Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 11

Neytendablaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 11
EsÉt™ Má skipta 'ptnn rrtiur í haust sem leið ræddu starfsmenn Neyt- endasamtakanna hvort ekki væri kjörið að bregðast í tíma við því óvissuástandi sem ríkir árlega eftir jólahátíðina um hvort landsmenn megi skila eða skipta jólagjöfunum. Það er mjög misjafnt hvernig verslanir bregðast við þessari ár- legu uppákomu og engan veginn mögu- legt fyrir gefandann að kynna sér stefnu allra verslana hvað varðar skil á vöru og skipti. Það hefur verið fastur liður strax á fyrsta opnunardegi verslana eftir jól að fyrirspurnum rignir yfir starfsmenn Neyt- endasamtakanna þar sem neytendur spyrja um rétt sinn varðandi skilarétt, inn- eignarnótur og gjafabréf. Engin ákvæði er að finna í lögum um rétt neytenda til að skipta eða skila vöru sem er ógölluð. Reyndar taka flestar verslanir við vörum svo framarlega sem þær eru heilar og ekki er of langt liðið frá því að þær eru keyptar. Jafnvel er til í dæminu að versl- anir greiði út vörur sem er skilað. Þó er víða pottur brotinn og það er algerlega undir verslunum komið hvaða þjónustu viðskiptavinirnir fá. Nýjar reglur um skilarétt, inneign- arnótur og gjafabréf Á árinu 2000 var skipuð nefnd til að bæta úr þessu. Nefndin var skipuð full- trúum frá SVÞ (Samtökum verslunar og þjónustu), Verslunarráði íslands, ASÍ, Neytendasamtökunum og viðskiptaráðu- llmur í dós í septemberblaði Tænk + Test er grein um aukið ilmefnaofnæmi sem rekja má til meiri ilmefnanotkunar í hinum og þessum neysluvörum. Sala á lyktar- vörum og ilmsteinum ýmiskonar hefur margfaldast á undanförnum árum og í raun engin takmörk fyrir hugmynda- flugi framleiðenda þegar kemur að nýjum ilmandi vörum á markaðnum. Starfsmenn Tænk + Test fundu t.d. ilmandi framhliðar á farsíma sem og límmiða, stundarskrá, penna, hlýanta og bangsa. Besta ráðið til að forðast ilmefnaofnæmi er að nota eins lítið af ilmandi vörum og eða skila jólagjöfunum? neytinu. Afraksturinn af starfi nefndar- innar voru verklagsreglur sem taka á skilarétti, inneignarnótum og gjafabréf- um. Þær verslanir sem fylgja reglunum fá sérstakt skilaréttarmerki til að setja á áberandi stað við inngang verslana eða við afgreiðslukassann. Skilaréttar- merkið er þannig trygging neytenda fyrir því að viðkomandi verslun fari eft- ir þessum reglum. Þegar nefndin hafði lokið störfum sínum fór fram kynning á þessum reglum í Kringlunni með mik- illi viðhöfn og límdi viðskiptaráðherra skilaréttarmerkið á áberandi stað í eina verslunina. Neytendasamtökin fögnuðu að sjálfsögðu þessu framtaki. Nú gátu neytendur verslað í þeim verslunum sem samþykkt höfðu skilaréttarreglurnar og þurftu því ekki að velkjast lengur í vafa um rétt sinn. Listi yfir verslanir sem fylgja reglunum Til að einfalda jólagjafainnkaupin fyrir neytendur kom upp sú hugmynd að tilvalið væri að birta lista yfir þær versl- anir sem vinna eftir skilaréttareglunum í desemberútgáfu Neytendablaðsins. Starfsmaður Neytendasamtakanna fór á stúfana til að kanna hversu margar versl- anir fara eftir þessum reglum. Heimsótt- ar voru verslanir í Kringlunni, Smáralind og á Laugavegi en skilaréttamerkið var hvergi að sjá. Eins virtist starfsfólk versl- ananna lítið þekkja til skilareglnanna hægt er, og sérstaklega á þetta við um börn. Þær vörur sem eru auglýstar sem ofnæmisprófaðar eiga það sameiginlegt að innihalda lítið eða ekkert af ilmefnum enda eru ilmefni algengustu ofnæmis- valdarnir. Paö hreinlega ilmar allt af hreinlæti! Markaðssetning á hreinlætisvörum hefur aðallega gengið út á ilmandi hreinleika. Við teljum að salernið sé ekki hreint nema að það ilmi af hreinlæti. Lyktin hefur hins vegar ekkert með hreinlæti að gera. Það er ekki svo gott að búið sé að og kannaðist hvorki við bæklinginn né límmiðann góða með skilaréttarmerkinu sem dreift var í verslanir á sínum tíma. Það virðist því vera svo að sú mikla vinna og kostnaður sem á sínum tíma fór í að setja og kynna verklagsreglurnar hafi engan veginn skilað sér. Neytendur þekkja ekki alltaf rétt sinn og enn í dag er algerlega tilviljanakennt hvernig verslanir sýsla með inneignarnótur og gjafabréf. Samt sem áður var á sínum tíma mikil sátt um skilaréttarreglurnar og voru allir sem að samstarfinu komu sammála um að reglurnar kæmu sér vel fyrir bæði verslunareigendur og neytendur Aftur á byrjunarreit? Það lítur út fyrir að við séum komin aft- ur á byrjunarreit og að sama holskeflan komi aftur eftir jólahátíðarnar. Starfs- menn Neytendasamtakanna láta þó ekki staðar numið. Ætlunin er að taka saman lista yfir þær verslanir sem vinna eftir skilaréttarreglunum og hafa hann aðgengilegan á heimasíðu Neytenda- samtakanna, www.ns.is. Þannig geta neytendur kynnt sér áður en gjafir eru keyptar hvert þeir eigi að snúa sér. Við bendum því verslunum sem vinna eftir þessum reglum eða vilja fá nánari upp- lýsingar á að hafa samband við skrifstofu Neytendasamtakanna í síma 5451200 eða senda okkur tölvupóst til sa@ns.is. kreista sítrónur út í uppþvottalöginn eða að sett hafi verið ilmandi rósablöð út í einnota afþurrkunarklútinn. Ilmurinn er af kemískum efnum sem framleidd eru í verksmiðjum og hlutverk þeirra er að ilma en ekki að leysa upp fitu, drepa bakt- eríur eða að ná burtu óhreinindum. í þessu sambandi á sagan um konuna sem mátti ekki vera að því að taka til fyrir jólin vel við. Hún hellti hreingern- ingarlegi í tusku og setti síðan tuskuna á ofn og þar með ilmaði allt af hreinlæti. Samhliða þessu slökkti hún öll rafljós og kveikti á kertum. NEYTENDABLAÐIÐ 4. TBL. 2003 11

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.