Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.1993, Side 32

Neytendablaðið - 01.06.1993, Side 32
Rúnar Marvinsson, matargerðar- og veiði- maður, býður upp á grillaðan silung með kartöflusalati: Viðfinnum varla ódýrara hrá- efni en vatnasilung á þessum árstíma og nú þegar liðið er á sumarið eigum við gnœgð grœnmetis og kryddjurta í íslenskri náttúru. Villt, ódýrt og gott á grillið Rúnar Marvinsson matargerðarmaður dvelur löngum við silungsveiðar í íslenskri náttúru. Hann borðar mikinn silung og býður öðrum gjarna upp á silung, oftar en ekki með íslensk- um kryddjurtum og grænmeti. Hann féllst á að láta lesendum Neytendablaðsins í té uppskrift að grillmáltíð sem byggir nær eingöngu á íslensku, náttúrulegu hráefni; grilluðum silungi með kartöflusalati. Þegar manni dettur fiskur í hug kemur nafn Rúnars gjama upp í hugann. Hann hefur getið sér frábært orð fyrir mat- reiðslu á fiski, ekki síst ýmsum tegund- um sem Islendingar litu vart við á árum áður. Neytendablaðið bað Rúnar að gefa lesendum hugmynd að einhverju góðu og hagkvæmu á grillið nú í útilegu- og grilltíðinni og það var ekki að sökum að spyrja: Fiskur skal það vera. - Við fmnum varla ódýrara hráefni en vatnasilung á þessum árstíma og nú þeg- ar liðið er á sumarið eigum við gnægð grænmetis og kryddjurta í íslenskri nátt- úru. Ég leitast við að hafa hráefnið í þennan rétt að sem mestu leyti beint úr íslenskri náttúru. Þessi máltíð kostar ekki mikið meira en tíma og fyrirhöfn. í stað silungsins mætti nota lax, lúðu, skötusel eða steinbít, segir Rúnar við Neytenda- blaðið. Rúnar flakar silunginn og miðar við 300-350 g á hvem fullorðinn. Uppskrift- in er á þessa leið: Best er að gera kartöflusalatið tveimur til þremur tímum áður en grillað er og láta það standa í kæli. I það notar Rúnar eftirfarandi: 4 stórar, soðnar kartöflur (ein á mann) 4 matskeiðar túnsúra (hundasúra) 1 matskeið skarfakál (fíflablöð; ung blöð eru betri) 4 matskeiðar graslaukur 1 askja sýrður rjómi Skerið kartöflumar í litla bita og setjið í skál ásamt kryddjurtunum og sýrðum rjóma. Hrærið öllu saman. Látið standa í kæli í tvo til þrjá tíma. ■ Fiskurinn Saltið silungsflökin og látið standa í fimm mínútur. Merjið tvö til þrjú hvít- lauksrif og blóðberg og blandið saman við ólífuolíu. Penslið flökin með blönd- unni. Glóðið á heitu grilli í eina til þrjár mínútur á hvorri hlið. Grillristin verður að vera vel hrein og gott er að bera dá- litla olíu á hana með klút áður en grillað er, þá festist fiskurinn síður við. Rúnar er mikill aðdáandi íslenskra kryddjurta og segir að gjama megi nota til dæmis brenninetlu, kerfil eða morgun- frú í stað blóðbergs. - Garðamir okkar em fullir af krydd- jurtum sem flestir vaða yfir og líta á sem illgresi. Kerfillinn er gott dæmi um það. Honum bölvar fólk yfirleitt sem illgresi en fer svo út í búð og kaupir hann inn- fluttan frá Frakklandi. Staðreyndin er sú að kerfill er anísjurt og glettilega góð kryddjurt. Svo má nota blómin til að skreyta diskinn, segir Rúnar. Þegar höfð em viðtöl við Rúnar kem- ur ævinlega upp vafinn um hvaða starfs- heiti hann megi bera, þar eð hann er ekki faglærður matreiðslumaður og ekki í fé- lagi með þeim. - Þú mátt alls ekki kalla mig mat- reiðslumann, þá kallarðu verði laganna yfir þig. Kallaðu mig matargerðarmann - eða bara skítkokk, segir Rúnar og hlær ógurlega.

x

Neytendablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.