Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.1993, Blaðsíða 22

Neytendablaðið - 01.06.1993, Blaðsíða 22
Gæði neysluvatns Óhæft til drykkjar vegna saurmengunar Flestir landsmenn hafa gott neysluvatn og geta teygað það áhyggjulausir. En goðsögnin um hið hreina og ómengaða vatn á ekki alls staðar við. Sums staðar á landsbyggðinni telst vatn vera ónothæft vegna mengunar saurkólígerla, en slík mengun getur verið vísbending um tilvist hættulegra sjúkdómsgerla á borð við salmonellu. Franklín Georgsson hjá Hollustuvernd ríkisins segir að eina leiðin til þess að tryggja að ekki komi til sýkingar vegna verulega gerlamengaðs vatns sé að sjóða það. Samkvæmt upplýsingum Neytendablaðsins horfir þó til bóta á nokkrum stöðum þar sem ástandið hefur verið gersamlega óviðunandi og vatnið jafnvel hættulegt börnum, öldruðum, sjúklingum og öðrum sem viðkvæmir eru fyrir sýkingum. Upplýsingar um ástand neysluvatns víða um land koma fram í skýrslu sem Sig- ríður A. Asgrímsdóttir verk- fræðingur hefur unnið á veg- um veitunefndar Neytenda- samtakanna. Nefndin vekur athygli á því að upplýsingam- ar eru ekki nýjar og ekki er ástæða til þess að ótti grípi um sig. Niðurstöður eru byggðar á sýnum sem tekin voru á árunum 1985-1992. Heilbrigðisfulltrúar á hverjum stað sjá um sýnatöku og senda Hollustuvernd ríkisins sýnin til rannsóknar. Niðurstaða skýrslunnar er sú að heilbrigðisreglugerð sé ekki alltaf framfylgt sem skyldi. „Skipulagi vatnsverndar- svæða er ábótavant, frágangur vatnsbóla er ófullnægjandi á mörgum stöðum og upplýs- ingar um dreifikerfí vatns- veitna eru ófullnægjandi. Ibú- ar sem að staðaldri búa við gerlamengað vatn eru taldir mynda mótefni í líkama sín- um gegn skaðlegum áhrifum og dregur það úr hættu á sýk- ingum. Áhættan er meiri fyrir ungaböm og aðra viðkvæma einstaklinga, t.d. aldraða og sjúka. Til dæmis er með öllu óásættanlegt að í neysluvatni skuli fínnast kólígerlar og þá sérstaklega saurkólígerlar”, segir í niðurstöðum skýrsl- unnar. ■ Vestfirðir verstir Athugunin nær til nær 60 þéttbýlisstaða en engar upp- lýsingar bárust frá Suðurlandi og Norðurlandssvæði eystra. Sérstaka athygli vekur slæmt ástand vatnsmála á sumum stöðum á Vestfjörðum og Austfjörðum. Sýni þaðan eru frá ámnum 1985-1992. Á þessum svæðum er víða notað yfirborðsvatn. Það er mjög viðkvæmt fyrir hvers kyns mengun, enda eiga dýr og fuglar að því greiðan að- gang. Fram kemur í skýrslunni að meira en helmingur sýna sem tekin voru í dreifíkerfi Isfirðinga var talinn ónothæf- ur vegna saurkólígerlameng- unar, eða 67 prósent. Sam- svarandi tala fyrir Hnífsdal var 83 prósent. Vatn Súðvík- inga var í öllum tilvikum ónothæft af sömu ástæðu. Sýni þaðan voru hins vegar mjög fá. Ástandið hefur verið svipað á Suðureyri. Þar voru 83 prósent sýna talin ónothæf vegna saurmengunar. Annars staðar á Vestfjörðum hefur á- standið verið mun betra. Vatn í Bolungarvík er síað og geisl- að. ■ Magakveisur Anton Helgason, heilbrigðis- fulltrúi Vestfjarða, segir að mjög horfi til bóta í vatnsmál- um Vestfirðinga á næstu ámm. Sigríður Á. Ásgrímsdóttir, verkfrœðingur Neytendasam- takanna, vann skýrsluna um gæði neysluvatns. Skýrslan er unnin á vegum veitunefndar samtakanna. - Innfæddir finna lítið fyrir mengun vatnsins en aðkomu- fólk, til dæmis á ísafirði, hef- ur orðið vart við magakveisur vegna þess. Ég tel hins vegar að innan þriggja ára verði neysluvatn orðið gott á Vest- fjörðum. Mjög víða er unnið að úrbótum, segir Anton í samtali við Neytendablaðið. Hann segir að á undanfömum mánuðum hafi neysluvatn Isfirðinga verið í lagi. Þar er unnið að því að koma upp síu- og geislabúnaði, auk þess sem fyrirhupað er að virkja lindarvatn. I Súðavík er einnig áformað að virkja lind- arvatn og taldi Anton að jafn- vel yrði unnið að úrbótum þar í sumar. Ekki er vitað hvemig leysa á vatnsmál íbúanna á Suðureyri. Á svæðinu frá Vopnafirði til Hafnar í Homafirði em sýni frá ellefu þéttbýliskjöm- um og samkvæmt þeim er „Innfæddir finna lítið fyrir mengun vatnsins en aðkomufólk, til dæmis á ísafirði, hefur orðið vart við magakveisur vegna vatnsins. Ég tel hins vegar að innan þriggja ára verði neyslu- vatn orðið gott á Vestfjörðum. Mjög víða er unnið að úrbótum.” Anton Helgason, heilbrigðisfulltrúi Vestfjarða 22 NEYTENDABLAÐK) - Júní 1993

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.