Neytendablaðið - 01.12.2001, Blaðsíða 3
Frá kvörtunarþjónustunni
Rakaskemmdir í Nokia-símum
Starfsmenn kvörtunarþjónustunnar taldirfrá vinstri: Ingi-
björg Magnúsdóttir fulltrái, Sesselja Asgeirsdóttir fulltrúi,
Geir Arnar Marelsson lögfrœðingur og ÓlöfEmbla Einars-
dóttir lögfrœðingur og stjórnandi kvörtunarþjónustunnar.
Neytendasamtökin vilja vekja
athygli félagsmanna sinna á
þeirri viðvörun í notenda-
handbók Nokia-símana að
GSM-síma eigi ekki að
geyma á köldum stað. Ástæð-
Skilaréttur á
vörum
Eftir hver jól berst fjöldi fyrir-
spuma til Neytendasamtak-
anna um rétt neytenda til að
skila vörum. I íslenskum lög-
um em engin ákvæði um skil
á vömm sem eru ógallaðar og
því setur hver verslun sínar
eigin reglur að vild. Neyt-
endasamtökin, viðskiptaráðu-
neytið og Samtök verslunar
og þjónustu komu sér því
saman um leiðbeinandi reglur
um skilarétt sem verslanir
geta farið eftir. Og þó að þess-
ar reglur séu valkvæðar þá
standa þær vörð um rétt neyt-
enda á þessu sviði. Neytenda-
samtökin vilja því brýna fyrir
neytendum að kynna sér hvort
búðin sem þeir versla í fylgir
slíkum reglum áður en við-
skiptin eiga sér stað. Verk-
lagsreglumar tryggja neytend-
um ákveðinn lágmarksrétt á
þessu sviði, meðal annars um
skilarétt, skilafrest, uppruna-
legt verð við skil, gjafabréf,
skil vöru á útsölu og fleira.
Neytendum er bent á að kynna
sér efni þessara reglna annað-
hvort á heimasíðu Neytenda-
samtakanna eða með því að
hafa samband við skrifstofur
okkar. Ef verslun fylgir ekki
þessum reglum eiga neytendur
að spyrja eftir hvort skilaréttur
sé í boði og þá hvaða reglur
gildi um þennan rétt. Algeng-
ast er að neytandinn fái inn-
leggsnótu við skil á vöru, að-
eins í undantekningartilvikum
bjóða verslanir endurgreiðslu.
Ef innleggsnóta hentar ekki
neytandanum má alltaf kanna
hvort aðrar verslanir sem selja
sömu vöru bjóði endur-
greiðslu.
an er sú að þegar þessir símar
hitna aftur upp í venjulegt
hitastig kann að myndast raki
inni í símunum og getur það
skemmt rafrásir hans.
Fjölmargar kvartanir berast
kvörtunarþjónustu Neytenda-
samtakanna á ári hverju
vegna bilana í GSM-símum af
völdum raka. I fæstum tilvik-
um kannast eigendur símanna
við að þeir hafi blotnað eða
komist í raka með öðrum
hætti. Kvörtunarþjónustan tel-
ur líklegt að í þessum tilvik-
um megi meðal annars leita
skýringa á bilununum í ís-
lensku veðurfari. Almennt er
mikill hitamismunur innan
dyra og utan hér á landi, vel
heitt innandyra og kalt ut-
andyra. I stuttri gönguferð
niður Laugaveginn með
GSM-símann í töskunni getur
síminn því kólnað umtalsvert
og hitnað svo aftur þegar
komið er heim í hlýjuna.
Kvörtunarþjónustan vill af
þessum sökum hvetja neyt-
endur til að gera sér grein fyr-
ir því hvað GSM-símarnir eru
viðkvæmir fyrir hitasveiflum
og gera sitt ítrasta til að hafa
símana í jöfnum hita. Einnig
er ástæða til að foreldrar brýni
það fyrir börnum sínum sem
eiga GSM-síma að nota þá
ekki utandyra í rigningu hvort
sem þeir ætla að tala í þá eða
senda SMS-skilaboð.
Gallað leðursófasett frá Nýformi
í maí sáu hjón nokkur ítalskt
leðursófasett í húsgagnaversl-
uninni Nýfonni í Hafnarfirði.
I búðinni tjáði afgreiðslumað-
urinn þeim að settið væri út-
litsgallað á öðrum sófaarmi
þar sem mar væri í leðrinu.
Af þessum sökum var hjón-
unum boðinn góður afsláttur,
auk þess að bólstrari sprytti
leðrinu upp og setti bót undir
marið þeim að kostnaðar-
lausu. Hjónunum leist vel á
þetta boð og því ákváðu þau
að kaupa settið og stað-
greiddu það. Þegar kom hins
vegar að því að fá bólstrara til
að setja bótina á kom í ljós að
það yrði meiri vinna en reikn-
að hafði verið með og því var
hjónunum boðinn enn meiri
afsláttur ef þau tækju settið án
viðgerðar. Þar sem þeim var
tjáð að umræddur galli væri
eingöngu útlitslegur féllust
þau á þetta boð.
Rúmum mánuði eftir
kaupin fór að bera á því að
leðrið var að rofna í sundur á
„útlitsgallanum" auk fleiri
einkenna. Af þeim sökum
fóru hjónin í verslunina og
töluðu við afgreiðslumann-
inn. Þau sögðu honum frá því
sem var að gerast á armi
sófans og létu að auki vita af
því að utanáliggjandi stungu-
saumar virtust tæpir á öllu
settinu, þ.e. famir að gliðna
og endar famir að losna upp.
Var þeim lofað að komið yrði
frá versluninni við fyrsta
tækifæri til að skoða leður-
sófann. Á næstu vikum ítrek-
uðu hjónin margsinnis ósk
sína um að verslunin stæði
við orð sín, en allt kom fyrir
ekki og var miklum önnum
borið við.
Eftir mánaðarbið sáu hjón-
in þann kost vænstan að leita
með mál sitt til kvörtunar-
þjónustu Neytendasamtak-
anna. í ffamhaldi af því var
fenginn faglærður bólstrari til
að meta sófasettið og komst
hann að þeirri niðurstöðu að
kantsaumar væm gallaðir á
öllu settinu og að vart væri
framkvæmanlegt að gera við
þessa galla. í framhaldi af
þessu beindi kvörtunarþjón-
ustan þeim tilmælum til Ný-
forms að sófasettið yrði end-
urgreitt og viðskiptum rift.
Nýform neitaði að taka
ákvörðun um þetta fyrr en
fulltrúi verslunarinnar hefði
skoðað settið. Af þeim sökum
hefur kvörtunarþjónusta
Neytendasamtakanna reynt
að skipuleggja ófá stefnumót
þar sem komið yrði frá versl-
uninni og sófasettið skoðað
en allt hefur komið fyrir ekki.
Á hálfu ári hefúr engum frá
versluninni gefist tími til að
keyra í 10 mínútur til að sinna
viðskiptavinum sem stað-
greiddu heilt leðursófasett!
Kvörtunarþjónusta Neytenda-
samtakanna er undrandi á
þessum viðbrögðum verslun-
arinnar og lýsir yfir miklum
vonbrigðum með þessa við-
skiptahætti. Þess má þó geta
hér að nú er krafa hjónanna
um endurgreiðslu á sófasett-
inu komin í formlega inn-
heimtu og ætlar Neytenda-
blaðið að fylgjast með málinu
þar til yfir lýkur.
NEYTENDABLAÐIÐ - desember 2001
3