Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.1993, Síða 13

Neytendablaðið - 01.06.1993, Síða 13
Heimilið í ráttu Ijósi Guðmundur Viggósson, augnlæknir og yfirlæknir Sjónstöðvar íslands, skrifar fyrir hönd Ljós- tæknifélagsins Þessi grein er sú fimmta í röð greina um lýsingu sem Neytendablaðið birtir í samvinnu við Ljóstæknifélag íslands. Markmið Ljóstæknifélagsins er að stuðla að betri lýsingu og sjónskilyrðum og veita almenna, hlutlausa fræðslu um allt er varðar lýsingu og sjónstarf. lýsingar þau sömu fyrir full- sjáandi sem sjónskerta, þótt mikilvægara sé fyrir þá síðar- nefndu að hafa hana í lagi. ■ Góð lýsing Vanda ber til dæmis til lýs- ingar í anddyri og útitröppum. Stiga og ganga innanhúss þarf að lýsa sérstaklega. Æskilegt er að lýsa vel vinnuborð í eld- húsi, til dæmis með ljósrörum undir efri skápum og fá ljós inn í skápa ef mögulegt er. I baðherbergi er gott að hafa Veigamikill þáttur í hönnun húsa er að skapa þar þcegi- lega birtu, hvort heldur sem er að degi eða nóttu. Góð lýsing bœtir líðan bœði andlega og líkamlega, eyk- ur afköst við vinnu, fœkkar óhöppum og stuðlar að meira hreinlæti. 11jós yfir baðkari og handlaug. I svefnherbergjum vantar iðu- lega lýsingu í skápa og skyn- samlegt er að hafa þar nætur- lýsingu, sérstaklega ef oft þarf að fara á salerni að nóttu til. Vinnulýsingu, bæði til lestrar og handavinnu, er best að fá frá stillanlegum lampabúnaði. Stofan hefur vissa sér- stöðu. Lýsing þar er fyrst og fremst hvíldarlýsing og því er ákjósanlegt að hægt sé að dempa birtuna með ljósdeyfi. Yfirleitt eru ljósir litir og mattir æskilegastir innanhúss, nema á dyraumbúnað, sem æskilegt er að skeri sig úr. Að jafnaði er bláleitt ljós óheppi- legt fyrir sjónskerta, þar eð það nýtist illa til sjónar. I stuttu máli má segja að góð lýsing bæti líðan bæði andlega og líkamlega, auki af- köst við vinnu, fækki óhöpp- um og stuðli að meira hrein- læti. Aðeins lítill hluti raforku- notkunar á heimilum er vegna lýsingar, eða um 20 prósent. Reikna má með að raforka til lýsingar á heimili roskins fólks kosti að meðaltali að- eins um tíu krónur á dag. Bætt lýsing er því einföld og ódýr aðgerð til að auka öryggi okk- ar, ungra sem aldinna, létta okkur störfin og auka vellíð- an, sem sagt búa okkur betra líf. NEYTENDABLAÐIÐ - Júní 1993 13

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.