Neytendablaðið - 01.12.2001, Blaðsíða 7
Staðlar
Þarfur staðall um
fasteignaviðskipti
Hvenœr telst bygging vera fullbúin? Hvenœr telst húnfokheld
og hvenœr tilbúin til innréttingar? Staðallinn ÍST 51 veitir svör
við því og mörgu fleira sem kaupendur og seljendur húsnœðis
þurfa að hafa á hreinu.
í fasteignaviðskiptum almenn-
ings er aleigan venjulega í húfí
og reyndar gott betur. Þess
vegna ríður á að viðskiptin séu
traust og ömgg. Fyrirtæki,
stofnanir, ríki og sveitarfélög
eiga einnig mikið undir því að
fasteignaviðskipti gangi
snurðulaust. Til þess að svo
megi verða þarf að tryggja að
skilningur kaupanda og selj-
anda sé hinn sami á ákvæðum
samninga sem þeir gera sín á
milli. Þegar verið er að kaupa
og selja nýtt eða ófullbúið hús-
næði er staðallinn ÍST 51 -
Byggingarstig húsa ómissandi.
Farsæl fasteignaviðskipti
Neytendasamtökin fá reglulega
inn á borð til sín mál sem
varða fasteignaviðskipti og
Staðlaráð fær oftsinnis upp-
hringingar frá fólki sem er
ósátt við afhendingu húsnæðis,
þar sem kaupandi og seljandi
em ekki á einu máli um hvað
átt var við til dæmis með því
að húsnæðið skyldi afhendast
tilbúið til innréttingar. Það er
hægt að komast hjá flestum
slíkum málum með því að nota
ÍST 51. Reyndar er fráleitt að
styðjast ekki við staðalinn þeg-
ar höfð em í huga þau verð-
mæti sem um er að tefla.
Stofnanir sem annast lánveit-
ingar til fasteignakaupa mættu
hugleiða að þjóna betur að
þessu leyti þeim viðskiptavin-
um sínurn sem hyggjast kaupa
eða selja nýtt eða ófullbúið
húsnæði - tryggja að þeir fái
staðalinn og geti stuðst við
hann í samningum. Lán til fast-
eignakaupa eru iðulega hærri
en sem nemur heildareign lán-
takenda og verð eins staðals er
í því samhengi smámunir einir.
Staðallinn getur hins vegar ráð-
ið úrslitum um farsæld við-
skiptanna. Það er allra hagur að
IST 51 sé notaður við gerð
kaupsamninga um nýtt og
ófullbúið húsnæði.
Þótt ÍST 51 sé fyrst og
fremst ætlaður þeim sem eru
að kaupa eða selja nýtt eða
ófullbúið húsnæði, þá er að
finna í staðlinum mjög ýtarleg-
an atriðalista eða gátlista sem
kemur öllum sem eiga í fast-
eignaviðskiptum að góðu
gagni.
Byggingarstig húsa
í staðlinum eru skilgreind sjö
byggingarstig:
• Byggingarstig 1 - Bygging-
arleyfi
• Byggingarstig 2 - Undirstöð-
ur
• Byggingarstig 3 - Burðar-
virki fullreist
• Byggingarstig 4 - Fokheld
bygging
• Byggingarstig 5 - Tilbúin til
innréttingar
• Byggingarstig 6 - Fullgerð
án lóðarfrágangs
• Byggingarstig 7 - Fullgerð
bygging
Engir sem nota staðalinn í
samningum þurfa að velkjast í
vafa um hvað felst í því að
húsnæði skuli afhendast tilbúið
til innréttingar, svo dæmi sé
tekið. Byggingarstig 5 er ná-
kvæmlega skilgreint og tiltekið
hvað skuli vera til staðar
þannig að byggingin teljist
uppfylla þetta tiltekna bygg-
ingarstig.
Gildandi staðall er frá árinu
1998. Byggingarstaðlaráð
(BSTR) hefur unnið að endur-
skoðun hans og nú liggur fyrir
frumvarp að nýrri útgáfu.
Ef'tir Hjört Hjartarson,
kynningar- og markaðsstjóra
Staðlaráðs Islands
Lífrænn markaður á Evrópska efnahagssvæðinu:
Bretar taka undir sig stökk - Þjóðverjar enn í forystu
Næstum hvert sem komið er til stór-
borga Vestur-Evrópu blasir við mikil
breyting í matvöruverslun á síðustu
árum: Stóraukið úrval lífrænna matvæla.
Þeir sem koma oft til Svíþjóðar og Dan-
merkur þekkja þetta vel. En hvað með
önnur og stærri lönd á borð við Bretland
og Þýskaland?
Hvergi í Evrópu vex markaður fyrir
lífrænar vörur hraðar en á Bretlandi þar
sem vitund neytenda hefur vaknað ræki-
lega í kjölfar alls konar mengunar og
sýkinga sem upp hafa komið í hefð-
bundnum landbúnaði. Á milli áranna
2000 og 2001 jókst ársveltan um 33%
og er nú jafnvirði 120 milljarða ísl.
króna. Vegna gífurlegrar eftirspumar er
mikill skortur á lífrænum vörum á Bret-
landi og því eru um 70% seldra afurða
(talið í verðmæti) innflutt. Kannanir
sýna að 75% breskra heimila kaupa ár-
lega einhverjar lífrænar vörur, að um
7% kaupa þær í ríkum mæli, og að sá
hópur stækkar ört sem kaupir reglulega
lífræn matvæli og eykur notkun sína á
þeim eftir því sem framboðið vex.
Þýskaland hefur lengi vel verið einn
öflugasti markaður heims (næst á eftir
Bandaríkjunum) fyrir lífrænar afurðir,
en ársvelta hans er nú jafnvirði 275
milljarða ísl. króna. Styrkur þýska mark-
aðarins á sér í senn sögulegar og póli-
tískar skýringar því umhverfismál hafa
verið þar mjög ofarlega á baugi langa
hríð. Ekki er annað að sjá en að Þjóð-
verjar haldi þeirri stöðu enn um sinn.
Stjórnvöld þar í landi hafa áttað sig á
þýðingu lífrænnar framleiðslu fyrir neyt-
endur og umhverfið og styðja vel við
bakið á þeim sem taka upp lífrænar að-
ferðir. Skemmst er að minnast þess að
skömmu eftir að Renate Kunast, þing-
maður Græningja, tók við stöðu land-
búnaðar- og matvælaráðherra í þýsku
sambandsstjórninni lýsti hún því yfir að
stefna bæri að því að 20% allrar land-
búnaðarframleiðsiu í Þýskalandi verði
lífræn innan áratugar.
NEYTENDABLAÐIÐ - desember 2001
7