Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2001, Blaðsíða 6

Neytendablaðið - 01.12.2001, Blaðsíða 6
í stuttu máli Lífrænar matvörur á íslandi: Fjölbreytni eykst stöðugt Lífræn brauð framleidd í íslenskum bakaríum og vottuð samkvæmt al- þjóðlegum stöðlum komu í fyrsta sinn á markað á liðnu sumri. Brauðin eru bökuð hjá Myllunni-Brauð og Brauð- húsinu, en það er Vottunarstofan Tún sem annast vottun framleiðslunnar. Með þessu bætist mikilvægur flokkur dagvöru á lista þeirra matvæla sem nú er unnt að kaupa vottaðar lífrænar hér á landi. Þeim fjölgar sífellt sem velja líf- rænt ræktaðar matvörur umfram aðr- ar. Margir Islendingar þekkja þessar vörur frá dvöl sinni erlendis þar sem mun lengri hefð er fyrir neyslu þeirra. Þessum meðvituðu neytendum hefur lengi þótt skorta á magn og fjöl- breytni lífrænna matvæla hér á landi og það er rétt að íslenskur landbúnað- ur er ótrúlega seinn að taka við sér í þessum efnum. En samt miðar í rétta átt og nú á síðustu misserum hefur fjölgað verulega þeim tegundum líf- rænna afurða, ferskra og unninna, sem unnt er að kaupa árið um kring. Allmargir bændur rækta flestar al- gengustu tegundir grænmetis, kartaflna og kryddjurta og eru þær fá- anlegar ýmist í verslunum eða í beinni áskrift. Nokkur vinnslufyrirtæki sjá nú til þess að hér má fá lífræna ný- mjólk, AB-mjólk, samlokubrauð og alls konar heilsubrauð, að ógleymdu lambakjöti. Mjólkin og kjötið koma úr búfé sem fær lífrænt fóður og nýtur þess að gerðar eru strangar kröfur um aðbúnaðinn. Grænmetið, kartöflurnar, kryddjurtirnar og komið í brauðin eru ræktuð í frjósömum og sprelllifandi jarðvegi, án eiturefna og tilbúins áburðar. Þá má ekki gleyma því að nokkur fyrirtæki flytja nú inn mikið úrval af lífrænum matvömm allt árið og hefur það stórbætt möguleika ís- lenskra neytenda til að velja matvæli sem uppfylla ströngustu umhverfis- kröfur. Viðskiptaráðherra heimsækir Neytendasamtökin Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra heimsótti Neytendasamtökin fimmtudaginn 1. nóvember nú í haust. Þar kynntu formaður og framkvæmda- stjóri samtakanna starfsemi þeirra. A myndinni má sjá ráðherra fyrir miðju ásamt embættismönnum ráðuneytisins, formanni og starfsmönnum Neytenda- samtakanna. Avefsíðu ráðherra segir af þessu tilefni: „Neytendasamtökin hafa fyrir löngu sannað gildi sitt og sinna í dag afar brýnni hagsmunagæslu fyrir hönd neytenda í landinu. í þjónustusamningi sem Neytendasamtökin og Við- skiptaráðuneytið hafa gert með sér er gert ráð fyrir að samtökin sinni kvörtun- arþjónustu fyrir neytendur." Sælgæti og smáhiutir geta valdið köfnun! Það er fátt sem foreldrar óttast meira en að standi í bami þeirra. Arlega eru mörg börn hætt komin hér á landi vegna aðskotahluta í hálsi. Flest þessara bama em yngri en 8 ára. Það sem oftast stendur í hálsi barna er matur, sælgæti og smáhlutir. í kringum jól og áramót er mikið af sælgæti í boði og þetta er því rétti árstíminn fyrir foreldra og forráðamenn bama til að kynna sér eftirfarandi leiðbeiningar. Vissir þú þetta? • Sælgæti stærra en 2 cm í þvermál getur auðveldlega valdið köfnun. • Seigt sælgæti, svo sem hlaup, gúmntí og lakkrís, getur lagst yftr öndunarveginn og lokað honum. • Sælgæti sent er hart og/eða kúlulaga, svo sem brjóstsykur, karamellur og tyggjókúlur, getur hrokkið ofan í háls og lokað öndunar- veginum. • Sælgæti og öðmm matvælum fylgja oft lítil leikföng og smáhlutir sem geta verið vara- samir yngri bömum. Gætið því varúðar og íjarlægið þau. • Leikföng sem ekki em við hæfi bama yngri en 3 ára eiga að vera sérstaklega merkt. Hafið í huga • að sælgæti sem bamið borðar hæfi aldri þess og þroska, • að blanda aldrei leikföngum/smáhlutum saman við sælgæti, • að mikilvægt er að iylgjast með því að barn- ið setji ekki of mikið upp í munninn í einu, • að bam sé ekki á hreyfingu heldur sitji upp- rétt þegar það drekkur og borðar, • að skilja lítið bam ekki eftir eitt meðan það borðar, • að barn ætti ekki að borða í bíl. Ef það hrekkur ofan í bamið á meðan á akstri stendur gætir þú átt erfitt með að aðstoða það. Nánari upplýsingar um hættur sem geta fylgt smádóti og sælgæti er að finna í sérstakri skýrslu sem nokkrar stofnanir og samtök létu gera og hafa sett á heimasíður sínar. Einnig var gerður bæklingur um efnið og má nálgast sýnishorn al' honum á sömu heimasíðum. Bæklingum hefur verið dreift til foreldra leik- skólabama og er hægt að nálgast eintak á næstu heilsugæslustöð, hjá Neytendasamtök- unum og hjá útgefendunum. Slóðimar em: www.hollver.is ^hjá Hollustuvemd ríkisins), www.hr.is (hjá Arvekni), www.ls.is (hjá Lög- gildingarstofunni), www.rvk.is (hjá Heil- brigðiseftirliti Reykjavíkur) og www.redcross.is (hjá Rauða krossi íslands). 6 NEYTENDABLAÐIÐ - desember 2001

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.