Siglingamál - 01.06.1973, Blaðsíða 11

Siglingamál - 01.06.1973, Blaðsíða 11
11 ljósin fyrir síldveiðiskip, en þeirra er hvergi get- ið í núgildandi reglum. Hins vegar eru leiðbeiningar um notkun rad- ars sem hjálpartækis til að koma í veg fyrir árekstra á sjó, og er viðauki við núgildandi regl- ur, felldar inn í nýju reglurnar, þannig að nú er þeim skipstjórnarmönnum, sem hafa radar til umráða, lagðar ýmsar skyldur á herðar við notkun hans. I núgildandi reglum er mælt fyrir, að skip sem ekki á að víkja fyrir öðru skipi, skuli halda stefnu og ferð sinni óbreyttri. Hefur grein þessi löngum verið skipstjórnarmönnum áhyggjuefni. En í nýju reglunum hefur verið bætt úr þessu með því að heimila slíkum skipum að gera eigin ráðstafanir í tæka tíð, ef fyrirsjáanlegt er að skipið, sem víkja átti samkvæmt reglunum van- rækir skyldu sína í þeim efnum. Ein af þeim nýjungum, sem vert er að minn- ast á, felst í heimild til að hafa nokkurs konar stefnuljós á skipum. A að nota þau í sambandi við hljóðmerkin, sem segja til um á hvort borð- ið er beygt. Reglurnar, sem lúta að ljósabúnaði fiskiskipa, verða svo til óbreyttar frá því sem nú er, nema hvað orðalag snertir. Samþykktin um alþjóðareglur til að koma í veg fyrir árekstra á sjó og jafnframt hinar nýju siglingareglur, sem henni fylgja, taka gildi 12 mánuðum eftir að 15 ríki, sem eiga samanlagt ekki minna en 65% af verzlunarflota heims, miðað við fjölda eða rúmlestatölu, hafa staðfest hana. Er hér miðað við skip 100 brúttórúmlestir og stærri og fer gildistakan eftir því hvoru markinu verður fyrst náð, en þrátt fyrir ofangreind ákvæði skulu reglurnar ekki taka gildi fyrr en 1. janúar 1976. Nú, þegar ýmis atvik eru að ske á miðum okkar, sem aukið gæm hættu á árekstrum, vil ég brýna fyrir skipstjórnarmönnum að sýna ætíð þau Ijós, sem siglingareglurnar mæla fyrir um og nota þau á réttan hátt, sama gildir um dagmerkin, en vanræksla við að sýna þau mun mjög almenn meðal íslenzkra fiskimanna, enn- fremur hefur komið í ljós að sumir nota síldar- blikkljósin við togveiðar, en það verður að telja misnotkun. SIGLINGA- OG MERKJALJÓS FISKISKIPA Grein 1.9. (Kemur í stað umburðarbréfa nr. 45 og 62) í alþjóðasiglingareglum eru gerðar lágmarks- kröfur um sjónarlengd siglinga- og merkjaljósa, fara þær eftir stærð skipa, sem skiptist í flokka eftir lengd þeirra. Greint er á milli skipa, sem eru styttri en 12.19 m (40 fet), skipa, sem eru 12.19 m (40 fet), allt að 19.80 m (65 fet) og skipa, sem eru 19.80 m (65 fet) og lengri. A Norðurlöndum og víðar hafa siglingaljós verið flokkuð í þrjá flokka, C, B og A, í sam- ræmi við kröfur siglingareglna, þannig að C- flokkur er ætlaður minnstu skipunum o. s. frv. Ljós í B- og A-flokki fást með vottorði um, að hvert einstakt ljósker hafi verið prófað, en ljósker í C-flokki fást með viðurkenningarskjali opinberra aðila þess lands, sem þau eru fram- leidd í. I reglum um eftirlit með skipum nr. 14/1962, er kveðið á um, að siglingaljós skuli hafa vott- orð frá stofnunum viðurkenndum af skipaeftir- litinu, er því öruggast fyrir innflytjendur að hafa samráð við siglingamálastjóra áður en pönt- un er gerð til framleiðenda. Hliðarljós skipa skulu búin hlífum, skulu þær að minnsta kosti ná 91 cm fram fyrir miðja peru ljóskersins og skuggalistinn framan á hlíf- inni skal ná jafnlangt út frá henni og innri brún glóvírs perunnar. Hlífarnar skulu vera samhliða langskurðarfleti skipsins og þeim komið fyrir eins nálægt hliðum þess og auðið er. Mjög er það áríðandi, að aðeins séu notaðar sívalar siglingaljósaperur í ljóskerin og þá með lássökkli (bajonetsökkli), þar sem venjulegar ljósaperur geta gefið röng ljóseinkenni, svo sem rangt Ijóshorn og ranga sjónarlengd, að auki er

x

Siglingamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglingamál
https://timarit.is/publication/901

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.