Neytendablaðið - 01.12.1997, Blaðsíða 10
Gæðakönnun
APS-filmur ekki
betri en venjulegar
Ný kynslóð af mynda-
vélum er komin á
markaðinn fyrir fjöl-
skylduljósmyndarann,
svokallaðar APS-mynda-
vélar. Gæði APS-filmna
eru hinsvegar ekki nægj-
anleg ástæða til að
breyta frá gömlu 35 mm-
filmunum, því það þarf
nýja myndavél til að nota
APS-filmu. Vissulega er
APS-filman auðveldari í
notkun, en það er líka
eini kosturinn.
APS er ensk skammstöfun
fyrir „Advanced Photo Syst-
em“ og er ný tækni sem kom
á markaðinn hér á síðasta ári.
Intemational testing hefur
gert gæðakönnun á tíu APS-
filmum og sex venjulegum 35
mm-filmum til samanburðar.
Engin þessara sextán filmna
fær lakari heildareinkunn en
„góð“ en í heildina koma 35
mm-filmumar heldur betur út.
Tvær 35 mm-filmur fá heild-
areinkunnina „mjög góð“, en
aðeins ein APS-filma. Besta
APS-filman er Agfa, en hún
er að minnsta kosti ekki
ennþá seld hér á landi. Bestu
35 mm-filmurnar vom
Fujicolor reala og Scotch.
Fujicolor reala-filman er ekki
flutt hingað, heldur önnur
tegund Fujicolor sem raunar
er einnig með í könnuninni.
Engin 35 mm-Kodak filma er
með í þessari gæðakönnun
sem er bagalegt miðað við
markaðshlutdeild Kodak hér.
Niðurstöður þessarar
gæðakönnunar sýna hinsvegar
að APS-filmur em í mesta
lagi svipaðar að gæðum og 35
mm-filmurnar, alls ekki betri.
Einföld í notkun
APS-tæknin er ekki síst fyrir
þá sem halda að þeir hafi
verið að taka myndir án þess
að hafa gert það, filman var
einfaldlega ekki sett rétt í.
APS-filman liggur alltaf inni í
hylkinu sem stungið er beint í
myndavélina. Það er ekki
hægt að gera mistök.
APS-filman er aðeins 24
mm á breidd, en venjuleg
filma er 35 mm. Myndflötur
APS-filmunnar er aðeins 16,7
x 30,2 mm. Myndflötur 35
mm-filmunnar er 24 x 36
mm. APS-filman er með seg-
ulrönd sem geymir upplýs-
ingamar. Meðal annars er
skráð hvenær myndin er tekin
og hvernig ljósskilyrðin eru.
Þessar upplýsingar fær vélin
sem framkallar myndirnar og
stillir efni í samræmi við
hverja mynd. Þegar venjuleg
filma er framkölluð er öll
filman meðhöndluð á sama
hátt. Ef á sömu fílmunni eru
bæði inni- og útimyndir getur
annar hlutinn komið lakar út.
Tími og dagsetning mynda-
töku er alltaf prentað aftan á
APS-myndir.
Hvað er ISO?
APS-filmurnar í gæðakönn-
uninni eru 100, 200 og 400
ISO. ISO-mælikvarðinn segir
til um hve ljósnæm filman er:
þeim mun hærri tala, því ljós-
næmari filma. Með 400ISO
filmu er því hægt að taka
APS-filmur Afga Futura 100 Lýsing Litur1 ☆ Litur2 ☆ Skerpa ☆ Heilar- einkunn ☆
Fujicolor Nexiia Fine grain 100 rC ☆ ☆ ☆ ☆
Kodak Advantix 100 ★ ☆ ☆ ☆ ☆
Agfa Futura 200 ★ 'W ☆ ☆ ★
Fujicolor Nexia All round 200 ☆ ☆ ☆ ☆
Kodak Advantix 200 W ☆ ☆ ☆ ☆
Agfa Futura 400 ★ ☆ ☆ ☆ ☆
Fujicolor Nexia high speed 400 ★ ☆ ☆ ☆ ☆
Kodak Advantix 400 ★ ☆ ☆ ☆ ☆
Konica3 JX 400 ★ ☆ ☆ ☆ ☆
35 mm-filmur Agfa Optima 100 ★ ☆ ☆ ☆ ☆
Fujcolor Super G plus 100 ★ ☆ ☆ W ☆
Fujicolor Reala ★ -X- X ☆ ★ W
Konica3 VX 100 X ☆ ☆ * ☆
Scotch/lmation 100 4 ★ ★ ☆ ☆ ★
1. Litur1: Hvernig litur skilar sér á mynd, dæmt af 10 sérvöldum dómurum 2. Litur2: Hvernig litur skilar sér á mynd, mælt með þar til gerðu tæki. 3. Konica-filmur eru seldar hér undir merki Tudor. Todur APS-filmur eru ekki fluttar inn en Tudor 35-filman er sú sama og Konica í könnuninni. 4. Áður Scotch color EXL plus. Best ☆ O 3 • Lakast
1 O NEYTENDABLAÐIÐ - Desember 1997