Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2001, Blaðsíða 24

Neytendablaðið - 01.12.2001, Blaðsíða 24
Umhverfismerki Merki um nýtingu úrgangs til uppgræðslu ingu við vinnslu, sem molta sem að útliti, áferð og innri gerð líkist frjósamri mold. Flokkun á upphafsstað Þau fyrirtæki og stofnanir sem hafa leyfi til að nota merkið hafa gengist undir skuldbindingar um að skila a.m.k. einum lífrænum úrgangsflokki þannig að hann gagnist í þessum tilgangi. Lykilatriðið er flokkun á upphafsstað. Þátttakendur í Skil 21 láta verkefninu einnig í té fé sem notað er til að standa straum af þeim kostnaði sem hlýst af því að fylgja efn- unum alla leið til enda. Þau skilaboð sem merki Skil 21 ber með sér út í samfélagið eru því um vilja og framlag til að vinna umhverfismálum og uppgræðslu gagn á þennan hátt. Neyt- endur geta því ályktað sem svo að þátt- takendur í Skil 21, fyrirtæki og stofnanir, gera það sem í þeifra valdi stendur til að snúa lífrænum úrgangi til uppgræðslu. Þegar úrganginum er safnað og hann fluttur burt frá upphafsstað sleppir svo ábyrgð sjálfra þátttakendanna, með því að flokka hafa þeir staðið við sitt, og við tekur ábyrgð umsjónaraðila Skil 21. Sá er uppgræðslusamtökin Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs (GFF). Ábyrgð GFF felst í að sjá til þess að efnin séu unnin samkvæmt forskrift verkefnisins og moltunni beint til uppgræðslu. Sam- starfsaðili GFF við söfnun, flutninga og vinnslu hefur frá upphafi verið Gáma- þjónustan hf. í aðdraganda þess að Reykjavík varð ein af menningarborgum Evrópu árið 2000 var verkefninu „Skil 21“ hrundið af stað. Eins og menn muna voru einkunnarorð Reykjavíkur af því tilefni Menning og náttúra. Verkefnið þótti viðeigandi í þessu tilefni og sýna víðfeðmari skilning á menningarhugtakinu en venja er, sam- band mannfélags við náttúru væri í hæsta máta spuming um menningu, a.m.k. siðmenningu. Verkefnið fékk fljótlega sitt eigið merki sem hugsað var til notkunar á sama hátt og önnur umhverfismerki. I merkinu koma fram nokkrir helstu þættir þeirrar hugsunar sem liggur að baki. Merki menningarborgarinnar, krossfisk- urinn, er þar á ferð auk tilvísunar til nýrr- ar aldar og skilvísi við móður jörð og gróðurríkið. Tilgangur merkisins er áþekkur öðrum umhverfismerkjum en boðskapur þess er þó ólíkur að ýmsu leyti. Merkið er ekki bundið einstökum vörum heldur einstökum fyrirtækjum eða stofnunum sem gerst hafa þátttakendur í Skil 21. Eins og önnur umhverfismerki ber það ákveðinn boðskap út á markað- inn frá seljendum til neytenda. Uppspretta frjósemi Til grundvallar Skil 21 liggur sú náttúru- fræðilega staðreynd að efni eru í sífelldri hringrás í náttúrunni og eru þannig stöð- ug uppspretta frjósemi í gróðurríkinu. í stað þess að láta lífræn úrgangsefni fara til spillis sem sorp er hugsunin í Skil 21 sú að beina þeim í farveg þar sem þau nýtast til uppgræðslu. Moíd eins og við þekkjum hana í ríki náttúrunnar er í raun að mestu umbreyttar leifar dauðra líf- vera. Moldin er næringarrík vegna þess að hún geymir næringarefni sem til- heyrðu fyrri kynslóðum plantna og dýra og standa nú til boða nýmyndun í lífrík- inu. Moldin myndar kjöraðstæður fyrir mikilvægasta efnahvarf jarðar og undir- stöðu sjálfbærrar þróunar: ljóstillífun plantna. Þar sem moldina vantar, eins og tilfellið er mjög víða í landnámi Ingólfs sem og víðar á landinu, er land uppblásið og ófrjótt. Skil 21 snúast því um að snúa lífræn- um úrgangsefnum til gagns við upp- græðslu á örfoka og gróðurlitlum svæð- um. Þannig eru slegnar tvær flugur í einu höggi. Komið er í veg fyrir að úrgangur hlaðist upp en hann notaður þess í stað til að auka og bæta gróðurfar. Urgangurinn er þó ekki notaður fyrr en eftir umbreyt-

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.