Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.1997, Blaðsíða 5

Neytendablaðið - 01.12.1997, Blaðsíða 5
Internetið Bretar og Internetið IHli Netscape: Ulhich? Onllne: Home Page 4» «í> © c>o ö ift • Bick Hom* Roloid Opon Print Find Stop N»tsít*: |http://ww.vhichjwt/ Vhst's N«w? 11 Vhil's Cool? 11 C>,stifn>ton< || NttSnrch || P«opW || Softvsrt Welcome to WHiCHdnline 30 Days' FreeTrial Which? Onlinc A Qulck Tour & Searcli Whlch? Online I [Enteratopic, prejsretumJ Expert Advice Contact Us Click to Enter Go Here Now! 6 The Which? Wlne Guide 1998 sample the wine-drinkers' bible new online ÖThe Forums .... holidays, hoovers, houseplants, hotels.... weVe got an expert who can help with your problem QOn Ihe Net our easy-to-understand guide tor Net newcomers QwebWalch reviews and links to 760 web sltes we thinkworth a visit QGardenina Fadsheets new additions to our troubleshootlng' factsheets QReports Index the full list ot all our online reports, supplements and books Qsavinqs Monitoi our weekly update shows you where to put your money QBest BuvUodate check our latest product test resutts before you buy Q r/t*S) | Documcnt: Þon*. Heimasíða bresku neytendasamtakanna. TSTIa síðasta Neytendablaði birtum við yfirlit um Internetið og þau kjör sem íslendingum bjóð- ast við að tengjast því. Hér fæst samanburður við Bretland og notkun fjölskyldna þar. Tímaritið Which, blað bresku neytendasamtakanna, birti í júlí í sumar niðurstöður könn- unar á notkun Intemetsins. Blaðið rannsakaði venjur og skoðanir 51 fjölskyldu sem átti tölvur með því að láta þær hafa hugbúnað til netsam- skipta í 4.000 stundir í janúar- apríl 1997 og greiddi fyrir um 5 klst. meðaltalsnotkun á viku. Um þriðjungur fólksins hafði kynnst netinu, til dæmis í vinnu, en enginn haft það á heimili. I flestum fjölskyldn- anna vom börn og á helmingi heimilanna voru það þau sem reyndust áhugasömust um notkunina. Við lok tímabils- ins vom flestir verulega ánægðir með reynsluna. Fyr- irfram hafði helmingur þátt- takenda sagt það frekar eða mjög líklegt að þeir mundu sjálfir kaupa sér netaðgang heima fyrir. Eftir tilraunina hafði þessi hluti stækkað upp í tvo þriðju hópsins. Almennt var fólk sannfært um að Inter- netið væri komið til að vera og mundi þróast ört. Fjölskyldurnar notuðu net- ið á talsvert annan hátt en þær gerðu ráð fyrir. Fólk náði sér til dæmis í mun minna af hug- búnaði en það hélt fyrirfram. Kennsluefni reyndist vinsæl- ast og um 86% hópsins not- uðu það mest, en 96% héldu fyrirfram að það yrði aðalvið- fangsefnið. Flestum þótti slíkt efni á netinu viðunandi, að minnsta kosti að einhverju leyti, en einn þriðji hluti þátttakenda varð fyrir von- brigðum. Mörg börn höfðu ekki þolinmæði til að leita og bíða eða gátu ekki einbeitt sér nógu Iengi við kennsluefnið. Unglingum með séráhugamál gekk mun betur en öðrum. Tölvupósturinn reyndist sérstaklega vinsæll og flestir tilgreindu hann sem aðal- ástæðu þess að þeir mundu tengjast netinu. Tölvupóstur er allajafna fljótlegri og ódýr- ari samskiptaleið en fax, bréf eða símtal. Fólki fannst hann einkum gagnlegur til við- skipta og til þess að hafa sam- band við vini og ættingja er- lendis. Yfir helmingur þátt- takenda sagði að tölvupóstur- inn hefði komið í stað bréfa eða símtala. Spjallrásirnar höfða eink- um til ungmenna en foreldrar höfðu oft áhyggjur af því að vita ekki hverja þau voru í sambandi við. Mörgum í bresku könnuninni þótti gam- an að skoða óvenjulegan fróð- leik á fjarlægum stöðum, beina útsendingu úr tökuvél á Suðurskautinu eða sýndar- veruleikaheimsókn í Hvíta húsið í Washington. Tæknilegir örðugleikar gerðu helst vart við sig hjá fólki með gamlar tölvur en flest vandamál voru leyst með símasambandi við starfsfólk þjónustuaðilanna. Bresk þjónusta Á Bretlandi selja ekki nema um 100 fyrirtæki einstakling- um Intemet-tengingar og má af því ráða hversu öflug þau eru. íslenska markaðnum skipta á milli sín um 20 aðil- ar, tiltölulega langtum fleiri en ytra. Breskir neytendur fá líka yfírleitt talsvert meira fyrir peningana sína með áskrift að Intemetinu en Is- lendingar hjá litlu fyrirtækj- unum hérlendis. Algengt er að erlend fyrirtæki á þessum markaði bjóði hvert um sig einhverja sérþjónustu sem ekki fæst annars staðar, að- gang að sérhæfðum og „lok- uðum“ gagnasöfnum, ráð- stefnum osfrv. Mánaðargjald fyrir teng- ingu á vegum bresku neyt- endasamtakanna, Which? On- line, kostar um 1.740 kr. (£14,75) og mínútugjald er ekkert, fyrsti mánuðurinn ókeypis. Aðgangur fæst að gagnabanka og efni í útkomn- um tölublöðum af tjölmörg- um neytendablöðum frá og með 1996 til dæmis Which?, Holiday Which?, Gardening Which? og Health Which?, en einnig að efni leiðarvísa eins NEYTENDABLAÐIÐ - Desember 1997 5

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.