Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2001, Blaðsíða 18

Neytendablaðið - 01.12.2001, Blaðsíða 18
Hárlitun Spurningar og svör um hárlit Hvaða tegundir afhárlit eru öruggastar? Eins og fram kemur í greininni að framan hafa 76 einstaklingar verið skráð- ir hjá danska neytendaráðinu vegna skaða af völdum hárlitunar. Þeir hafa notað lit frá Henkel, L’Oreal, Wella og Goldwell, en þessi fyrirtæki eru nánast allsráðandi á danska markaðinum. Þar með er ekki sagt að vörur frá öðrum framleiðendum séu öruggar, og þess vegna getum við ekki mælt með neinni tegund. Hvernig er hœgt að þekkja kemíska hár- liti? Öll framleiðsla sem ætluð er til að lita eða tóna hárið og þvæst ekki úr getur innihaldið varhugaverðar efnablöndur svo sem fenylendiamín, resorsínól, toluen-2,5-díamín. Auk þess er algengt að kemískur hárlitur sé framleiddur þannig að varan er í tveimur einingum sem þarf að blanda saman fyrir notkun. Er maður ekki öruggur effylgt er ná- kvœmlega leiðarvísi um ofnœmispróf? Ofnæmisprófið sem lýst er á pakkn- ingu er engin trygging. Þar segir að 48 tímar nægi til að ofnæmisviðbrögð komi fram, en húðlæknar telja að sá tími geti verið allt að átta dagar. Eg hef alltaf notað sömu tegund afhárlit án vandrœða. Get ég ekki notað hana áfram án áhœttu? Hætta á ofnæmi minnkar ekki þótt fólk haldi sig við sömu vörutegundina vegna þess að ofnæmi getur hlaðist upp í líkamanum og brotist fram allt í einu. Getur hárlitur valdið fósturskaða? Það er ekki hægt að útiloka að efnin komist í blóðrásina vegna þess að þau eru í beinni snertingu við húðina. Allt blóð móðurinnar fer til fóstursins og þess vegna er óráðlegt fyrir konur að lita á sér hárið meðan þær eru ófrískar. Ef þú vilt samt endilega lita hárið er betra að nota lit sem þekur hvert einstakt hár í stað lit- ar sem blandaður er vetnisperoxíði og gengur inn í sjálft hárið. Er engin áhœtta við að láta lita Ijósar strípur í hárið? Við þekkjum bæði dæmi um hárlos og ofnæmi við slíka litun. Vetnisperoxíð veldur í sjálfu sér ekki ofnæmi en oft eru líka litarefni í slíkum vörum og það eru einmitt þau efni sem geta valdið ofnæm- isviðbrögðum. Er öruggara að láta fagfólk lita á sér hárið? Nei það er ekki öruggara en að lita sjálfur. Allir kemískir hárlitir eru var- hugaverðir, hvort sem þeir eru ætlaðir til notkunar á hárgreiðslustofum eða í heimahúsum. Er um nokkurn annan valkost að rœða en kemíska hárlitun? Jurtalitir eru annar valkostur, þeir setj- ast eins og filma yfir hvert hár en kemískir litir ganga inn í sjálft hárið. Þó þarf að athuga að slíkar vörur, til dæmis hennalitir, innihaldi ekki efnið „laws- one“ sem talið er að geti verið krabba- meinsvaldur. Fjöldi innflytjenda fullyrðir að þeirra jurtahárlitir innihaldi ekki „law-sone“ en það er rétt að ganga úr skugga um það áður en maður kaupir vöruna. Úr Tœnk-Test Vertu á verði í verslunum eiga allar vörur að vera verð- merktar, hvort sem þær eru inni í verslun eða í búðarglugga. Hjá þjónustufyrirtækjum eiga verðskrár að liggja frammi á áberandi stað. samkeppnisstofnun 18 NEYTENDABLAÐIÐ - desember 2001

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.