Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.1997, Blaðsíða 23

Neytendablaðið - 01.12.1997, Blaðsíða 23
Neytendur um allan heim Neytendur mótmæla ákvörðun WTO um hormóna Evrópusamtök neytenda (BEUC) hafa mótmælt þeirri ákvörðun Alþjóða-við- skiptastofnunarinnar (WTO) að leyfa hormónanotkun til framleiðniaukningar við kjöt- framleiðslu og telja forsendur rangar og vísindagrundvöll hæpinn. Samtökin telja neyt- endavernd í ríkjum WTO ógnað verði farið eftir þeim viðmiðunum sem stuðst var við þegar reglurnar voru samdar og að erfíðara verði en áður að halda uppi góðri neytendavernd eða berjast fyrir henni. Framkvæmda- nefnd Evrópusambandsins, æðsta stjórn ESB, er að undir- búa málskot gegn hormóna- reglum WTO. Ástæður mótmælanna frá Evrópusamtökum neytenda eru margvíslegar. Viðkom- andi nefnd innan WTO virti að vettugi ýmis vísindaleg gögn sem sérfræðingar á veg- um ESB lögðu fyrir hana, meðal annars um að aukin áhætta fylgi hormónanotkun, og tók heldur ekki mið af áliti sumra þeina sérfræðinga sem voru henni til ráðgjafar. Nefndin áleit engar nýjar sannanir hafa komið fram um að þessir hormónar væru skaðlegir mönnum ef magn þeirra er innan ákveðinna marka. Samtök neytenda styðja hinsvegar þau vísindasjónar- mið sem birt voru nefndinni um að hverskonar aukning á þessum efnum í kjöti geti aukið áhættuna á skaðlegum áhrifum. Aðildarlönd WTO áttu engan þátt í að móta þær viðmiðunarreglur sem nefnd- in fór eftir, en það er andstætt lögum WTO. Nefndin túlkaði þau svo að ef eitthvert ríki væri á móti reglunum en tæki hinsvegar sambærilega áhættu í öðrum efnum gæti það ekki krafist takmarkana eða inn- flutningsbanns á sama sviði. Nefndin taldi að bann ESB við sölu á kjöti sem framleitt er með vaxtarhormónum fæli í sér mismunun, því að innan ESB væru notaðir hormónar í tengslum við dýralækningar og rannsóknir, og vegna þess Kinder-eggin eru bönnuð í Bandaríkjunum Iflestum matvöruverslunum og sjoppum hér á landi eru til sölu Kinder-egg. Það sama er uppi á teningnum í öðrum löndum á Evrópska efnahags- svæðinu. Bandaríkjamenn banna hinsvegar þessa vöru vegna þeirrar hættu sem smá- börnum stafar af því að í eggj- unum eru lítil leikföng sem auðveldlega geta komist niður í bamsháls með alvarlegum afleiðingum. En það eru fleiri matvörur, ekki síst ætlaðar börnum, þar sem vafasamir smáhlutir fylgja með í pakka. Miðað við allar reglugerðirnar frá Brussel er undarlegt að ekki séu gerðar jafnríkar ör- yggiskröfur í Evrópu og Bandaríkjunum. íslensk yfir- völd hafa ekki haft frumkvæði Inni í Kinder-eggjunum eru litlir hlutir sem getcifarið illa t litla hálsa. \ neytendamálum fram til varðar á Evrópska efnahags- þessa, en nú er lag að ganga á svæðinu. undan hvað öryggiskröfur Eftirmáli gæðakönnunar á barnabílstólum síðasta tölublaði Neyt- endablaðsins birtum við evrópska gæðakönnun á barnabílstólum sem Inter- national Testing hafði gert. Norskur framleiðandi „HTS be save“-stóla sætti sig ekki við niðurstöðuna og hóf undirbúning að málaferlum og ákvað að fórnarlömbin yrðu belgísku og þýsku neytendasamtökin. Nú er fallinn dómur í Belgíu og tapaði norski framleiðand- inn málinu. Hann hefur nú ákveðið að láta málið niður falla í Þýskalandi. að sömu vaxtarhormónarnir væru eðlislægir í kjöti og öðr- um matvælum. Samtök neytenda halda því aftur á móti fram að eðlislæg- um hormónum sé ekki unnt að stjórna og að notkun þeirra til sérhæfðrar meðferðar sé af- mörkuð og skilgreind. Tækni- leg beiting þeirra til vaxtar- aukningar sé ónauðsynleg, ó- réttlætanleg, auki magn á Ieif- um þeirra í matvælum og leiði til áhættuaukningar fyrir neyt- endur. LA6ASAFN NEYTENDA NEYTENDUR! Gerið ykkur grein fyrir rétti ykkar með Lagasafni neytenda Verð kr. 1000 Verð til félagsmanna kr. 900 NEYTENDABLAÐIÐ - Desember 1997 23

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.