Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.1993, Blaðsíða 18

Neytendablaðið - 01.06.1993, Blaðsíða 18
Markaðskönnun Rannsóknir sýna að heilsu manna stafar engin hœtta af mat sem matreiddur er í ör- bylgjuofni fremur en í hefð- hundnum ofnum. Helsti kostur örbylgju- ofna felst í því að matargerðin tekur aðeins örskamma stund og mat- reiða má án feiti. Þessi matreiðsluaðferð varð- veitir bragð matarins vel, einkum njóta fiskur og Hröð og góð matreiðsla grænmeti sín vel í ör- bylgjunum. Rannsóknir sýna að heilsu manna stafar engin hætta af mat sem matreiddur er í örbylgjuofni fremur en í hefðbundnum ofnum. Næringargildi matarins verður heldur ekki síðra við matreiðslu í örbylgju- ofni. Mikilvægt er að nota mat- reiðslubók fyrir örbylgjuofna. Slík bók fylgir með flestum ofnanna í könnun Neytenda- blaðsins. Matreiðslubók á ís- lensku fylgir ofnum sem seidir eru í Húsasmiðjunni, Heima- smiðjunni, hjá Einari Farestveit, Smith & Norland og Fálkanum. Engar bækur fylgja ofnum frá Bræðrunum Ormsson og Heim- ilistækjum en í öðrum tilvikum eru matreiðslubækur á erlend- um málum. Ekki má miklu skeika í tíma þegar matreitt er í örbylgjuofni. Því er ráðlegt að stilla á nokkru skemmri tíma en tilgreint er, setja yfir matinn og láta hann standa nokkra stund til þess að jafna hitanum og smakka svo á. Sé maturinn hafður of lengi í ofninum er hætta á að hann verði seigur og þuix. Staðsetningin í ofninum skiptir miklu. Hitinn er minnst- ur í ofninum miðjum, svo best er að láta vatnsmikið hráefni standa í miðjunni, en mat á borð við spagettí utar. Ráðlegt er að hræra í matnum einu sinni til tvisvar og snúa stórum kjöt- stykkjum við á meðan á mat- reiðslu stendur. Maturinn er ekki tilbúinn fyrr en hann hefur fengið að standa nokkrar mínút- ur og hitinn hefur jafnast. Taka verður tillit til þess þegar eldað er á fleiri en einni hæð að ineira magn kallar á lengri eldunar- tíma. ílát úr gleri, postulíni og steinefnum, pólýetelín og pólýsúlfon plasti henta vel í ör- bylgjuofna. Leirílát má einnig nota en varast ber að nota slík flát með dökkri gljáhúð. Hún drekkur í sig mikinn hita. Meg- inreglan er sú að flát úr málmi og flát með gullrönd og þess háttar á ekki að setja í örbylgju- ofn. Athygli skal vakin á því að matur getur mishitnað í ör- bylgjuofni. Sé ungbarnamjólk hituð í slíkum ofni ber því að hrista hana vel eftir hitun (sjá einnig baksíðu síðasta tölu- blaðs). Vetðmiðaðvið staðgreiðslu W Itöflunni í opnunni hér á undan er eingöngu birt staðgreiðsluverð. Svonefnt afborgunarverð er í flestum tilvikum 5,3 prósent hærra og staðgreiðsluafslátturinn því um 5 prósent. Afborgun- arverð er 1! ,1 prósent hærra í Rafbúð Miklagarðs og Hljómbæ og það sama gildir um Gaggenau í Húsasmiðj- unni og Heimasmiðjunni. Staðgreiðsluafslátturinn er því 10 prósent í þessum til- vikum. Að sjálfsögðu bætast lántökukostnaður og vextir við airiorgunarverðið ef greiðslum er dreift. Hvaðan koma þeir og hvar fást þeir? Hvaðan: Bandaríkin: Electrolux, Zanussi, Sharp. Þýskaland: Gaggenau, Bauknecht, Kuppersbusch, Siemens. Frakkland: Daewoo, AEG, Moulinex. Ítalía: Dé Lonjhi. Svíþjóð: Philips. Bretland: Panasonic (tvær dýrustu gerðirnar í Japan). Kórea: Melissa, Gold Star. Japan: Toshiba, Funai, Sanyo EM 880. Singapore: Sanyo EM 64 T. Hvar: í flestum tilvikum er sami aðili innflytjandi og söluaðili. Vöru- merkin í könnuninni fást á eftirtöldum stöðum: Electrolux og Gaggenau: Húsasmiðjan og Heima- smiðjan Panasonic: Japis Dé Lonjhi: Fönix Bauknecht og Melissa: Rafbúð Miklagarðs Kuppersbusch og Zanussi: Rafha Toshiba og Daewoo: Einar Farestveit Sharp: Hljómbær Gold Star: Radíóbúðin AEG: Bræðurnir Ormsson Philips Whirlpool og Sanyo: Heimilistæki (Gunnar Ásgeirsson flytur inn Sanyo) Siemens: Smith & Norland Funai: Húsasmiðjan, Heima- smiðjan, Fálkinn Örbylgjuofnar fást einnig í Glóey (Moulinex Chef og Funai MO 6 V1), Byggt og búið (Melissa 270), Ljós og raftæki (Electrolux NF 4031 og Melissa DMR 610) og Hagkaup Kringlunni (Funai M0 6V1). Athugasemdir: ▲ Hjá Einari Farestveit og Hljómbæ er námskeið um notkun örbylgjuofnanna inni- falið í verði. ▲ í sumum tilvikum er hægt að kaupa festingar til að festa ofninn undir skápa. Einnig er í sumum tilvikum hægt að kaupa ramma utan um ofninn til að byggja inn í eldhúsinnréttingu. ▲ Japis tekur gamla ofna upp í nýja á 5.000 krónur. ▲ Hjá Hljómbæ fylgja matar- ílát með í kaupunum. 18 NEYTENDABLAÐIÐ - Júní 1993

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.