Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.1997, Blaðsíða 21

Neytendablaðið - 01.12.1997, Blaðsíða 21
nýrri stefnumótun um malaríulyf. Breska lyfjaeftirlitið bendir á að lyf með meflo- kvín veiti virkari vörn en nokkur önnur. í nýjustu skýslum um eitrunaráhrif meflo- kvín-lyfja segir þó að þau séu ef til vill aðeins hentug þeim sem fara til svæða þar sem önnur malaríulyf koma síður að gagni. Ætli fólk til svæða þar sem hætta er á malaríu er rétt að ræða val á lyfjum við lækni. Hafni fólk Lariam á það samt skilyrðislaust að taka annað malaríulyf. Lariam er selt í íslenskunt apótekum. Mengun af skordýraeitri Enginn vafi leikur á um eitrunarárif skor- dýraeiturs með lífrænum fosfórsambönd- um (e. organophosphate pesticides, OP). Hins vegar er mjög deilt um hversu eitruð efnin séu og í hvaða magni. I Bret- landi ráðlögðu stjórnvöld fólki fyrir tveim árum að skafa gulrætur og skera af þeim báða enda fyrir neyslu, eftir að miklar leifar af lífrænum fosfórsambönd- um höfðu fundist í sýnum af ávöxtum og matjurtum. Þetta kom sérstaklega illa við þá sem telja að mikið af næringargildinu felist í hýði jurta. í sumum fréttum var reynt að tengja neyslu lífrænna fosfór- sambanda við aukningu á ýmsum sjald- gæfum sjúkdómum í fólki. Eftir frekari rannsóknir á leifum skordýraeiturs í matjurlum beindu yfirvöld þeim tilmæl- um til foreldra snemma á þessu ári að afhýða alla ávexti áður en smáböm væru látin eta þá. Það olli sérstöku uppnámi þegar skýrslur sýndu að starfsmenn í landbún- aði sem annast sauðfjárböðun og komast í langvarandi snertingu við lífræn fosfór- sambönd í baðleginum kunna með því að auka hættu á að skaða taugakerfíð. Hver er staðan? Stjórnvöld í Bretlandi boða áfram að neysla á ávöxtum og grænmeti sé nauð- synlegur liður í heilsusamlegu fæði, en ráðleggja fólki jafnframt að þvo matjurtir vel og afhýða margar þeirra fyrir notkun. Hins vegar er ekki samkomulag um hætt- una á leifum af skordýraeitri með lífrænum fosfórsamböndum. Lækna- samtök telja að á meðan eitrunaráhrif þessara efna eru ekki skilgreind til fulls eigi að gæta varfærni með það fyrir augum að vernda „umhverfi, starfsfólk og neytendur“ fyrir hugsanlegum neikvæðum áhrifum. Þau telja líka að á meðan vafi leikur á um eitrunaráhrif skordýravarnarefna eigi að banna þau eða draga úr notkun þeirra. Þau samtök á sviði umhverfismála sem einbeita sér að því sem snertir skordýravarnir (The Pesticides Trust) benda á að neytendur séu annað veifið í snertingu við hátt hlut- fall eiturefna fyrst mismunandi magn þeirra fínnst sífellt í matjurtasýnum. Listería Listería er sýking sem dregur nafn sitt af Joseph Lister, skurðlækninum breska sem fyrstur notaði sótthreinsandi efni við skurðlækningar. Hún er einkum skæð barnshafandi konum, fólki með slakt ónæmiskerfí, sérstaklega öldruðum og þeim sem eru að ná sér eftir sýkingar. Hún berst úr matvælum sem mygla við langa geymslu, til dæmis ákveðnum tegundum osta, sérstaklega mjúkostum og gráðostum. Hún getur líka komið úr kæfu og örbylgjuofnaréttum sem eru matreiddir á skakkan hátt. Einkennin geta verið alvarleg og stundum lífshættu- leg. Nýfædd böm geta sýkst illa af henni. Frá því á síðari hluta níunda áratugarins hefur listería oft verið í fréttum vegna íjölgunar á sýkingartilfellum. Hver er staðan? Bresk heilbrigðisyfirvöld ráðleggja fólki í helstu áhættuhópunum sem getið er að framan að neyta ekki matvæla sem kunn eru að því að breiða út listeríu, mjúkosta eins og brie-osta og camembert-osta, gráðosta og hvers kyns kæfu. Forsteikt og forsoðin matvæli sem hafa verið kæld á að matreiða þangað til þau verða sjóðheit. Það á einnig við um tilbúna kjúklingarétti. Salmonella Salmonellu-sýkillinn hefur um árabil verið landlægur í nágrannalöndum okkar og gýs öðm hvoru upp hérlendis. Hann getur valdið heiftarlegri matareitrun, en eftirminnilegast er mörgum þegar bresk yfirvöld hvöttu almenning til þess 1988 að neyta ekki hrárra eða lítt matreiddra eggja, og heilbrigðismálaráðherrann sætti hörðu ámæli fyrir að fullyrða ranglega að nær öll eggjaframleiðsla Bretlands væri undirlögð af salmonellu. Salmonella getur þrifíst í jafn ólíkum matvælum og kjöti og súkkulaðibúðingum. Tilfellum fer víðast hvar fjölgandi og hafa þau meðal annars þrefaldast í Englandi og Wales frá 1981. í janúar á þessu ári fannst salmonellusýkill af veikri gerð í barnamjólkurtegundinni Milumil, og var hún þegar í stað tekin af markaði. Hún er ekki seld hérlendis. Hver er staðan? Til eru margar gerðir af salmonellu en helst finnst hún í hráu kjöti, kjúklingum, ógerilsneyddri mjólk og hráum eggjum. Helsta ráðið gegn salmonellu er hreinlæti í matvælavinnslu og eldhúsum. Þíða á kjöt fullkomlega fyrir matreiðslu og geyma það neðst í kæliskápum svo ekki leki úr því á annan mat. Það á að sjóða í gegn eða þangað til vökvi lekur hreinn úr því þegar stungið er á. Öll matvæli sem almennt geta hugsanlega smitast af salm- onellu á að geyma við lágt hitastig og matreiða gaumgæfílega. Ógerilsneydda NEYTENDABLAÐIÐ - Desember 1997 21

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.