Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2001, Blaðsíða 2

Neytendablaðið - 01.12.2001, Blaðsíða 2
Leiðari Verðlag á matvörum verður að lækka Er eðlilegt að íslenskir neytend- ur þurfi að borga 251 krónu fyrir lítrann af jógúrt með ávöxtum á meðan neytendur í Bretlandi geta fengið sama magn á 91 krónu? Er það eðli- legt að við þurfum að greiða 298 krónur fyrir 200 grömm af hvítmygluosti á meðan belgísk- ir neytendur geta fengið sama magn á 78 krónur? Og er það eðlilegt að við þurfum að greiða 692 krónur fyrir kflóið af sveppum á meðan belgískir neytendur geta fengið þá á 95 krónur kflóið? Spumingar sem þessar gætu verið miklu fleiri í framhaldi af verðsamanburði sem Neytenda- samtökin gerðu á matvöruverði í fímm höfuðborgum Evrópu í samvinnu við neytendasamtök í Danmörku, Svíþjóð, Bretlandi og Belgíu. Eflaust munu margir svara að einhver verðmunur sé eðlilegur í ljósi legu landsins og fámennis. En flestir munu vafalaust taka undir það með okkur hjá Neytendasamtökun- um að þessi munur sé alltof mikill og engin leið að sætta sig við hann. En hvað veldur? Eru ís- lenskir framleiðendur og/eða kaupmenn svona miklir skuss- ar? Því verður varla trúað, enda kemur í ljós þegar skoðað er verðlag á innfluttum matvörum sem könnunin náði til að við stöndum vel að vígi. Þannig voru kívíávextir ódýrari hér en í samanburðarlöndunum og sömu söguna er að segja um Heinz-tómatsósu og Pringles- snakkmat. Það er því ljóst að það er mögulegt að selja mat- vöru hér á landi á hagstæðu verði, en það er jafnframt ljóst að forsenda þess er að virk samkeppni sé fyrir hendi. Þannig eru þessar tegundir af innfluttum matvörum í virkri samkeppni við önnur vöru- merki og því getum við státað okkur af lægra verði en gerist hjá nágrannaþjóðum okkar. Þetta á hins vegar ekki við um landbúnaðarvörumar sem em seldar á miklu hærra verði hér en í nágrannalöndunum. Þetta hefur verið staðfest í fjöl- mörgum könnunum sem Neyt- endasamtökin hafa gert. Is- lenskur landbúnaður hefur ver- ið bundinn niður með við- skiptahömlum og ofurtollum sem koma í veg fyrir alla sam- keppni og af- leiðing þess er að íslensk- ir neytendur þurfa að greiða heims- ins hæsta verð fyrir þessar vömr. Gott dæmi um þetta em sveppimir sem seldir em hér á sjöfalt hærra verði en í Belgíu. Þar til fyrir nokkmm ámm var hörð sam- keppni milli sveppaframleið- enda og neytenur nutu góðs af. Með bolabrögðum og dyggri aðstoð úr landbúnaðarráðuneyt- inu tókst stærsta framleiðand- anum, Flúða-sveppum, að koma samkeppnisaðilum sínum út af markaði og hefur síðan haft einokun. Afleiðingin er sú að hér á landi em sveppir mun- aðarvara sem fjölmargir neyt- endur verða að sniðganga. Annað dæmi um mikilvægi virkrar samkeppni er verðþróun á svínakjöti. Framleiðendur svínakjöts hafa ávallt hafnað því að greinin væri sett undir framleiðslustýringu og virk samkeppni hefur verið innan greinarinnar. Þetta hefur skilað sér í verðlækkun á svínakjöti og er nú svo komið að svína- kjöt er jafnvel selt á hagstæðara verði hér en í svínakjötsfram- leiðslulandinu Danmörku. Þetta er skýrt dæmi um að eina trygging neytenda fyrir hag- stæðu verðlagi er virk sam- keppni. En það em blikur á lofti innan svínakjötsfram- leiðslunnar. Mikil samþjöppun hefur átt sér stað innan greinar- innar og framleiðendum hefur fækkað verulega. Verður vafa- laust framhald á þeirri þróun. Það er því mikilvægt að svína- kjötsframleiðendur gæti að sér og að virkt eftirlit verði með þessari grein. Þriðja dæmið um mikilvægi virkrar samkeppni er grænmet- isverð hér á landi. Stjórnvöld hafa vemdað þessa grein með ofurtollum og vemlegar sam- keppnishömlur eru einnig í heildsölunni. Afleiðingin er mjög hátt verð á þessum vör- um. Þegar þetta er skrifað liggja fyrir tillögur svokallaðrar grænmetisnefndar um að teknar verði upp beingreiðslur til grænmetisframleiðenda til að lækka verð á framleiðsluvörum þeirra. Slíkar aðgerðir draga ekki úr samkeppnishömlum innan greinarinnar, heldur er verið að færa fjármuni neyt- enda úr einum vasa og yfir í hinn. Á meðan ekki er komið á eðlilegum samkeppnisháttum þurfa íslenskir neytendur að greiða heimsins hæsta verð fyr- ir grænmeti og skiptir þá ekki máli hvort neytendur greiða fyrir samkeppnishömlumar úr matarbuddunni eða með sköttunum. Jóhannes Gunnarsson Efnisyfirlit í stuttu máli: Nýtt samkomulag um sjálfskuldarábyrgðir 4 Grænmeti og blekkiauglýsingar 4 Öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda 5 Aðstoðarmenn óskast í neytendasveitir 5 Fjölbreytni eykst stöðugt í lífrænum matvörum 6 Sælgæti og smáhlutir geta valdið köfnun! 6 Staðall um fasteignaskipti 7 Evran og íslenskir neytendur 8 Vatnstjón í sumarhúsum 9 Stafrænar myndavélar- gæðakönnun 10 Viðskipti á netinu - búðir á bernsku- skóm 14 Hárlitun — kemískir kokteilar 16 Eftirmáli um harðfisk 19 Hollustukarfan - hagnýtar ráð- leggingar frá Manneldisráði 20 Kjarnfóðrið og samkeppnis- hömlurnar 22 Merki um nýtingu úrgangs til uppgræðslu 24 Tímarit Neytendasamtakanna, Síðumúla 13, 108 Reykjavík, s. 545 1200. Veffang: http://www.ns.is Netfang: ns@ns.is Ábyrgðarmaður: Jóhannes Gunnarsson. Umsjón með gæðakönnunum: Ólafur H. Torfason. Ljósmyndir: Sif Guðbjartsdóttir. Yfirlestur: Mörður Árnason. Umbrot: Blaða- smiðjan. Prentun: isafoldarprentsmiðja hf. Pökkun: Bjarkarás. Upplag: 18.000. Blaðið er sent öll- um félagsmönnum í Neytendasamtökunum. Ársáskrift kostar 2.950 krónur og gerist viðkomandi þá um leið félagsmaður í Neytendasamtökunum. Heimilt er að vitna í Neytendablaðið í öðrum fjöl- miðlum sé heimildar getið, óheimilt er þó að birta heilar greinar eða töflur án leyfis Neytendasam- takanna. Upplýsingar úr Neytendablaðinu er óheimilt að nota í auglýsingum og við sölu nema skriflegt leyfi Neytendasamtakanna liggi fyrir. Neytendablaðið er prentað á umhverfisvænan pappír. 2 NEYTENDABLAÐIÐ - desember 2001

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.