Siglingamál - 01.06.1973, Blaðsíða 18

Siglingamál - 01.06.1973, Blaðsíða 18
18 SVIGABÖND í SKARSÚÐUÐUM TRÉSKIPUM Grein 1.11. Þar eð oft hefur verið eftir því leitað að fá heimild til að nota heil eikarsvigabönd í stað höggvinna botnsbita í skarsúðuð tréskip, hefur Siglingamálastjóri fallizt á samkv. 44. og 45. gr. reglnanna um smíði skarsúðaðra tréskipa, að meta megi að jöfnu við gildandi reglur eftirtald- ar stærðir eikarsvigabanda. 13. gr. Böndin. (Viðauki) Efnismál samkvæmt töflu la. Heil eikarsvigabönd þrama á milli. Eikar- botnsvigar heilir yfir kjöl upp fyrir húf hvorum megin. Undirfella á innri kjöl upp fyrir þriðju skör undir svigaböndum, vel felld á súðina. Hæð und- irfellu á innri kili miðast við 16 gráðu botnris neðstu súðarborðanna miðskipa, sé botnris meira eykst hæðin að sama skapi. Til enda skipsins þar sem botn verður of reistur fyrir sviga yfir kjöl skal gera höggna botnbita (krikkjur) í stað undirfellu og sviga. Botnbitar nái minnst þrjú borð upp hvorum megin og endanaglar þeirra séu hnoðaðir. Sviga- böndin nái á tvær skarir á misvíxl (samnegling). 7. gr. Kjölur (Viðauki) Þar sem botnris miðskipa er haft svo mikið að afsúðun (flái) innri kjalar verði svo mikil, að ekki sé hægt, með góðu móti, að koma við hnoðsaum í skör súðar og innri kjalar, er heimilt að gera kjöl og innri kjöl úr sama stykkinu með því að hæð kjalarins eftir töflu 1 sé aukin, upp fyrir efri brún spónfars, minnst samkv. meðfylgjandi töflu. Vísitala skipsins 2að4 4 að 6 6 að 8 8 að 10 Hæð ofan spónfars 4,5 cm 5,0 cm 5,0 cm 6,0 cm Öll hæð kjalar 21,5 cm 23,0 cm 24,5 cm 26,0 cm Hæð kjalarins ofan spónfars er miðuð við þykkt súðarinnar eftir töflu 1, og að lengd rek- saumsins í innri kjölinn sé 2 Vl sinnum súðar- þykktin. Hæð innri kjalar og lengd saums eykst eftir þykkt súðar. A hlið kjalarins skal rígnegla eikaráfellur að endilöngu, frá efri brún hans niður á súð, og myndi ásamt spónfari kjalar skörun, sem nemur minnst 1 V2 sinnum þykkt súðarinnar. 9- gr. Járndrag (Viðauki) Heimilt er að setja járnskúffu undir kjöl, sem er jafngildi járndrags að þyngd, samkv. töflu II. Skúffunni sé fest með gegnumgangandi 12 mm skrúfboltum með 33 cm millibili. Boltarnir séu ekki í beinni línu (hæð). 43 .gr. Varnir gegn fúa. (Viðauki). Innsúð skal öll höfð í auðlosanlegum hlerum, svo að auðvelt sé að halda við böndum og út- súðinni innanfrá, án frárifs á þverskiljum. Ef skararflísar eru alls staðar undir böndum er nauðsynlegt að hafa hlerana á lofti frá böndum þannig, að loft streymi undir hlerunum. Tafla la SVIGABOND Vísitala Eikarsvigabönd Eikarbotnsvigar Undirfella LXBXD Hasð á Hæð á Tala Breidd Þykkt Tala Breidd Þykkt kjöl 3. skor Breidd cm mm cm mm cm mm cm *2 ogundir 3 2 5,0 22 1 5,0 24 6,0 18 5,0 3 - — 4 2 6,5 21 1 6,5 28 7,0 18 6,5 4 - — 6 3 6,5 21 1 6,5 21 7,0 20 6,5 6 - — 8 3 7,5 24 1 7,5 24 8,0 22 7,5 8 - — 10 3 7,5 24 1 7,5 30 8,0 24 7,5 * Gildir aðeins um opin skarsúðuð tréskip.

x

Siglingamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglingamál
https://timarit.is/publication/901

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.