Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2001, Blaðsíða 21

Neytendablaðið - 01.12.2001, Blaðsíða 21
Maturinn í hvað fara matarpeningarnir? 9% 16% 2.341 kr. 2.478 kr. samkvæmt ráðleggingum Manneldisráðs. Þetta var samt sem áður ívið lægri upp- hæð en þurfti til kaupa á mjólk og mjólk- urvörum, og mun lægri en var fyrir kjöt, fisk, egg og baunir samanlagt. Það sem vekur hvað mesta athygli er þó sú staðreynd að í meðalkörfunni fer nánast nákvæmlega sama upphæð til kaupa á öllum ávöxtum og grænmeti eins og til sælgætis- og gosdrykkjakaupa, eða um 2500 krónur á mann á mánuði. Þar eru hlutföllin heldur betur önnur í holl- ustukörfunni, því 500 grömm af ávöxt- um, grænmeti og kartöflum á dag, eða 5 á dag! eins og áróðurinn hefur verið frá Manneldisráði, kostar rúmar 4 þúsund krónur á mann en sælgætiskostnaðurinn er nánast enginn. Hár matarkostnaður í ljósi þess að í báðum körfunum er að- eins um helstu nauðsynjar að ræða og hvorki arða né dropi sem fer forgörðum, þá er matarkostnaður heimilanna greini- lega mjög hár. Heildarkostnaður meðal- körfunnar var um 62 þúsund krónur fyrir fjögurra manna fjölskyldu í 28 daga, en hollustukarfan var um 9% ódýrari og kostaði um 56 þúsund. Skammtakerfi hollustukörfu Grænmeti - 3 skammtar á dag, eða meira! Einn skammtur getur verið eitt meðalstórt stykki eða 75-100 g, þ.e. 1 dl af soðnu grænmeti eða 2 dl af hráu salati án sósu. Kartöflur má líka telja til grænmetis: einn skammtur eru 2 litlar kartöflur eða ein stór. Ávextir og ber - 2 skammtar á dag! Einn skammtur getur verið eitt meðalstórt stykki, t.d. epli, appelsína eða banani, glas af hreinum ávaxtasafa (aðeins eitt glas á dag telst með sem ávaxtaskammtur, óháð neyslu), 1/2 dl af þurrkuðum ávöxtum eða 1 dl af niðursoðnum eða bituðum ávöxtum. Brauð, aðrar kornvörur og kartöflur - 8 til 10 skammtar á dag! Einn skammtur úr þessum flokki getur verið: 1 brauðsneið, 1/2 rúnstykki, 2 hrökkbrauðssneiðar eða bruður, 1 gróf kexkaka, 1,5 dl af ósykruðu morgunkomi, 1 dl af soðnu pasta eða hrísgrjónum, 2 litlar kartöflur eða ein stór. Kjöt, kjötálegg, fiskur, egg, baunir og hnetur - 1 til 2 skammtar á dag! Einn skammtur getur verið 100 g af mögm kjöti eða fiski, 1 egg, 2 dl af soðnum baunum eða 1/2 dl (30 g) af hnetum. Mjólk og mjólkurvörur - 2 til 3 skammtar á dag! Einn skammtur getur verið 1 glas af mjólk eða súrmjólk, ein dós af skyri eða jógúrti, 100 g af kotasælu eða 25 g af osti. Munið að velja fituminni vömmar! Feitmeti Brauð hóflega smurt og fituminni sósur hafðar með mat dagsdaglega. Sykurvörur, sælgæti, ís, sætt kex, kökur eða sætir gosdrykkir - Sem minnst! Þeir sem borða þessar vömr að ráði þurfa yfirleitt að minnka annan mat á móti, eigi þeir ekki að fitna. Algengt súkkulaðistykki er t.d. á við þrjár lítið smurðar brauðsneiðar í hitaeiningum og í bamastærð af ís em jafnmargar hitaeiningar og í þremur glösum af léttmjólk! Hvað er íkörfunni? Sem betur fer er ekki bara ein rétt leið til að borða hollan mat. Þar em margar leið- ir færar eins og sannast á fjölbreytilegu fæði ólíkra þjóða um víða veröld. Mann- eldisráði var því óneitanlega vandi á höndum við að útbúa hollustukörfuna og hún hefði líka áreiðanlega litið öðmvísi út ef hún hefði komið frá Manneldisráði Grikklands eða jafnvel bara Manneldis- ráði Danmerkur. Maturinn í körfunni endurspeglar þannig íslenskan veruleika, sem auðvitað er ekki lengur rammís- lenskur en verður sífellt alþjóðlegri. Svo yrði það væntanlega til að æra óstöðugan að útlista nákvæmlega hverja einustu matvælategund sem fer í körfuna. Því var valin sú leið að byggja á skammtakerfi til að útskýra í grófum dráttum magn úr hverjum flokki matvæla. Það er því ekki verið að tíunda matseðilinn í smáatriðum heldur fyrst og fremst gefa upp magn úr hverjum fæðuflokki. Skammtakerfíð getur væntanlega komið sér vel fyrir þá sem þurfa að skipuleggja matseðla, hvort heldur er fyr- ir eigin fjölskyldu eða stóra hópa en einnig fyrir þá sem vilja grennast - eða einfaldlega kanna hvort eigið mataræði sé nægilega fjölbreytt og heilsusamlegt. Eiginleikar hollustukörfunnar Að jafnaði er gert ráð fyrir að kjöt- og fiskmáltíðir séu hvor um sig tvisvar til þrisvar í viku og að grænmetis-, pasta- eða baunaréttir séu tvisvar í viku. Þessi skipan mála þarf þó ekki að vera neitt náttúrulögmál, og t.d. er hægt að borða minna af kjöti og fá samt öll nauðsynleg næringarefni. Þá þarf hins vegar að gæta þess að borða oftar baunarétti, hnetur og/eða fisk. í öllum máltíðum er hins vegar gert ráð fyrir að hrísgtjón, kartöfl- ur eða pasta sé stærri hluti máltíðar en flestir eiga að venjast, sbr. tilgreinda skammta í hollustukörfu, að ógleymdu grænmetinu sem er a.m.k. þriðjungur hverrar aðalmáltíðar. í körfunni eru 200 grömm af grænmeti á dag, 200 grömm af ávöxtum og 100 grömm af kartöflum. 21 NEYTENDABLAÐIÐ - desember 2001

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.