Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.1993, Síða 28

Neytendablaðið - 01.06.1993, Síða 28
Upplýsingaskylda fasteignasala Þótt þeir sem hug hafa á því að kaupa gamalt húsnæði sem þarfn- ast endurbóta séu hér hvattir til þess að leita sér ráðgjafar um- fram þá sem fasteignasalar geta veitt, láta fasteignasalar í té nauð- synlegar upplýsingar um fasteignina í samræmi við 10. grein laga um fasteigna- og skipasölu. Samkvæmt henni skal fasteignasali gera yfirlit sem hafi að geyma eftirfarandi upplýsingar og atriði svo sem kostur er (að nokkru orðrétt úr lögunum, stytt og endursagt að hluta): 1. Upplýsingar um söluverð, söluskil- mála, hluta verðs sem staðgreiða á, hvernig haga eigi greiðslum og hvemig tryggja eigi þær. 2. Glöggar upplýsingar og gögn um stærð húss og lóðar, fyrirkomulag innanhúss, byggingarlag og bygging- arefni húss, aldur þess og endurbygg- ingar eða viðbyggingar, ástand húss, þar á meðal um galla sem þekktir eru, upphitun, gler, staðsetningu og atriði sem skipta máli vegna byggingar- og skipulagslaga. Teikning af húsi skal vera fyrir hendi ef kostur er. Ef um sameign er að ræða skal greina glögg- lega eignarhlutdeild í húsi og lóð, svo og um óskipta sameign. 3. Upplýsingar um matsverð eignar sam- kvæmt fasteignamati og brunabóta- mati, svo og önnur matsgögn ef til eru. 4. Grein skal gerð fyrir veðskuldum og öðrum eignarhöftum sem kunna að hvíla á eigninni, stutt vottorði úr þinglýsingarbókum. Greina ber hvers eðlis eignarhöftin eru, þar á meðal kvaðir sem á eign kunna að hvíla. Greina skal glögglega um eftirstöðvar veðskulda sem hvfla eiga á eign og kaupandi tekur að sér að greiða, af- borganir af þeim og vexti, hvort skuld sé verðtryggð, hvenær henni eigi að vera lokið og hverjar eftirstöðvar hennar eru að viðbættri verðtrygg- ingu. Þá skal greina kostnað við samningsgerð, þinglýsingu og stimpl- un skjala og í hvors hlut komi. Vandasöm fasteignakaup Góöur undirbúningur, þekking, skipulag, vandaöar áætlanir og þolinmæði. Þessi hugtök eru kröfuhörö en ættu að vera forsenda og leiðarljós þeirra sem kaupa gamalt og lúið húsnæði. Fasteignakaup gera misjafnar kröfur til manna rétt eins og þarfir fólks og óskir eru með ýmsu móti. Sumir leita að hús- næði sem þarfnast lítilla eða engra endurbóta. Aðrir sjá möguleika í gömlum húsum í grónum hverfum og gera það að hugsjón sinni og tómstundaiðju að endurbæta þau og innrétta eftir eigin höfði. í síðara tilvikinu er ævintýrið rétt að hefjast þegar skrifað er undir kaupsamning. Langur og erfiður tími getur liðið áður en hugsjónin verður að veruleika, en í upphafi skyldi endirinn skoða. Eftir Garðar Guðjónsson og Guðrúnu H. Sigurðardóttur - Við fasteignasalar rekumst óhjákvæmilega á dæmi um fólk sem hefur keypt gamalt hús í hrörlegu ástandi, ekki undirbúið dæmið nægilega vel og komist að því að endurbæt- urnar voru bæði tímafrekari og kostnaðarsamari en í upphafi var ætlað. I sumum tilvikum gefst fólk einfaldlega upp. - Það er engin spuming að fólk sem hyggur á kaup á slíku húsnæði ætti að taka með sér iðn- eða tæknimenntaðan ráð- gjafa, hafi það ekki slíka þekk- ingu sjálft. Þó tekur fólk auð- vitað alltaf áhættu þegar keypt er gamalt húsnæði. Það er svo margt sem ekki er hægt að sjá fyrir, jafnvel þótt tæknimennt- aðir menn eigi í hlut, segir Jón Guðmundsson, formaður Félags fasteignasala, í samtali við Neytendablaðið. ■ Þáttur fasteignasala Áhugi á gömlum húsum hefur verið mikill á undanfömum ámm og margur „hjallurinn” gengið í endumýjun lífdaga með nýjum eigendum. Þegar hugað er að fasteignakaupum af þessu tagi er áríðandi að vel sé vandað til undirbúnings. Rétt er að gera sér grein fyr- ir því að fasteignasalar hafa yf- irleitt takmarkaða þekkingu til þess að meta fasteignir sem þarfnast mikilla endurbóta og ekki er ávallt tekið fyllsta tillit til ástands hússins við verðmat. í sumum tilvikum felst verð- Jón Guðmundsson, formaður Félags fasteignasala: Ég ráðlegg fólki eindregið að leita ráðgjafar fagmanns áður enfest eru kaup á eldra húsnœði. matið einfaldlega í því hvað seljandi telur eðlilegt að fáist fyrir eignina. Enda hvetur Jón Guðmundsson væntanlega kaupendur til þess að hafa sér- fræðinga með í ráðum. - Þeir sem stunda fasteigna- sölu em náttúrlega ekki iðn- menntaðir eða byggingafróðir, þótt margir hafi farið á nám- skeið þar sem talsvert er fjallað um byggingarfræði. Það hefur verið mjög gagnlegt og tví- mælalaust til mikilla bóta fyrir fagið. En þegar um er að ræða fasteignir sem við sjáum að þarfnast mikilla endurbóta bendum við fólki oftar en ekki á að leita sér ráðgjafar. Við reynum auðvitað að meta ástand hússins, áætla kostnað við endurbætur og taka tillit til þess við mat á verði. En miðað við þá þóknun sem er í boði fyrir okkar starf er útilokað að við getum tekið slík hús út eins og vera ber. Ef ljóst er að veru- legra endurbóta er þörf þurfa fagmenn að koma til. Við lát- um hins vegar í té ýmsar nauð- synlegar upplýsingar, segir Jón og vitnar til 10. greinar laga um fasteigna- og skipasölu (sjá rammagrein). Þegar fundist hefur fasteign sem leitarfólki líst á er hyggi- legt að afla ýmissa upplýsinga 28 NEYTENDABLAÐIÐ - Júní 1993

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.