Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.1993, Page 19

Neytendablaðið - 01.06.1993, Page 19
„Time-share” Hvetur neytendur til varfærni Viö höfum fylgst grannt með starfsemi Framtíöarferða og gagnrýnt harðlega ýmislegt í þeirra starfsemi eins og til dæmis norska neyt- endaráðið hefur gagnrýnt sambærilega starfsemi þar í landi. Það er full ástæða til þess að hvetja fólk til varfærni í kaupum á svonefndu “time-share”. Við ráðleggjum fólki að meta hagkvæmnina og fara vel yfir samninga áður en gengið er frá kaupum, segir Jóhannes Gunnars- son, formaður Neytendasamtakanna, í samtali við Neytendablaðið. Jóhannes hefur, ásamt lögfræðingi samtak- anna, haft starfsemi Framtíðaiferða til ná- innar skoðunar á undanförnum mánuðum. Eins og kunnugt er af umtjöllun fjölmiðla selur fyrirtækið nokkurs konar búseturétt á tilteknu hóteli erlendis, gjama í eina til Ágreiningur við Kreditkort hf. Neytendasamtökin hafa skotið því til úrskurðar samkeppnisráðs hvort útreikningar Kreditkorta hf. á dráttarvöxtum fái staðist samkeppnis- lög. Kreditkort hf. reikna dráttarvexti á vangreidda reikninga frá lokum hvers tímabils. Neytendasamtökunum hafa um árabil borist reglulega kvartanir frá neytendum vegna þessa. Ofangreind reikningsaðferð Kredit- korta hf. þýðir til dæmis að korthafi, sem ekki hefur greitt reikning sinn 3. júlí næst komandi, verður krafinn um dráttarvexti frá 18. júní. Visa ísland reiknar dráttarvexti hins vegar frá þeirn degi er korthöfum ber að greiða reikninginn. í bréfi til samkeppnisráðs segist Jóhannes Gunnarsson, formaður Neyt- endasamtakanna, telja einsýnt að skil- málar Kreditkorta stangist á við 2. málsgrein 37. greinar samkeppnislaga. Þar segir að Samkeppnisstofnun geti lagt bann við skilmálum greiðslukorta- fyrirtækja sem samkeppnisráð telji að feli í sér óréttmæt skilyrði sem aðeins taki mið af hagsmunum kortafyrirtækis eða komi illa niður á hagsmunum kort- hafa eða greiðsluviðtakanda. Kredit- kort hf. rökstyðja reikningsmáta sinn með því að 18. hvers mánaðar sé gjalddagi en 2. eða 3. hvers mánaðar eindagi. „Það er hins vegar ljóst að á svo- nefndum „gjalddaga” Kreditkorta hf. hefur reikningshöfum ekki borist neinn reikningur vegna þessarar skuldar og raunar er full ástæða til að efast um að Kreditkort hf. sé tilbúið til að móttaka greiðslu á „gjalddaga”, þar sem reikn- ingar eru ekki tilbúnir,” segir í bréfinu til samkeppnisráðs. tvær vikur á ári, til 99 ára. Jafnframt fylgir réttur til þess að skipta á vikunni á við- komandi hóteli og viku í öðru landi á öðr- um tíma, - gegn sérstöku gjaldi. Þetta hafa Framtíðarferðir nefnt að ljárfesta í sumar- leyfí. Á hinn bóginn mætti líta á greiðsl- una sem fyrirfram greidda leigu til 99 ára. Auk þess að greiða fyrir réttinn í upphafi þarf að greiða árlegan viðhaldskostnað. Bera fór á kvörtunum vegna þessarar starfsemi í vetur. Eftir að hafa kynnt sér málið gagnrýndu Neytendasamtökin Framtíðarferðir harðlega fyrir ýmis ákvæði í samningum og söluaðferðir. Mjög var þrýst á viðskiptavini að ákveða sig strax og skrifa undir. Þetta var meðal annars gert með því að bjóða sérstök vildarkjör, „aðeins í dag”. Jóhannes segir að í Evrópu séu nú uppi hugmyndir um að setja reglur um starf- semi af þessu tagi, meðal annars með á- kvæði um verulegan umhugsunarfrest. Norska neytendaráðið hefur gagnrýnt sambærilega staifsemi í Noregi og nánast varað fólk við viðskiptunum. I fféttatil- kynningu segir að samningar séu ekki neytendum í hag, að söluaðferðir séu gagnrýni verðar og að ekki sé hagkvæmt að „ijárfesta í sumarfiíi” miðað við að kaupa pakkaferðir. SKILAR ÞU umúÐum A BtTTAN CTAfít J|® Umbúðir á eftirfarandi lista eru í umsjá Endurvinnslunnar hf.: Áldósir 33 cl og 50 cl. Einnota plastdósir 33 cl. Einnota plastflöskur 50 cl - 2 lítra. Einnota glerflöskur fyrir öl og gosdrykki. Margnota ölflöskur (bjórflöskur). Afengisflöskur. Á allar ofangreindar umbúÖir er lagt 6 kr. skilagjald sem er endurareitt við móttöku i Endurvinnslunni hf. eða hjá umboðsaðilum um allt land. Enmimuutiii Nýtt úr notuðu! NEYTENDABLAÐIÐ - Júní 1993 19

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.