Neytendablaðið - 01.12.1997, Blaðsíða 11
Maður kemur aldrei við sjálfa
filmuna þegar notuð erAPS-
filma. Filman liggur inni í
hylkinu þegar henni er smellt í
vélina og þegar hún kemur til
haka úr framköllun.
stærð. í þriðja lagi er
svonefnd „panorama“-stærð
sem er í hlutfallinu 1:3.
Að kalla þetta „panorama"
eða „víðfilmu" er þó hæpið.
Með þeirri stærð fæst ekki
víðara sjónarsvið af því sem
verið er að taka mynd af.
Sjónarsviðið er það sama og
þegar notuð er hefðbundin
stærð, 2:3 - það eina sem
gerist er að segulröndin
geymir „panorama“-stilling-
una á vélinni og skilar mynd-
inni þannig að efsti og neðsti
hluti myndarinnar hefur verið
fjarlægður, og þannig fæst
einskonar breiðmynd.
Þannig var gæða-
könnunin gerð
Þrír eiginleikar filmnanna
voru rannsakaðir og metnir
áður en heildareinkunn var
gefin:
Myndir voru teknar með
réttu ljósopi, með aðeins of
miklu ljósopi (yfirlýstar
myndir) og með aðeins of
litlu ljósopi (undirlýstar
myndir). A þennan hátt var
sveigjanleiki filmunnar
rannsakaður í samræmi við
ljósskilyrði. Allar filmurnar
fengu bestu einkunn í þessum
hluta rannsóknarinnar.
Að lokum skoðaði sér-
valinn hópur lit og skerpu í
myndunum. Auk þess var
mælt með sérstöku tæki
hvernig litirnir skiluðu sér á
myndunum. Niðurstaðan var
„góð“ og „mjög góð“ hvað
þetta varðar.
mynd þar sem er minna ljós
en með 100 ISO fdmu. Um
leið tapast hinsvegar í skerpu
myndarinnar. APS-fdmur eru
aðeins seldar í ofangreindum
ISO-stærðum. 35 mm-fdm-
urnar í gæðakönnuninni eru
allar 100ISO, en hægt er að
kaupa þær allt upp í 3200ISO.
Kostirnir við APS
Ljósmyndarinn kemur aldrei
við sjálfa filmuna. Hún liggur
allan tímann inni í hylkinu,
einnig þegar myndirnar eru
sóttar úr framköllun. Filman
sjálf verður því ekki fyrir
hnjaski. Það er líka hægt að
skipta um filmu í miðjum
klíðum.
A APS-myndavélum getur
ljósmyndarinn valið á milli
þriggja stærða á myndunum. í
fyrsta lagi er hægt að velja
venjulega stærð í hlutfallinu
2:3, í öðru lagi í hlutfallinu
9:16, en seljendur hrósa þeirri
NEYTENDABLAÐIÐ - Desember 1997
11