Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.1993, Síða 15

Neytendablaðið - 01.06.1993, Síða 15
Markaðskönnun Örbylgjuofnar í framför Gæðakannanir benda til þess að framfarir hafi orðið í framleiðslu örbylgju- ofna. Þeir þjóna tilgangi sínum betur, bæði hvað varðar eldun og afþíðingu. Þó er enn ekki svo að þeir geti leyst hefðbundna ofna af hólmi. Neytendablaðið birtir á næstu síðum markaðsyfirlit með ítarlegum upplýsingum um 66 tegundir örbylgjuofna af ýmsum gerðum. Flestir þeirra kosta á bilinu 16-40 þúsund krón- ur en nokkrir ofnar eru talsvert dýrari, allt upp í tæplega 108 þúsund, staðgreitt. Meirihluti ofnanna hefur sjálfvirkni af einhverju tagi og er greinileg fylgni milli verðs og sjálfvirkni. Val á örbylgjuofni verður að byggjast á þörfum og fyrir- hugaðri notkun, auk kaupget- unnar. Þeir sem aðeins ætla að nota ofninn til þess að afþíða og hita upp mat geta látið sér nægja einfaldan ofn. Þeir sem á hinn bóginn hyggj- ast nota ofninn mikið til mat- argerðar gætu ef til vill haft þörf fyrir flóknari ofn. I töfl- unni í næstu opnu eru veittar upplýsingar um stærð ofnanna ytra og innra, eldunarmögu- leika og fleira. ■ Góðviðbót Venjulegir örbylgjuofnar fá þá almennu einkunn í um- fjöllun danska neytendablaðs- ins Rád og resultater að þeir séu góð viðbót við hinn hefð- bundna bökunarofn, en geti ekki leyst hann af hólmi, einkum vegna þess að þeir henti ekki ýkja vel til bökun- ar. Örbylgjuofnar nýtast best við upphitun smærri skammta og afþíðingu. Þegar um um- fangsmeiri matargerð er að ræða er bæði ódýrara og fljót- legra að nota hefðbundinn ofn, að sögn danska blaðsins. Margir örbylgjuofnar hafa þann galla að geta ekki brún- að kjöt og laðað fram stökka pöru. Margir þeirra eru þó búnir þessum eiginleikum, einkum þeir sem kosta meira. Ekki er þó algilt að greiða þurfi háar fjárhæðir fyrir eig- inleika af þessu tagi. í um- fjöllun sænska neytendablaðs- ins Rád och rön kemur fram að miðað við eldri gæðakann- anir sýni nýjustu ofnarnir meiri árangur við eldun og af- þíðingu. Sumir ofnanna bjóða upp á sjálfvirka afþíðingu, til dæmis samkvæmt þyngd. ■ Varasamt Suma ofna er hægt að stilla fram í tímann. Þá er hægt að setja matinn í ofninn á tiltekn- um tíma og láta ofninn fara í gang síðar. Þetta getur verið varasamt af heilbrigðisástæð- um. Maturinn hefur ekki gott af að standa lengi við stofu- hita. Kjöthitamælir getur hins vegar verið kostur af heil- brigðisástæðum. Þá er hægt að ganga úr skugga um að kjöt nái því hitastigi sem þarf til þess að drepa bakteríur (70-80 stig á Celsíus). Rád och rön og Rád og resultater hafa nýlega birt gæðakannanir á örbylgjuofn- um og eru nokkrir ofnanna á íslenska markaðinum þeirra á meðal. Félagsmenn Neyt- endasamtakanna geta kynnt sér þessar kannanir hjá skrif- stofu samtakanna. ■ Leiðbeiningar Nauðsynlegt er að hafa góðar leiðbeiningar um notkun ör- bylgjuofna og varla er hægt að vera án góðrar matreiðslu- bókar með upplýsingum um magn og eldunartíma (sjá einnig á síðu 18). Samkvæmt markaðskönn- un Neytendablaðsins fylgir leiðarvísir á íslensku með ofnum af gerðinni Melissa, Toshiba, Daewoo, AEG, Phil- ips Whirlpool og Siemens. Unnið er að gerð íslensks leiðarvísis með Funai og sum- um ofnum frá Electrolux. Is- lenskur leiðarvísir fylgir með Panasonic ofnum, nema tveimur dýrustu ofnunum. Unnið er að gerð leiðarvísis fyrir Kuppersbusch, Zanussi og Sharp ofna en með þeim síðast töldu fylgir blað þar sem lýst er hvemig ofninn vinnur. Leiðarvísir með De Lonjhi og Bauknecht er á ensku. Örbylgjuofnar eru orðnir ómissandi í mörgum íslensk- um eldhúsum. I markaðs- könnun Neytendablaðsins er að finna upplýsingar um verð og gerð 66 ofna á mjög mismunandi verði. Sjá töílu á næstu opnu og nánarí upplýsingará blaðsíðu 18 ► 15 NEYTENDABLAÐIÐ - Júní 1993

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.