Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 3

Neytendablaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 3
Frá kvörtunarþjónustunni Starfsfólk leiöbeinirtga- og kvörtunarþjónustu Neytendasamtakanna, frá vinstri: Brynhildur Pétursdóttir starfsmaður Neytendasamtakanna á Akureyri, Ingibjörg Magnúsdóttir fulltrúi, Geir Marelsson lögfræðingur, Sesselja Ásgeirsdóttir fulltrúi og Ólöf Embla Einarsdóttir lögfræðingur og stjórnandi leiðbeininga- og kvörtunarþjónustunnar. Rakaskemmdir í farsímum Fjölmargar kvartanir vegna gallaðra eða bilaðra farsíma berast Neytendasamtök- unum á hverju ári. Oftar en ekki snúast málin um farsíma sem orðið hafa fyrir raka- eða höggskemmdum og falla þar af leiðandi ekki undir ábyrgðarskilmála. Neytendasamtökin hafa orðið vör við mikla aukningu á þessum kvörtunum að undanförnu, sérstaklega hvað varðar rakaskemmdir og oft er jafnvel um að ræða tiltölulega nýja síma. Hægt er að kaupa farsíma sem seldir eru sérstaklega sem raka- og höggvarðir og eiga að þola meira heldur en aðrir símar en reynsla Neytendasamtakanna er sú að það sé ekki alltaf raunin. Vandamálið með rakaskemmda síma er langt frá því að vera einskorðað við ís- land. Árið 2001 var fimmta hver kvörtun hjá sænsku kvörtunarþjónustunni varð- andi farsíma vegna rakaskemmda. í Ijósi þess lét sænska neytendablaðið Rád och Rön gera könnun á farsímum og hversu vel þeir þyldu raka og bleytu. Nánar var sagt frá þeirri könnun í marshefti Neyt- endablaðsins 2002. Neytendur verða oft afar ósáttir þegar bleytuskemmdir greinast í símum þeirra og telja ómögulegt að bleyta hafi komist þar nærri. Að gefnu tilefni héldu Neytendasamtök- in fund með Hátækni sem þjónustar Nokia-síma. Nokia er mest seldi farsím- inn á íslandi og því ekki óeðlilegt að flestar kvartanir berist vegna þeirra. Á fundinum var ákveðið að koma til móts við neytendur sem eru ósáttir við grein- ingu síma sinna og hér fyrir neðan eru verklagsreglur sem hægt er að beita ef upp kemur ágreiningur. 1. Neytendasamtökin taka að sér að finna aðila sem tekur að sér að endur- skoða rakaskemmda síma. 2. Hátækni vísar neytendum sem eru ósáttir við greiningu þeirra til Neyt- endasamtakanna þannig að hægt verði að fá hlutlaust mat. Eins geta neytendur sem eru ósáttir sjálfir leitað til Neytendasamtakanna. 3. Hátækni leggur til húsnæði og það sem til þarf til skoðunar á símunum. 4. Ef skoðun hins óháða aðila leiðir í Ijós bleytuskemmd er málinu lokið. Neytendasamtökin beina enn fremur þeim tilmælum til seljenda farsíma að láta upplýsingablað á íslensku fylgja með hverjum seldum síma. Þar komi fram hvernig á að meðhöndla símana, m.a. með tilliti til þess hvernig forðast má rakaskemmdir. Farsímar líkt og önnur raftæki eru best geymd við stofuhita og í þurru lofti. Farsímanotendur skyldu því forðast að tala í símann eða senda sms-skilaboð í rigningu, snjókomu eða í miklum raka. Ekki er heldur gott að gleyma gemsanum úti í bíl yfir nótt, sérstaklega ef kalt er í veðri. Gölluð innrétting Neytandi gerði á vordögum 2002 samn- ing við HIT innréttingar ehf, Askalind 7 í Kópavogi um kaup á eldhúsinnréttingu úr kirsuberjavið. HIT innréttingar ehf tóku að sér smíði á innréttingunni en ekki uppsetningu. Smíði innréttingar dróst langt fram yfir það sem um var samið, auk þess sem granítplötur sem áttu að fylgja innréttingunni bárust ekki. Neytandinn tók þá ákvörðun á endanum að leita sjálfur til framleiðanda til að fá granítplöturnar afhentar. Fékk hann þær afhentargegn greiðslu án nokkurra vand- kvæða. Þegar uppsetning innréttingar var lokið kom í Ijós að viðurinn var mislitur, þ.e. ekki samvalinn viður. Innréttingin var þar að auki illa lökkuð og illa unnin í alla staði. í marsmánuði sl. leitaði neytand- inn til kvörtunarþjónustu Neytendasam- takanna eftir aðstoð og fengu samtökin matsaðila til að gera úttekt á verkinu. Niðurstaða matsaðilans var sú að inn- réttingin væri ekki í samræmi við þann samning sem gerður var í upphafi. Neytendasamtökin gerðu ítrekaðar til- raunir til að ná sáttum í málinu og fá HIT innréttingar ehf til þess að gera úr- bætur. Þær tilraunir voru árangurslausar og er málið nú í meðferð hjá lögmanni sem hyggst fara með það fyrir dómstóla. Neytendasamtökin mæla ekki með að neytendur eigi viðskipti við HIT innrétt- ingar ehf. Viðkvæmir útiarnar Kvörtunar|ajónustan hefur fengið kvart- anir Vegna útiarna sem hafðir eru á pallinum eða í garðinum. Þessir útiarnar eru úr keramiki og virðast vera mjög við- kvæmir. Dæmi eru um að útiarinn hafi brotnað og glóð dreifst um trépall. Það er því ástæða til að benda eigendum úti- arna á að fara varlega með þessa gripi, sérstaklega ef að sprungur eru farnar að myndast. Eins skyldi geyma þá inni yfir vetrartímann. NEYTENDABLAÐIÐ 4. TBL. 2003 3

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.