Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.1997, Blaðsíða 16

Neytendablaðið - 01.12.1997, Blaðsíða 16
Bankaviðskipti Lítill verðmunur milli banka og sparisjóða Neytendablaðið hefur gert samanburð á því verði sem bankar og sparisjóðir hér á landi krefjast fyrir þjónustu sína. Bankaþjónusta er margþætt og til að fá raunhæfan samanburð þarf að stilla upp einskonar „meðal- neytendum" og bera saman ársút- gjöld þeirra af viðskiptum við bankana. Samkeppnisstofnun hefur búið til dæmi um slíkan „meðalneytanda“. Síðast þegar þetta líkan var notað mældist munur á milli hæsta og lægsta bankakostnaðar 7,1%. Nú hefur hinsvegar dregið saman með bönkunum og er munurinn ekki nema 1,5%. Eftir sem áður er mikill munur innan einstakra þátta bankavið- skipta, þannig að það veltur á samsetn- ingu bankaviðskipta hvers og eins hvaða banki kemur hagstæðast út. Miðað er við að „meðalneytandinn“ sé NEYTENDASTARF Efí ÍALLRA ÞÁGU með tékkareikning og 50.000 króna yfir- dráttarheimild, og nýti að jafnaði 25.000 krónur af heimildinni. Arlega kaupir hann tvö tékkhefti, gefur út 50 ávísanir og notar debetkort 200 sinum. Á miðju ári selur hann víxil að upphæð 100.000 krónur en eftir þrjá mánuði greiðir hann 50.000 krónur og eftirstöðvar eru fram- lengdar um þrjá mánuði. Hann tekur í upphafi árs skuldabréfalán að upphæð 600.000 krónur með eigin ábyrgð til 24 mánaða og greiðir af því mánaðarlega. Hann kaupir einnig erlendan gjaldeyri fyrir 80.000 krónur, 20.000 í reiðufé og 60.000 í ferðatékkum, hvort tveggja í þýskum mörkum. Við gerð könnunarinnar var miðað við gjaldskrár sem voru í gildi 20. ágúst 1997. Þess má geta að sparisjóðirnir eru með sameiginlega gjaldskrá, en tveir sparisjóðir, Sparisjóður Vestmannaeyja og Sparisjóður Önundarfjarðar, nýta þessa gjaldskrá ekki að fullu. Vaxtaút- reikningar eru í samræmi við gildandi vexti 20. nóvember. I öllum tilfellum er miðað við hæstu vexti. Inni í þessum kostnaðartölum er stimpilgjald, sem er 1,2% fyrir almenn skuldabréfalán og 0,25% fyrir víxla. Tekið skal fram að ekki er innheimt bein þóknun fyrir gjald- eyriskaup í reiðufé heldur er haft sérstakt sölugengi á seðlum, hærra en almenna gengið. Þar sem verðlagning gjaldeyris- viðskipta er frjáls er munur á sölugengi milli bankanna en þessi munur er sí- breytilegur enda breyta bankarnir geng- inu nær daglega. Þegar keyptir eru ferða- tékkar er notað almennt gengi sem er lægra en seðlagengið, en eftir sem áður er munur á milli banka á sölugenginu sem breytist daglega. Hvað kosta viðskipti „meðalneyt- andans“ við banka og sparisjóði? Landsbanki íslands Sparisjóðimir Islandsbanki hf. Búnaðarbanki Islands 104.942,50 kr. 105.428.75 kr. 106.085,00 kr. 106.678.75 kr. 66° N - Sextiu og sex noröur Sjóklæöageröin Skúlagötu 51, Reykjavík AB-bílar ehf. Stapahrauni 8, Hafnarfiröi Aöalskoöun hf. Hafnarfiröi, Seltjarnar- nesi, Kópavogi Akron ehf. - plastsmíöi Síöumúla 31, Reykjavík AKTU TAKTU Allianz - söluumboö ehf. Síðumúla 32, Reykjavík Alþýöuflokkurinn - Jafnaöarmannaflokkur íslands Hverfisgötu 8, Reykjavík Alþýðusamband íslands Grensásvegi 16a, Reykjavík Apple umboðið Skipholti 21, Reykjavík Bón- og þvottastööin ehf. Sóltúni 3, Reykjavik DHL - Hraöflutningar hf. Faxafeni 9, Reykjavík Dominos Pizza ehf. Grensásvegi 11, Reykjavík Egill Árnason hf. Ármúla 8-10, Reykjavík Flugfélagiö Atlanta hf. Álafossvegi 40a, Mosfellsbæ Eldhaka hf. Hafnarhvoli v/ Tryggvagötu, Reykjavík Fjarhitun hf. Borgartúni 17, Reykjavík Glóbus hf. Skútuvogi 1f, Reykjavík Hárgreiöslustofan Salon VEH Álfheimum 74, Reykjavík Hitaveita Reykjavíkur IKEA Miklatorgi, Holtagörðum, Reykjavík Japis hf. Brautarholti 2, Reykjavík Johan Rönning hf. Sundaborg 15, Reykjavík Jöfur hf. Nýbýlavegi 2, Kópavogi Olís - Olíuverslun íslands Remendia Borgartúni 20, Reykjavík Siglufjarðar Apótek Aðalgötu 34 Sjónvarpsmiöstööin hf. Síðumúla 2, Reykjavík Skífan hf. Skeifunni 17, Reykjavík Skráningastofan hf. Hesthálsi 6-8, Reykjavík Sælgætisgeröin Freyja Kársnesbraut 104, Kópavogi Sölufélag garöyrkjumanna Súöarvogi 2f, Reykjavik Útivistarbúöin Vatnsmýrarvegi 9, Reykjavik Verslunin 2001 hf. Hverfisgötu 61, Reykjavík Visa ísland - Greiöslumiölun hf. Völusteinn hf. Mörkinni 1, Reykjavík World Class - Þrek hf. Fellsmúla 24, Reykjavík 16 NEYTENDABLAÐIÐ - Desember 1997

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.