Neytendablaðið - 01.02.1977, Síða 20

Neytendablaðið - 01.02.1977, Síða 20
20 Þegar kaupa á reiðhjól Hér á landi er notkun reið- hjóla ekki eins algeng og víða erlendis. Því veldur margt, m.a. brattar götur, tillitsleysi öku- manna gagnvart hjólreiða- mönnum og hátt verð á reið- hjólum. Þeir sem sjást á reiðhjólum eru helst böm og unglingar en svo virð- ist sem notkun reiðhjóla leggist að mestu leyti niður eftir að unglingar hafa náð fjíórtán ára aldri. Þegar keypt er reiðhjól er hægt að velja um nokkuð margar tegundir og mismunandi verð en í sambandi við gerðir hjólanna, en ýmislegt ber að athuga. Prófun á sex tegundum reiðhjóla Sænska umferðar- og vegamála- stofnunin hefur prófað sex mis- munandi gerðir drengjareiðhjóla með þeim hætti að tólf ára drengir voru látnir framkvæma vissar æf- ingar á hjólunum, svo hægt væri að gera sér grein fyrir því hvernig hin- ar mismunandi reiðhjólategundir láta að stjóm í venjulegri umferð. Sænsku athuganimar leiddu í ljós að erflðara er að stjórna reið- hjólum með háu stýri en hjólum með venjulegu stýri og gilti einu hvers konar reiðhjólategund um var að ræða. Tískuhjól með háu stýri (eftirlíking af mótórhjóli með háu stýri) gaf verri niðurstöðu en hið venjulega reiðhjól með algenga gerð af stýri. Ekki er auðvelt að sjá hvað það er sem hefur áhrif á stýringuna en ætla má að gerð hnakksins og inn- byrðis afstaða hnakks við stýri vegi þyngst á metunum. Alyktað er að hjól sem sýna slæma útkomu við prófanir séu hættulegri í umferðinni. Prófanir ættu að vera sem líkastar hinum mismunandi aðstæðum í umferð- inni. Sænska umferðar- og vegamála- stofnunin fullyrðir, á gmndvelli þessara og fyrri prófana, að reiðhjól með yfirstærð á stýrum séu hættu- leg. Við athuganirnar var oftast mældur tími og fjöldi villa. Mat á jafnvægi hjólreiðamanns- ins var einnig þáttur í útkomunni. Villa taldist m.a. að drepi fæti á jörðina eða aka yfir markalínu. Þýtt og endursagt úr TÆNK 4 tbl. 1975. 1) Horft til baka meðan hjólað er. 3) Hjólað milli kubbaraða eins hratt og unnt er.

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.