Neytendablaðið - 01.02.1977, Side 5

Neytendablaðið - 01.02.1977, Side 5
5 NEYTENDARÁÐSTEFNAN - NEYTENDARÁÐSTEFNAN - NEYTENDARÁÐSTEFNAN Opnunartími matvöruverslana hér er vandamál. Verslanir eru opnar frá kl. 9.00 til 17.30. Ein matvöruverslun er opin á vetuma 9-12 á laugardögum. Nokkrar sérverslanir hafa líka opið á þeim tíma. Eitt bakarí er opið á laugardögum. Það er því erfitt fyrir fólk sem stundar vinnu að komast í verslun nema í hádeg- ismatartíma. Astæðan fyrir þessum opn- unartíma er ekki takmarkanir í reglugerð, heldur segja verslunareigendur að þá sé of kostnaðarsamt að borga yfirvinnu eða vaktaálag. Það getur því oft farið svo að fólk er neytt til að aka til Reykjavíkur til þess að versla t.d. ef kaupa á fatnað, sem tekur tíma að velja. Það er vitað mál að flutningskostnaður bætist við vöruverðið þegar varan er flutt út í dreifbýlið og því meira, sem lengra er farið. Kaup er aftur á móti það sama á land- inu. Þegar lög um neytendavemd verða sen, sem ég vona að verði sem fyrst teldi ég heppilegt að skipa umboðsmann neyt- enda t.d. í hverjum landsfjórðungi eða víðar.“ Iðunn er umboðsmaður neytenda á Selfossi og tekur á móti kvörtunum. Núverandi landbúnaðar- stefna er rekin eingöngu með tilliti til hagsmuna framleiðenda, óskir neyt- enda eru ekki virtar. Þetta er veigamikið atriði, sem snýr beint að Neytenda- samtökunum. Þetta var meðal þess sem rætt var í líflegum umræðum sem urðu um landbúnaðarmál á ráðstefnunni og sýndist sitt hverjum. Það kom í ljós að framleiðsluráð landbúnaðarins gerði könnun fyrir u.þ.b. 4 árum. Fundið var úrtak sam- kv. þjóðskrá. Fólk mátti velja sér kjöt í matinn. Undrun vakti að flestir völdu bita af stóru fé og feitu. Einn sagði að hugarfarsbreytinga varðandi fæðuval væri að koma á allra síðustu árum. Það sjást merki þess að neysluvenj- ur þjóðarinnar eru að breytast. Hlut- fall hitaeininga er nú 43% - heppilegt væri að draga úr því niður í 35% Fulltrúi bænda á ráðstefnunni, Guðmundur Ingi kristjánsson, sagði að á hverju vori væri haldinn fundur með ráðunautum, sem eru að störf- um víðsvegar um landið. Neytenda- samtökin ættu endilega að sitja fundi með þeim, því bændur vildu koma til móts við neytendur. Bjarni Bragi Jónsson, hagfr., sagði að í kynbótastarfí sauðfjár þyrfti að leggja áherslu á að ná fram miklum holdvexti án fituvaxtar. í hagskýrslum 19. aldar kom í ljós að reynt var að framleiða mörmiklar skepnur og fíturíka mjólk. Fitan var verðmæt til útflutnings. Menn voru sammála því að of- framleiðsla væri á fítu bæði í mjólk og kjöti. Fita í landbúnaðarvöru væri verðmagnsmyndandi. Að leggja niður landbúnað á Islandi væri aðeins slagorð, engum dytti slýkt í hug í alvöru. landbúnaður er geysimikilvægur atvinnuvegur. Um 10% Islendinga vinna við hann. Það er hins vegar spuming á hvaða þætti landbúnaðar- ins ætti að leggja mesta áherzlu. NEYTENDARÁÐSTEFNAN - NEYTENDARÁÐSTEFNAN - NEYTENDARÁÐSTEFNAN Neytendasamtökin ættu endilega að sækja fund ráðunauta bænda

x

Neytendablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.