Neytendablaðið - 01.12.2001, Blaðsíða 9
Tryggingar
Vatnstjón í sumarhúsum
Ríkharð B. Björnsson tjóna-
skoðunarmaður Sjóvár-Al-
mennra hefur undanfama vet-
ur þurft að meta fjölmörg tjón
á sumarhúsum vegna vatns-
skaða. Segir hann slfk vatns-
tjón alltof algeng og nefnir
þar sem dæmi að vatnsleiðsl-
ur fara í sundur þegar frýs í
þeim. Afleiðingarnar eru þær
að vatn flæðir um öll gólf
með tilheyrandi raka þannig
að nær allur húsbúnaður og
tæki skemmast.
Nær allt ónýtt
Hann segir þó að verri að-
koma sé í sumarhúsunum
þegar heitavatnslögn hefur
farið í sundur. „Það má segja
að í þeim tilfellum sé oftast
Tengi undir vaskinum
farið í sundur.
allt ónýtt, það er stundum
hægt að hreinsa sængurfötin
en það er líka allt og sumt.“
Sökum hitans leki eldhúsinn-
réttingar hreinlega niður og
allt tréverk skemmist en auk
þess megi henda einangrun
hússins. Ríkharð tekur fram
að oftar en ekki þurfa eigend-
ur sjálflr að bera ýmsan
kostnað sem ekki fellur undir
almenna skilmála sumarhúsa-
tryggingar.
Nauðsynlegt
að þrýstiprófa
■ lll
■'Ji
Bústaður með altjón vegna raka.
Ríkharð vill einnig minna
sumarhúsaeigendur á að
ganga þannig frá vatnslögn-
um að tryggt sé að frost valdi
ekki skemmdum. Það má gera
með því að loka fyrir kalda-
vatnsinntakið og tæma kerfið
með því að opna krana. Þá
ætti að þrýstiprófa leiðslur á
3-4 ára fresti. Slrkt sé nauð-
synlegt því að með árunum
geti festingar farið að losna
og lítill þrýstingsmunur getur
sprengt öll samskeyti.
Raki nœr að smjúga inn um minnstu rifur.
Námskeið í heimilisbókhaldi
og hagsýni í heimilishaldi
Neytendasamtökin bjóða félagsmönnum sínum á námskeið í heimilisbókhaldi og
hagsýni í heimilishaldi. Reynslan hefur sýnt að fólk græðir á því að taka þátt í þessu
námskeiði. Námskeiðið verður haldið um miðbik janúarmánaðar, tekur þrjár klukku-
stundir og kostar 3.000 krónur (aðeins 4.500 fyrir hjón) og eru námsgögn innifalin.
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í þessum námskeiðum eru vinsamlegast beðnir að
hafa samband við Neytendasamtökin í síma 5451200 eða með tölvupósti, ns@ns.is.
V
NEYTENDABLAÐIÐ - desember 2001
J
9