Neytendablaðið - 01.12.1997, Blaðsíða 22
Heilsufar
mjólk og egg á ekki að nota fyrr
en eftir rækilega upphitun. Fólk
sem er sérstaklega næmt fyrir
smiti og sýkingum, til dæmis
aldraðir, ætti að forðast matvæli
sem í eru hrá eða lítt soðin egg.
E. coli-gerlar
Það liggur í náttúrunnar eðli að
E.coli-gerlar þrífast bæði í
jarðvegi og meltingarvegi
manna. Af þeim eru ýmis
afbrigði en sum varasamari en
önnur. Það sem illræmdast er úr
fréttum nefnist E.coli 0157 og
framleiðir skætt eitur. Sýking er
mjög alvarleg og getur meðal
annars leitt til nýnnabilunar og
dauða. Afdrifaríkar matar-
eitranir af völdum E.coli 0157
hafa verið raktar til kjöts hjá
slátrurum og í veitingahúsum.
Hver er staðan?
Líkt og með aðrar matareitranir
er aðalvörnin fólgin í hreinlæti
hjá framleiðendum, í sláturhús-
um, verslunum, á veitingahús-
um og sölustöðum þar sem
hætta er á að fjöldasmit geti
breiðst út. A heimilum ber að
geyma egg í kæliskáp. Hrá og
matreidd fæða á ekki að liggja
þar saman. Hrátt kjöt og fisk á
að hafa neðst í skápnum og sjá
um að hitastigið í kaldasta hluta
hans sé neðan við 5°C. Köldum
mat á að halda köldunt og heit-
um mat heitum og ekki skal láta
mat standa lengi á borðum að
óþörfu.
Heimild: „Is ourhealth in
crisis?“ Which, sept. 1997
Vítamína- og steinefnasukkið
Bandaríkjamenn hafa meira en tvöfaldað neyslu sína á vítamínum og steinefnum undanfarin sex ár,
miðað við söluverðmæti. Þeir taka oft tífalda, fimmtíufalda og jafnvel hundraðfalda ráðlagða
dagskammta. Upprunalega var þessum efnuni ætlað að draga úr hörgulsjúkdómum en nú reyna
margir að nota þau sem undralyf til að koma í veg fyrir eða vinna á margs konar meinum. Hæfilegir
skammtar fara eftir kyni, aldri og heilsufari. En vítamín og steinefni geta virkað hvort gegn öðru. C-
vítamín er til dæmis álitið vera afoxandi og hindra frumuskemmdir. En í bland við járn virkar það
oxandi og getur skaðað frumur. Læknar og vísindamenn eru ekki sammála um notkun efnanna, sum
auka hættu á einu sviði en eru til bóta á öðru og þarf þá að velja milli kosta og galla. Flestir eru þó á
einu máli um að fólki beri ekki að treysta á ráðgjöf nágranna, vina og starfsfólks heilsuvöru- eða
lyfjaverslana heldur aðeins lækna um æskilega neyslu.
Ráðlagður dagskammtur Afleiðingar ofneyslu
Beta-karótín Ekki staðfestur* Gulrótna-ofát getur litað húð gula; óstaðfestur grunur er um að það geti aukið hættu á krabbameini.
C-vítamín 60 mg fyrir karla og konur Truflar suma þætti krabbameinsmeðferðar; veldur rangri niðurstöðu (neikvæðri) við próf á krabbameini í ristli.
E-vítamín 8 mg fyrir konur 10 mg fyrir karla Sé það tekið í 50-földum skömmtum miðað við staðalinn getur það valdið blæðingum hjá fólki sem tekur blóðþynnandi lyf.
B6-vítamín 1,6 mg fyrir konur 2 mg fyrir karla Sé um langvarandi skeið tekinn 500-faldur skammtur getur það valdið skemmdum á taugakerfi.
Kaisíum 1 g fyrir konur og karla Hægðatregða og skerðing á nýrnastarfsemi.
Járn 15 mg fyrir konur 10 mg fyrir karla Aukin hætta á hjartasjúkdómum; eitrunar- áhrif hjá börnum sem taka fullorðinsskammta.
Sink 12 mg fyrir konur 10 mg fyrir karla Erting í maga og meltingarfærum og skerðing á starfsemi ónæmiskerfisins.
Seien 55 míkrógrömm fyrir konur 70 míkrógrömm fyrir karla Truflanir eða stöðvun á hár- og naglvexti; erting í maga og meltingarfærum og vandamál í taugakerfi.
* Fæst með neyslu A-vítamíns
Heimild: TIME Magazine 10. nóv. 1997, 74
Athugasemd
við verð-
samanburð
á heimilis-
og frístunda-
tækjum
Neytendablaðinu hefur
borist eftirfarandi at-
hugasemd frá Samtök-
um verslunarinnar:
„Með vísan til verð-
könnunar í 2. tbl. Neyt-
endablaðsins sem ber
yfirskriftina „Heimilis-
og ffístundatæki eru
rúmlega 50% dýrari á
íslandi en í Þýskalandi“
óskum við eftir að
koma eftirfarandi at-
hugasemdum á fram-
færi.
í greininni er þess
getið að þótt við-
skiptaumhverfi ís-
lenskra og þýskra versl-
unarfyrirtækja eigi að
vera orðið á svipuðum
nótum séu enn eftir
„nokkrar leifar" af
frumskógi opinberra
gjalda sem eru íslensk-
um fyrirtækjum í óhag,
auk þess sem virðis-
aukaskattur er 18% í
Þýskalandi en 24,5%
hér á landi. Ekki er hirt
um að geta þess hverjar
þessar „leifar" eru þótt
fullyrða megi að þær
skýra að stórum hluta
þann verðmun sem er á
milli landanna. Sem
dæmi má nefna að sjón-
varpstæki, myndbands-
tæki og hljómtæki bera
7,5% almennan toll og
25% vörugjald, þvotta-
vélar bera 7,5% al-
mennan toll og 20%
vörugjald. Greinarskrif-
ara þykir athyglisvert
að m.a. ryksugur og
rakvélar séu tiltölulega
ódýrar hér á landi, þeg-
íir skýringin er augljós,
þessar vörur bera engin
aðflutningsgjöld og
sýnir það best hversu
mikið vægi tollar og
vörugjöld hafa á verð-
myndun vara.“
22
NEYTENDABLAÐIÐ - Desember 1997