Siglingamál - 01.06.1973, Blaðsíða 4

Siglingamál - 01.06.1973, Blaðsíða 4
4 1. mynd: Horft aftur eftir þilfari m-ls Páll Rós- mkransson, þar sem slysið varð. Pollinn, sem bilaði, er út við skjólborðið á stjórnborða. 2. mynd: Afstaðan milli þollanna á þilfarinu. Spilið er framan við mastrið. DAUÐASLY S vegna bilunar á togveiðibúnaði Grein 1.2. Þann 17. apríl 1973 varð dauðaslys um borð í m/s PÁLL RÓSINKRANSSON, KE-42, þeg- ar polli með vírarúllu á þilfari bilaði á togveið- um. Fórust þar tveir menn og sá þriðji slasaðist alvarlega. Við skoðun, sem eftirlitsmenn Sigl- ingamálastofnunarinnar gerðu þegar skipið kom að landi, kom í ljós, að polli þessi, og reyndar togbúnaðurinn allur, hafði verið smíðaður á vélaverkstæði, án þess að nokkrar teikningar væru sendar inn til viðurkenningar áður hjá Siglingamálastofnun ríkisins, og án þess að nokkuð væri tilkynnt um þessa breytingu á skip- inu. Smíði og gerð þessa polla var á ýmsan hátt mjög vanhugsuð, og rafsuðan mjög léleg. Rör var rafsoðið ofan á plötu, sem boltuð var í gegn um þilfarið. Rörið gekk ekki í gegn um plötuna og létt rafsuða aðeins að utanverðu. Sama var um rafsuðu á styrktarplötu út í skjól- borðsstoð. Plata þessi var illa og lítið rafsoðin utan á rörið. Slíkar styrkingar þarf að brenna í gegn um rörið, og rafsjóða vel bæði að utan og innan. Hér birtast ljósmyndir, sem eftirlits- maður frá Siglingamálastofnun ríkisins tók af pollanum um borð, og þær sýna vel hvernig bilun þessi hefur orðið. Fyrst hefur brotnað raf- suðan á styrktarplötunni við rörið, sem togrúll- an er á. Þetta ástand sést á 4. mynd, þar sem rörinu (pollanum) er stillt upp aftur á sinn upp- runalega stað. Þegar þessi rafsuða plötunnar við rörið bilar, fer pollinn (rörið) að hallast, með því að platan á þilfarinu (stéttin) bognar upp á milli boltanna, eins og sést á 5. mynd. Þegar hér er komið sögu brotnar rafsuðan, sem tengir rörið við þilfarsplötuna, og vírinn tekur allan pollann með sér, á mennina, sem standa við aðgerð inni í bugtinni. Þetta hefur væntanlega allt skeð á mjög stuttum tíma, þótt atburðarásin sé hér rakin eins og hún kemur fyrir sjónir eftir útliti pollans eftir slysið. Afstaðan á milli poll- anna á þilfarinu og spilsins og toggálgans aftan sést vel á mynd 1 og 2. Hér er þessi rúlla (polli) úti við skjólborðið greinilega ónauðsynleg, því að taka má togvírinn svo til beint frá rúllunni Framh. á bls. 20.

x

Siglingamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglingamál
https://timarit.is/publication/901

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.