Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.1997, Blaðsíða 8

Neytendablaðið - 01.12.1997, Blaðsíða 8
Gæðakönnun annars ekki náð í, til dæmis snúruna á rafmagnskatli með sjóðandi vatni, dúkinn á borðinu og heita hurð á elda- vélarofninum. Ekki síst geta tröppur, til dæmis niður í kjallara, verið hættulegar. Barnagöngugrindur eru ofarlega á lista yfir þær barnavörur sem valda slysum. I flestum tilvikum slasast börnin á höfði og oftast er það vegna þess að grindin fellur niður stiga. Einnig eru algeng brunasár og eitranir þegar börnin hafa náð í hættuleg efni. Sum slysin geta verið afdrifarík. Á árunum 1989-93 létust ellefu börn í Bandaríkjunum vegna slysa sem rekja má til göngugrinda. I Evrópu eru skráð tvö banaslys af þessum völdum og árin 1984-95 voru skráð í löndum Evrópusambandsins um 5500 önnur slys vegna göngugrinda. I þessar tölur vantar þó upplýsingar frá Italíu, Belgíu og Frakklandi. Samkvæmt upplýsingum hjá Jóni Baldurssyni yfir- lækni slysadeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur eru upplýsingar um slys sem rekja má til barnagöngugrinda ekki skráðar sérstaklega, en það væri þó áhugi á að gera það. Að sögn Jóns hafa barna- göngugrindur þó ekki verið áberandi vandamál hér á landi. I samræmi við lög og reglur um ör- yggi vara eiga vörur sem seldar eru að vera öruggar fyrir neytandann. Til þess þarf meðal annars staðla þar sem tekið er tillil til allra öryggisatriða. Því er þörf á góðum staðli fyrir barnagöngugrindur þar sem tekið er tillit til allra áhættuþátta sem fylgja notkun þeirra. Fyrir sjö árum var skipuð evrópsk staðlanefnd vegna barnavara, og átti hún meðal annars að semja staðal um barnagöngugrindur. Enn hefur þó ekki verið hægt að ljúka vinnu við slflcan staðal þannig að allir aðilar geti fallist á hann. Þær tillögur sem nú liggja fyrir eru að mati neytendasamtaka ófullnægjandi með tilliti til öryggis barnsins. Engin þeirra barnagöngugrinda sem nú eru á markaði uppfylla þær kröfur sem fram koma í þessum tillögum, þótt evrópskir framleiðendur og seljendur hafi sjálfir lagt til að þeim verði fylgt. Brevi speedy drive Chicco baby walker Hauch roll a round Peg peregro walk'n play Quelle baby walker ★ Best ☆ O 3 • Lakast Staðgreiðsluverð 3.781 5.800 6.640 6.800 7.445 Hentar til ætlaðra nota 3 3 3 3 3 Öryggi • • • • • Meðfærileiki O ☆ o O o Heildareinkunn • • • • Áhættuþættir Falleinkunn í stöðugleika, hætta á að klemma sig, litlir hlutir. Falleinkunn í stöðugleika, hætta á að klemma sig, litlir hlutir. Falleinkunn í stöðugleika, hætta á að klemma sig. Falleinkunn stöðugleika, hætta á að klemma sig, litlir hlutir, sæti ófull- nægjandi. Falleinkunn í stöðugleika, hætta á að klemma sig, sæti og styrk- leiki ófull- nægjandi. N_ ^ J • tK- Brevi speedy drive Chicco baby walker ^ Hauch roll a round Peg peregro walk'n play Quelle baby walker 8 NEYTENDABLAÐIÐ - Desember 1997

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.