Neytendablaðið - 01.02.1977, Blaðsíða 6

Neytendablaðið - 01.02.1977, Blaðsíða 6
6 - NEYTENDARÁÐSTEFNAN - NEYTENDARÁÐSTEFNAN - NEYTENDARÁÐSTEFNAN Allir launþegar eru tryggðir gegn slysum við störf sín, að erlendum ríkisborgur- um undanteknum. Þannig eru lögin í dag. Þá eru tryggðir nemendur við iðnnám, stjórnendur aflvéla og ökutækja sem þeir hafa umráð yfir, útgerðarmenn, sem sjálfir eru skipverjar og loks eru þeir tryggðir sem sannanlcga hafa slasast við björgun mannslífa eða verðmæta eða tilraunar til björgunar í yfirvofandi háska". Þetta kom meðal annars fram í erindi Guðrúnar Helgadóttur deildarstjóra. Þá segir einnig: Fjármögnun slysatrygginga Atvinnurekendur bera kostnað af slysa- trvggingum, en ríkið tekur engan þátt í hon- um. Innheimta iðgjalda fer þannig fram, að við skattálagningu er iðgjald tekið af atvinnu- rekendum. Eftirtöldum mönnum skulu tryggðar slysabætur við störf sín, nema tekið sé fram í skattframtali að tryggingar sé ekki óskað. ' n Atvinnurekendum í landbúnaði, sem vinna landbúnaðarstörf, mökum þeirra og börnum á aldrinum 12-16 ára. Atvinnurekendum, sem starfa að eigin at- vinnurekstri í öðrum atvinnugreinum. Launþegum, sem að staðaldri vinna lausa- vinnu. Þá geta framteljendur einnig tryggt heim- ilisfólk yfir 16 ára aldri gegn slysum við heimilisstörf. Iðgjaldið er þá innheimt með sköttum framteljenda. íþróttamenn skulu tryggðir er þeir taka þátt í íþróttaæfingum og iðkunum, keppni eða sýningum. Hvað telst vinna? Maður telst vera við vinnu a) þegar hann er á vinnustað á þeim tíma, sem honum er ætlað að vera að störfum, svo og í matar- og kaffitímum, b) í sendiferðum í þágu atvinnu- rekstrar eða í nauðsynlegum ferðum til vinnu og frá. Slys telst ekki verða við vinnu, ef það hlýst af athöfnum hins slasaða sjálfs og sem standa ekki í neinu sambandi við vinnuna. Þó tekur tryggingin til allra slysa á sjómanni, sem verða um borð í skipi hans eða þegar hann ásamt skipinu er staddur utan heimahafnar skipsins eða útgerðarstaðar. Þá getur komið til slysabóta, ef maður hef- ur sannanlega að dómi lækna orðið fyrir skað- legum áhrifum efna, geislaorku eða öðru hliðstæðu, sem ríkjandi eru í hæsta lagi fáeina daga og rekja verður til vinnunnar. Þá hefur komið til bóta vegna tiltekinna atvinnusjúkdóma. Hvernig ber að tilkynna slys? Atvinnurekandi eða hinn tryggði skal senda slysadeild Tryggingarstofnunar ríkis- ins tilkynningu um slysið á þar til gerðu eyðublaði. Vanræki atvinnurekandi tilkynn- ingu slyssins, má hinn slasaði snúa sér til við- komandi lögreglustjóra, sem ber að ganga eftir henni. Þá skal koma til slysadeildar áverkavottorð frá slysavarðstofu eða lækni. Við umferðarslys er ævinlega beðið um lögregluskýrslu og jafnan skyldi kalla til lög- reglu, ef um alvarleg vinnuslys er að ræða. Tryggingaráð úrskurðar slysamál, ef um vafamál er að ræða. Hverjar eru bætur vegna slysa? Bætur slysatrygginga eru sjúkrahjálp, dag- peningar, örorkubætur og dánarbætur. 1. Sjúkrahjálp Nú veldur bótaskylt slys sjúkleika og vinnutjóni í minnst 10 daga, ogskal þágreiða nauðsynlegan kostnað vegna lækningar hins slasaða og tjóns á gervilimum eða hjálpar- tækjum. Að fullu skal greiða a. Læknishjálp samkvæmt samningum hlutaðeigandi sjúkrasamlags. b. Sjúkrahúsvist, svo lengi sem afleiðingar slyssins gera hana nauðsynlega. c. Lyf og umbuíðir. d. Viðgerð vegna brots eða löskunar á heil- brigðum tönnum eða vel viðgerðum. Greiðslu fyrir sams konar viðgerðir á lélegri tönnum má takmarka við kostnað, sem ætla má að orðið hefði, ef þær hefðu verið heil- brigðar. e. Gervilimi, eða svipað hjálpartæki. f. Sjúkraflutningar með sjúkraflugvél eða sjúkrabíl fyrst eftir slys, eða þegar ella verður nauðsynlegt að senda sjúkling með slíkum farartækjum til meðferðar hjá lækni eða sjúkrahúsi. Sama gildir um flutning í skipi. g. Sjúkraþjálfun og orkulækningar. Að hluta skal greiða: a. Að hálfu ferðakostnað til læknis með leigubíl, enda sé sjúklingur ekki fær um að ferðast með áætlunarbíl eða strætisvagni. Ekki skal þó greitt fyrir flutning með bifreið manns af sama heimili eða sama bæ né bifreið í eigu venslamanna hins slasaða. b. Að 3/4 kostnað við sams konar ferðir með áætlunarbíl eða skipi, enda sé um meira en 15 km. vegalengd að ræða. Geti sjúkling- ur ekki ferðast með áætlunarbíl, skal greiða ferð með áætlunarflugvél að 3/4. Heimilt er að greiða: a. Hjúkrun í heimahúsum, veitta af vanda- lausum. b. Styrk upp í kostnað löskunar á tönnum, þegar framkvæmdar hafa verið kostnaðar- samar aðgerðir á þeim, sem ónýst hafa við slys. Að svo miklu leyti sem samningar sjúkrasamlaga eða sérstakir samningar slysa- tryggingar ná ekki yfir sjúkrahjálp sam- kvæmt framan sögðu, getur tryggingarráð ákveðið endurgreiðslu, að nokkru leyti að öllu. Nú veldur slys ekki óvinnuhæfi í 10 daga, en hefur þó í för með sér kostnað, sem um ræðir í grein þessari, og má þá greiða hann, að svo miklu leyti sem hann fæst ekki greidd- ur hjá hlutaðeigandi sjúkrasamlagi. Dagpeningar greiðast frá og með 8. degi eftir að slysið varð, enda hafi hinn slasaði ver- ið óvinnufær í minnst 10 daga. Dagpeningar greiðast þangað til hinn slasaði verður vinnu- Neytandinn og slysatryggingar - NEYTENDARÁÐSTEFNAN - NEYTENDARÁÐSTEFNAN - NEYTENDARÁÐSTEFNAN

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.