Siglingamál - 01.06.1973, Blaðsíða 10

Siglingamál - 01.06.1973, Blaðsíða 10
LO UM ALÞJÓÐASIGLINGAREGLUR Grein 1.8. Eftir Pál Ragnarsson aðstoðarsiglingamálastjóra Grundvöllur siglingareglna þeirra, sem við búum við, mun hafa verið lagður með tilskipun frá 20. janúar 1899, um alþjóðlegar sjóferða- reglur, er fylgt skal á íslenzkum skipum. A tilskipun þessari var fyrst gerð breyting ár- ið 1906, varðaði hún ljósabúnað fiskiskipa ein- göngu. Árið 1929 var haldin alþjóðaráðstefna um öryggi mannslífa á sjó og fór þá fram endur- skoðun á siglingareglunum og var lagt fram uppkast að nýjum reglum, sem lagt skyldi fyrir ríkisstjórnir þeirra þjóða, sem hlut áttu að ráð- stefnunni, til staðfestingar. Uppkastið náði ekki samþykki nægilega margra til að verða að al- þjóðareglum, en allmargar þjóðir, þar á meðal Island, samþykktu þær fyrir sitt leyti. Var síðan gefin út tilskipun um alpjóðlegar sjóferðareglur, sem fylgt skyldi af íslenzkum skipum, hinn 11. apríl 1933, þar sem boðið var að fara eftir hin- um nýju reglum og numdar úr gildi reglurnar frá 1899. Næsta alþjóðaráðstefna um öryggi mannslífa á sjó var svo haldin í London árið 1948, og þá voru siglingareglurnar endurskoðaðar að nýju og þeim breytt allverulega. Voru þær staðfestar af nægilega mörgum þjóðum og tóku gildi á áramótunum 1953—54. Enn var haldin alþjóðaráðstefna um öryggi mannslífa á sjó árið 1960, var það á vegum al- þjóða siglingamálastofnunarinnar, IMCO, sem stofnuð var endanlega 1958. Á þessari ráðstefnu var reglunum enn breytt. Meðal annars var skeytt aftan við þær viðauka, sem fól í sér leiðbeiningar um notkun radars sem hjálpartækis til að koma í veg fyrir árekstra á sjó. Þær tóku gildi í septembermánuði 1965, og eru enn í gildi. Til þessa hafa siglingareglurnar bygg2t á sam- komulagi þjóða á meðal, án þess að þær væru byggðar á alþjóðasamþykkt, en það þýðir, að ekki hefur verið mögulegt að endurskoða þær og gera á þeim smávægilegar breytingar, án þess að efna til alþjóðaráðstefnu. Nú hefur verið bætt úr þessu með því, að samin var alþjóðasamþykkt á ráðstefnunni, sem haldin var á vegum IMCO í októbermánuði síðastliðnum, fjallaði sú ráðstefna um siglinga- reglurnar eingöngu. Með samþykktinni eru breytingar á reglunum gerðar mun auðveldari en verið hefur. Sökum örrar þróunar á sviði siglingatækni og vegna tilkomu hinna risastóru skipa, sem fer sífjölgandi, þótti nauðsynlegt að endurskoða reglurnar. Hefir ein undirnefnd IMCO starfað að þessu máli síðastliðin 3—4 ár og var árangur þess starfs lagður til grundvallar umræðna þeirra, sem fram fóru í London í október. Hafði nefnd- in samið uppkast að nýjum texta, var hann síð- an sendur þátttökuþjóðunum til athugunar fyrir ráðstefnuna og gerðar voru samtals um 550 breytingartillögur við hann. Þó tókst samkomu- lag um endanlegan texta á tilsettum tíma, og mun hann lagður fyrir ríkisstjórnir landa þeirra, er þátt tóku í ráðstefnunni, til staðfestingar. Óhætt er að segja að mjög hafi verið vandað til samningar reglnanna, reynt eftir föngum að hafa þær skýrar og ótvíræðar, enda tók stór hópur löglærðra manna þátt í ráðstefnunni auk fjölda siglingafróðra. Sjálfsagt hafa aldrei fyrr verið gerðar jafn víðtækar breytingar á siglingareglunum og nú, þótt megin uppistaða þeirra sé ennþá reglurnar frá aldamótunum síðustu. Væri of langt mál að rekja allar breytingarnar hér, en þó þykir rétt að minnast á nokkur atriði: Kaflaskipting og niðurröðun greina hefur verið breytt og ýmis atriði tæknilegs eðlis, sem áður voru hluti reglnanna, eru nú birt aftan við þær sem viðauki. Eins og t. d. staðsetning ljós- anna á skipunum, litagreining þeirra og styrk- leiki. I viðauka eru einnig neyðarbendingarnar, sem nú eru í 31. gr. reglnanna og merkjaljós fyrir fiskiskip „andanesljósin" svonefndu, og blikk-

x

Siglingamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglingamál
https://timarit.is/publication/901

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.