vegna anna starfsmanna og talið var að umburðarbréfin gætu komið að álíka gagni. Sú hefur þó ekki orðið reynslan, og véfengt hefur verið hvort dreifing umburðarbréfanna hafi ver- ið nægilega almenn til að þau næðu tilgangi sínum. Auk þess hafa margir saknað þeirra ýmsu upplýsinga, sem fram komu í tilkynningunum en ekki í umburðarbréfunum. Vegna þessarar reynslu hefur nú verið ákveðið að Siglingamála- stofnun ríkisins hefji útgáfu tilkynninga í líku formi og Skipaskoðun ríkisins gerði áður, og birtist hér fyrsta blað þessarar endurnýjuðu út- gáfu. Fjöldi tölublaða á ári verður miðaður við nauðsyn á hverjum tíma, en gert er ráð fyrir að minnst tvö blöð komi út árlega fyrst um sinn, vor og haust. Verða umburðarbréfin, eða efni þeirra endurskoðað, birt smátt og smátt, svo og viðurkenning tækja og búnaðar til skipa og aðrar gagnlegar upplýsingar, leiðbeiningar og fréttir á þeim vettvangi, sem Siglingamálastofn- un ríkisins starfar. Er þess vænzt að rit þetta megi verða gagnlegt sem tengiliður milli stofnunar- innar og þeirra fjölmörgu aðila, sem hún þarf að hafa náið samstarf við, þar á meðal sjómenn, útgerðarmenn, forstöðumenn og iðnaðarmenn skipasmíðastöðva og vélsmiðja, rafvirkja, sýslu- menn og bæjarfógeta (skráning skipa og mæl- ing), skipaskoðunarmenn, svo og alla þá aðra, sem í starfi eru tengdir sjósókn og siglingum, þar með talið öryggi á sjó, björgunarstörfum og vörnum gegn mengun sjávar, svo nokkuð sé nefnt. Siglingamálastjóri.

x

Siglingamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglingamál
https://timarit.is/publication/901

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.