Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2001, Blaðsíða 22

Neytendablaðið - 01.12.2001, Blaðsíða 22
Landbúnaðarmál Kjarnfóðrið og samkeppnishömlurnar Á dögunum vakti athygli úr- skurður samkeppnisráðs þar sem sameiningu Fóðurblönd- unnar og Mjólkurfélags Reykjavíkur var hafnað á grundvelli þess að þessi fyrir- tæki hefðu markaðsráðandi stöðu. Markaðshlutdeild fyrir- tækjanna tveggja á íslenska kjamfóðurmarkaðnum er um 85%. Fyrirtækin framleiða fóðurblöndur fyrir allar teg- undir íslenskra húsdýra. Önn- ur fyrirtæki sem framleiða til- búið fóður eru Kaupfélag Skagfirðinga, Kaupfélag Ey- firðinga og Akrafóður í Land- eyjum sem er að stærstum hluta í eigu Kaupfélags Ár- nesinga. Markaðshlutdeild þessara fyrirtækja er hverf- andi lítil miðað við risana tvo og starfa þessi fyrirtæki aðal- lega á heimamarkaði sínum. Fóðurblandan og Mjólkur- félagið hafa samstarf um inn- kaup en saman reka þau Kom- hlöðuna hf. ásamt hveitifram- leiðandanum Komaxi. Korn- hlaðan er einnig í samstarfi við Kaupfélag Eyfirðinga. Þannig lifir KEA í skjóli risanna tveggja. Kaupfélag Skagfirðinga er eina fyrirtæk- ið sem ekki hefur náið sam- starf við fyrmefnda aðila en markaðshlutdeild þess er bundin við Skagafjörð og ná- grannasveitarfélögin í svolitl- um mæli. Lítill munur er á verði hjá Kaupfélagi Skagfirð- inga og hinum fyrirtækjunum en þó njóta bændur á Norður- landi tilvem þess á markaðn- um. Flutningur á fóðri til bænda hjá risunum tveim er í kringum tvær krónur á kíló norðan Holtavörðuheiðar en um þrjár krónur austur í Rang- árvallarsýslu. Hér munar einni krónu á kostnaði bænda í þessum tveim sýslum og þótt ekki sé um háa fjárhæð að ræða sýnir hún þó Ijóslega hvernig samkeppni skilar sér í lægra vöruverði. 30% tollur á tiibúnu fóðri Nú er innheimtur 30% tollur á tilbúið fóður og er tollinum fyrst og fremst ætlað að vemda íslensku fóðurfyrir- tækin. Skattur þessi er nú um 7,80 kr. á kílóið en skattur á hráefnum sem fóðurfyrirtækin kaupa er einungis 80 aurar. Aðalfundur Landssambands kúabænda hefur margoft gagnrýnt fóðurskattinn og talið hann rýra samkeppnis- stöðu íslenskra kúabænda. Það er skoðun Neytenda- blaðsins að forsvarsmenn bænda verði að taka höndum saman með samtökum neyt- enda til að koma þessum skatti burt, enda ljóst að á næstu árum mun íslenskur landbúnaður finna meira fyrir erlendri samkeppni og því knýjandi að leita leiða til að lækka verð á innlendri fram- leiðslu. Neytendur spyrja ekki hvort fóðrið sé blandað á Is- landi eða í Danmörku, neyt- endur spyrja einfaldlega hvað varan kostar. Neytendablaðið lét kanna það fyrir sig hvað danskar inniluttar fóðurblöndur kost- uðu komnar til landsins. I ljós kom að innfluttu blöndurnar voru um 30% ódýrari að lág- marki þegar tekið hafði verið tillit til ríflegrar álagningar innflytjenda og smásala. I ljósi þessarar útkomu má segja að hægt væri að lækka verð á mjólk, svínakjöti og alifuglakjöti umtalsvert ef þessi verndarskattur yrði lagður af. Ef við skoðum hvað mjólk mundi lækka ef fyrrnefndur skattur yrði tekinn af er niður- staðan sú að hægt væri að lækka mjólk til neytenda um eina til tvær krónur. Þetta má sjá út frá því að vægi kjarn- fóðurs í framleiðslukostnaði mjólkur er um 7%. Ef þessi liður lækkaði um 30% gæti þessi tala lækkað niður í 5% sem aftur gæti skilað fyrr- nefndri lækkun. Um alifugla- og svínakjöt er það mat blaðsins að með frelsi í innflutningi á tilbúnu fóðri og þar með aukinni sam- keppni gætu neytendur notið umtalsverðra lækkana á þess- um verksmiðjuframleiddu vörum. Það er þó erfitt að nefna tölur í því sambandi, enda lýtur þessi iðnaður ekki sömu lögmálum og hinar hefðbundnu búgreinar sem lifa að stórum hluta á fram- lögum úr vasa skattborgar- anna og eru ekki háðar verð- lagsákvörðunum. Þó er alveg NEYTENDASTARF ER íALLRA ÞÁGU Bónusverslanirnar Efling stéttarfélag Efnalaugin Björg, Álfabakka og Háaleitisbraut EUROPAY ISLAND Cilbert úrsmióur Hampiöjan hf. IKEA ísfugl hf. íslandsbanki - FBA ísleifur Jónsson hf. íspan hf., gler og speglar Júmbó, matvælaiója Kaupfélag Bitrufjaróar Kaupfélag Hrútfiröinga Kaupfélag Króksfjardarness Kjarnafæöi hf. Kjarvals verslanirnar Krónuverslanirnar Landsbanki íslands hf. Landsvirkjun Lyfjaverslun íslands Móna, sælgætisgerð Myllan - Brauö Olíuverslun íslands - OLÍS ORA, niöursuöuverksmiöja Osta- og smjörsalan Penninn-Eymundsson hf. Póstdreifing ehf. Rolf Johnsen & co. ehf. Ræsir hf. Samband íslenskra bankamanna Securitas hf. Samband íslenskra sparisjóöa Sindri hf. Sólning hf. Starfsgreinasamband íslands Stilling hf. Verslun Guösteins Eyjólfssonar Verzlunarmannafélag Reykjavikur Ömmubakstur ehf. 22 NEYTENDABLAЮ - desember 2001

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.