Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2001, Blaðsíða 8

Neytendablaðið - 01.12.2001, Blaðsíða 8
Gjaldmiðilsskipti í Evrópu Evran og íslenskir neytendur Um áramótin tekur evran formlega við af þeim gjald- miðlum sem hún leysir af hólmi. Þá verða evruseðlar og evrumynt sett í umferð og tími tveggja mynta hefst í þeim tólf ríkjum sem hafa sameinast um að taka upp evruna. Þessi myntbreyting á eftir að hafa mikil áhrif í þeim ríkjum sem taka upp evruna, en einnig annars staðar, þar á meðal hér á Islandi, enda eru evrulöndin meðal stærstu við- skiptalanda okkar. Ríkin tólf sem hafa ákveðið að taka upp evruna eru Austurríki, Belgía, Finnland, Frakkland, Grikk- land, Holland, írland, Ítalía, Lúxemborg, Portúgal, Spánn og Þýskaland. Hægt að skipta í takmark- aðan tíma Frá 1. janúar 2002 verður í takmarkaðan tíma hægt að skipta seðlum og mynt í gömlu gjaldmiðlunum í evrur á þeim stöðum sem hvert evruríki tilgreinir. Gömlu gjaldmiðlamir og evran verða yfirleitt í samhliða notkun sem lögeyrir til og með 28. febrúar 2002. Frá þeim tíma verður ekki lengur hægt að nota gömlu gjaldmiðlana tólf sem greiðslumiðil. Þó er gert ráð fyrir að seðlabankar evru- ríkjanna skipti eigin gjald- miðlum (seðlum) í evrur án þóknunar a.m.k. til ársloka 2012. Hér á landi eru það ís- lenskir viðskiptabankar og sparisjóðir sem sinna þessari þjónustu. Meginástæðan er sú að Seðlabankinn annast ekki þau bankaviðskipti við ein- staklinga og fyrirtæki sem samkvæmt lögum, venju eða eðli máls teljast verkefni lána- stofnana og annarra fjármála- stofnana. Almenn gjaldeyris- viðskipti við einstaklinga og fyrirtæki falla þar undir. íslenskir viðskiptabankar og sparisjóðir hafa gefið út kynningarbækling um áhrifin af upptöku evrunnar. Þar hvetja þeir viðskiptavini sína til þess að skipta sem fyrst í íslenskar krónur þeim seðlum sem verða teknir úr umferð eftir 1. janúar 2002 eða leggja þá inn á evrureikning. Upp- lýsingar um kostnað sem þessu fylgir verða veittar hjá viðkomandi lánastofnunum. Eftir 1. janúar 2002 verður hægt að skipta eldri gjald- miðlum evruríkjanna (seðl- um) í evrur hjá íslenskum viðskiptabönkum og spari- sjóðum. Ekki liggur fyrir hversu lengi þetta verður hægt. Bent hefur verið á að ef beðið verður með að skipta seðlunum fram yfir áramót gæti það haft í för með sér aukinn kostnað. I stað þess að skipta seðlunum í íslenskar krónur má leggja þá inn á gjaldeyrisreikning í evrum. Aukakostnaöur eftir áramót Ljóst er á þessu að það borgar sig að skipta í banka sem fyrst gjaldmiðli frá evruríkjum, setja hann inn á gjaldeyris- reikning eða fá hann greiddan út í íslenskum krónum því bú- ast má við að ef beðið er fram yfir áramót þurfí að greiða aukakostnað við að skipta gjaldeyrinum. Sama gildir um ávísanir í gömlu gjaldmiðlun- um, þeim er best að skipta fyrir I. janúar 2002. I flestum evruríkjunum verður ekki hægt að nota gömlu myntina í viðskiptum eftir 28. febrúar 2002. Undan- tekningarnar eru Frakkland þar sem miðað er við 17. febr- úar og Irland 9. febrúar. Afram verður þó hægt að skipta gömlu myntinni í bönkum í þessum löndum fram eftir árinu, mislengi eftir löndum, í Frakklandi, Lúxem- borg, Portúgal, Spáni og Þýskalandi til júnfloka 2002 en í Belgíu og Hollandi til ársloka 2002. ítalir hafa ekki enn ákveðið hversu lengi verður hægt að skipta yfir í evrur og í Austurríki, Finn- landi, Grikklandi og Irlandi hefur hver banki sjálfdæmi um hversu lengi hann skiptir gömlu myntinni. I bæklingnum sem bank- arnir hafa gefið út hér á landi segir að hægt verði að skipta gömlu gjaldmiðlunum í ein- hvern tfma eftir I. janúar Það borgarsig að skipta gömlu gjald- miðlunum í evrurfyrir áramót því búast má við aukakostnaði eftir 1. janúar2002 2002, en eins og fram hefur komið hefur það sennilega einhvern aukakostnað í för með sér að bíða fram yfir ára- mót. Ekki er sagt neitt um það hversu lengi verður hægt að skipta gjaldmiðli en sam- kvæmt upplýsingum Neyt- endablaðsins úr bankakerfinu telja menn að miðað verði við febrúarlok eins og í flestum evruríkjanna. Ávísanir, ferðatékkar... Ávísanir sem gefnar eru út í gömlu gjaldmiðlunum eftir 1. janúar 2002 teljast ógildar. Innlendir gjaldeyrisreikn- ingar í gömlu gjaldmiðlunum breytast sjálfkrafa í evrureikn- ing 1. janúar 2002 þannig að neytendur þurfa ekki að hafa áhyggjur af þeim. Hægt er að fá þeim breytt fyrir áramót óski fólk eftir því. Sumir eiga marga gjaldeyrisreikninga í ólfleum myntum og gætu þeir notað tækifærið og sameinað þá í einum evrureikningi. Ferðatékkar í gömlu gjald- miðlunum gilda áfram í ótak- markaðan tíma og fellur ekki sérstakur aukakostnaður á að skipta þeim eftir 1. janúar 2002. Lán í gömlu gjaldmiðlun- um breytast sjálfkrafa í evru- lán um áramótin og enginn aukakostnaður fellur á lántak- andann við það. Það eina sem breytist er að upphæðin er umreiknuð í evrur. 8 NEYTENDABLAÐIÐ - desember 2001

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.