Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 23

Neytendablaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 23
viðgerðar, afsláttar eða, ef gallinn reyn- ist verulegur, riftunar og endurgreiðslu. Vanefndir seljanda við bifreiðakaup geta jafnframt leitt til skaðabótaskyldu hans gagnvart kaupanda. í lögum er sérstak- lega kveðið á um að úrbætur skuli fara fram án kostnaðar og verulegs óhagræð- is fyrir kaupanda, innan hæfilegs tíma og þannig að hann fái bætt útgjöld sín úr hendi seljanda. Ef viðgerð tekur langan tíma og neyt- andi er bíllaus á meðan, hver er þá rétt- ur hans? Ef viðgerð hefur það í för með sér að kaupandi getur ekki notað bifreið- ina í meira en eina viku getur kaupandi krafist þess að fá sambærilegan hlut til umráða á kostnað seljanda. Þetta á þó aðeins við ef krafan telst sanngjörn með hliðsjón af þörfum kaupandans og þeim kostnaði og óhagræði sem það hefur í för með sér fyrir seljanda. Hvað ef neytandinn þarf ítrekað að fara með bílinn í viðgerð þar sem ekki tekst að gera við gallann? Oft hefur komið upp sú staða að erfitt hefur reynst að lagfæra galla. Neytendur hafa þurft að leita nokkrum sinnum á verkstæði en innan skamms er sami galli kominn aftur. I lögum um neytendakaup er sérstaklega tekið á þessu álitaefni. Þar kemur fram að seljandi hafi tvær tilraunir til þess að gera úrbætur á hlut vegna sama galla nema sérstakar aðstæður séu fyrir hendi sem réttlæti frekari úrbætur eða afhendingu. Ef seljanda tekst þetta ekki ber honum að afhenda nýjan hlut eða endurgreiða. Ber kaupanda skylda til þess að fara með bílinn í reglulegar þjónustuskoðan- ir til þess að viðhalda ábyrgð? Til þess að viðhalda lögbundnum tilkynningar- fresti um galla ber kaupanda ekki skylda til slíks. Fresturinn er2 ár skv. eldri kaupa- lögum en 5 ár skv. neytendakaupalög- um. Veiti bifreiðaumboð ábyrgð umfram lögbundinn tilkynningarfrest er svarið já. Ekki er óalgengt að seljendur skilyrði ábyrgð, t.d. með reglulegum þjónustu- skoðunum á eigin verkstæðum. Rétt er að benda á að viðhald og reglulegt eft- irlit bifreiða er af hinu góða og leiðir til betri endingar. Bifreiðaumboð hafa þó í ríkari mæli skyldað kaupendur í dýrar og reglulegar þjónustuskoðanir sem skilyrði fyrir slíkri ábyrgð. Bifreiðaumboðin hafa heimild til þess að skilyrða ábyrgð innan sanngjarnra marka. Af þeim sökum verð- ur hver og einn verður að meta hvort hanntelurviðkomandi ábyrgðvera kostn- aðarins virði. Við slíkt mat verður að taka inn í þá áhættu að ef galli kemur fram að hann heyri undir þá sérskilmála sem selj- andi hefur skilyrt ábyrgðina. í mörgum tilvikum má rekja bilanir sem upp koma tii notkunar en ekki galla. Líkurnar á því verða að sjálfsögðu mun meiri þegar bif- reiðin er komin á þriðja ár. Sem þýðir að ábyrgð tryggir ekki endilega ábyrgð seljanda ef bíllinn bilar. Einnig verður að taka inn í matið þann kostnað sem er við þjónustuskoðanir seljanda. Hægt er að fá smur- og þjónustuskoðanir á hagstæðu verði hjá viðurkenndum aðilum og margt er jafnvel hægt að gera sjálfur. Kaup á notaðri bifreið Kaup á notaðri bifreið geta verið mjög góður kostur fyrir neytendur þar sem afföll af nýjum bílum eru oft gríðarlega mikil. Notuðum bílum fylgja þó ýmsar áhættur enda getur slæm meðferð fyrri eiganda á bifreiðinni valdið síðari eig- anda ómældum óþægindum og tjóni. Af þeim sökum er grundvallaratriði við kaup á notuðum bíl að flýta sér hægt og afla sér allra nauðsynlegra upplýsinga uni bifreiðina áður en kaupin fara fram. Hvenær telst notuð bifreið gölluð? Notuð bifreið á að hafa þá eiginleika sem kaupandinn mátti vænta við kaup- in hvað varðar endingu og aðra þætti. Sömuleiðis á bíllinn að vera í samræmi við þær upplýsingar sem seljandi gaf um hann. Ef eiginleikar bifreiðarinnar eða upplýsingar um hana standast ekki getur hún talist gölluð. Þó er rétt að nefna að bilun í notuðum bíl sem myndi skoðast sem galli á nýjum bíl telst ekki endilega að vera galli á notuðum. í fyrsta lagi er ákveðið slit á nokkurra ára gömlum bíl og kaupandi situr almennt sjálfur uppi með kostnað vegna slfkra viðgerða. Eft- ir þvf sem bíllinn er eldri þarf meira til að seljandinn beri ábyrgð vegna bilana á bílnum. Algengur fyrirvari við sölu notaðra bíla er: „Seldur í því ástandi sem hann er." Þessi fyrirvari er leyfilegur en hann þrengir tölu- vert möguleika kaupanda á að krefjast bóta vegna galla. Engu að síður telst bíll seldur með þessum fyrirvara gallaður ef hann er í verra ástandi en kaupandi mátti ætla miðað við kaupverð og atvik að öðru leyti eða selj- andi hefur vanrækt að veita upplýsingar um atriði sem hann vissi eða mátti vita um. Hvenær á að tilkynna um galla? Kaupanda ber skylda til að tilkynna selj- anda um galla eins fljótt og auðið er. Há- marksfrestur til að tilkynna um galla er tvö ár. Raunhæfur möguleiki kaupanda á að sanna galla að svo löngum tíma liðn- um er hins vegar nánast enginn. Mestu líkurnar á því að sanna galla er stuttu eft- ir kaup. Af þeim sökum verður kaupandi að bregðast skjótt við telji hann að notuð bifreið hafi verið gölluð þegar kaupin áttu sér stað. Hvernig er best að komast hjá ágrein- ingi um galla á notaðri bifreið? Á seljanda notaðrar bifreiðar hvílir rík upplýsingaskylda. Það skiptir því veru- legu máli hvað er sagt um ástand bílsins og hverju er lofað þegar gengið er frá kaupum. Þess vegna skal ætíð gæta þess við kaup á notuðum bíl að allt sem selj- andinn ábyrgist ásamt öllu því sem hann lofarsétekiðfram ískriflegum kaupsamn- ingi við seljandann. Seljandi ber ábyrgð á því að bifreiðin uppfylli þá kosti sem almennt má gera ráð fyrir varðandi bíl af þeirri tegund sem keypt er. Seljand- inn getur hafa sagt að ákveðnir hlutir væru nýviðgerðir eða nýir. Hann ber þá ábyrgð á því að svo sé og komi fram bilanir vegna þess að slíkar fullyrðingar seljanda eru rangar þá á kaupandi rétt á því að fá það bætt. Kaupandi þarf hins vegar að geta sannað fullyrðingar selj- anda ef hann kannast ekki við þær. Þess vegna skal ítrekað að það er nauðsynlegt að láta allt sem máli skiptir koma fram í kaupsamningnum. Hver er skylda kaupandans? Samhliða skyldu seljanda til upplýsinga hvílir jafnframt rík skoðunarskylda á kaupanda. Kaupandi verður að skoða bifreiðina gaumgæfilega því að hann getur sjálfur þurft að bera ábyrgð á galla sem hefði komið í Ijós við almenna skoð- un. Neytendasamtökin mæla með að neytendur láti ástandsskoða bifreiðar. Seljanda sem og bílasala ber að upplýsa kaupanda um allt sem varðar bílinn og þá einkum tjónaferil og veð. Vert er þó að brýna fyrir kaupanda að kanna líka tjónaferil bifreiðar hjá Umferðarstofu og nálgast veðbókarvottorð hjá sýslu- manni. NEYTENDABLAÐIB 4. TBL. 2003 23

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.