Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 17

Neytendablaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 17
hvort fyrirtækjum sé leyft að vera með kynningarbása eða aðra sölustarfsemi í skólanum. Um þriðjungur af þeim skól- um sem svöruðu hafa ekki markað sér stefnu hvað þetta varðar og í nokkrum tilfellum hefur verið mörkuð stefna sem þó er nokkuð óljós. Þegar stefnumörkun skólanna er skoðuð nánar kemur í Ijós að örfáir skólar hafa lagt blátt bann við sölumennsku, aðrir hafa opnað dyrnar fyrir bönkum og er athyglisvert að slíkar kynningar tengjast oft fartölvuvæðingu skólanna. Neytendablaðið hefur áður fjallað um fartölvuvæðinguna og sett spurningarmerki viðgagnsemi hennar(3. tbl. 2001). Nemendur verða fyrir miklum þrýstingi þegar fjárhagur leyfir ekki kaup á dýr- um fartölvum og freistast til að stofna til skulda vegna tölvukaupa. Þegar far- tölvuvæðing framhaldsskólanna hófst fóru lánastofnanir á stúfana til að nálgast nemendur og bjóða þeim lán. í dag þykir sjálfsagt að sölumenn ýmissa fyrirtækja og lánastofnana þvælist um framhalds- skóla landsins og finni þar viðskiptavini. Nokkuð sem hefði þótt óhugsandi fyrir um áratug. Það er einnig umhugsun- arvert að skólar skuli styðja við þessa þróun því það er augljóst að fjárhags- skuldbindingar nemenda kallar á meiri aukavinnu sem að sama skapi bitnar á náminu. Þetta er því vítahringur sem allir skólarættu aðforðast. Nærværi að skóla- yfirvöld leggðu áherslu á sparnað og að- hald í fjármálum á meðan að námstíma stendur. í svörum skólanna má þó skilja að nokkrir skólar eru að endurskoða stefnu sína hvað þetta varðar. Fjárhagslegur ávinningur skóla og nemendafélaga Öflugt félagslíf í framhaldsskóla heldur á lofti merki skólans. Fjáröflun er óhjá- kvæmilega eitt af verket’num nemenda- félaga. Hún fer oft fram í samstarfi við fyrirtæki sem sjá sér hag í því að auglýsa vörur sínar. Þegar skólarnir voru spurðir hvort nemendafélögin þyrftu að lúta ein- hverjum reglum varðandi sölumennsku sem beinist að nemendum var algengt að yfirvöld skólanna töldu sig ekki bera ábyrgð á starfsemi nemendafélaga. Nokkrir skólar telja sig þó málið varða. Það sem nemendafélagið gerir í nafni síns skóla kemur að sjálfsögðu skólan- um við og skólarnir þurfa oft að grípa til aðgerða þegar nemendafélögin fara yfir strikið. Neytendasamtökin fengu ábend- ingu í haust um að einn banki hafi keypt 200 miða á busaball eins framhaldsskóla og gefið miða á ballið um leið og stofn- aður var námsmannareikningur í bank- anum. Þetta er eitt dæmi um það hvaða aðferðum er beitt til að fá námsmenn í viðskipti og kallar á endurskoðun á sam- starfi banka og skóla að áliti Neytenda- samtakanna. Skólarnir voru einnig spurðir að því hvort einhver fjárhagslegur ávinningur hafi verið af samstarfi við fyrirtæki. Framhaldsskólar hafa kvartað yfir því að peningum frá stjórnvöldum sé naumt skammtað og standi engan veginn undir rekstri skólanna. Það sé því nauðsynlegt að finna fjármuni með öðrum leiðum. Þetta er miður, því að fjárhagslegt öryggi er grunnur að sjálfstæði skólanna. Neyt- endablaðið hefur áður fjallað um kostun í grunnskólum (4. tbl. 2000). Á þeim tíma var ekki mikið um kostun í íslenska skólakerfinu, þó voru dæmi um að fyrir- tæki gæfu námsefni og styrktu ákveðin verkefni sem fram fóru í grunnskólum. Hættan við kostun er alltaf sú að skólum í dreifbýli verði mismunað ef fyrirtæki sjái ekki ávinning af kostuninni, auk þess sem hætta er á að kostaða námsefnið sé tekið fram yfir annað betra námsefni. Þetta á líka við um framhaldsskólana og það er áberandi í könnun Neytendasam- takanna að skólarnir úti á landi verða fyrir minnstum ágangi sölufólks. Eitthvað var um að skólar þæðu afslætti og búnað á tölvu- og fjarskiptasviði að því tilskyldu að þeir beindu tölvutilboðum fyrirtækj- anna að nemendum sfnum. í einum skólanum eru leyfðar auglýsingar gegn gjaldi, þó kom ekki fram hvort þar hangi auglýsingaskilti á veggjum eða í hvaða formi auglýsingarnar eru. Kennsla í fjármálum og neytenda- fræðslu Framhaldsskólarnir voru spurðir að því hvort boðið væri upp ráðgjöf eða kennslu í fjármálum og í flestum skólum fer sú kennsla fram á viðskiptabrautum skólanna og því.fá ekki allir nemendur þá fræðslu. Einnig er eitthvað um að Lífsleikniáfanginn sé notaður í fræðslu um fjármál. Neytendasamtökin hafa barist fyrir því að neytendafræðsla fái meira vægi í námsskrám skólanna og samkvæmt aðalnámskrá framhaldskóla er neytendafræðsla hluti af Lífsleikni. Markmið neytendafræðslu liggja á sex sviðurn: réttindi og skyldur neytenda, fjármál einstaklinga, áhrif auglýsinga, neysla og umhverfi, öryggismál, matvæli og matreiðsla. Almennt sögðust skólarnir kenna neytendafræðslu sem hluta af lífs- leikni. Athygli vekur hversu oft neytenda- fræðsla er einungis sett í fjárhagslegt samhengi. Námsefni í neytendafræðslu er af skorn- um skammti og kemur það fram í svari skólanna. Á heimasíðu Neytendasamtak- anna er að finna efni eins og Handbók neytenda og aðgangur að ýmsu erlendu efni, t.d. gagnvirku tölvuefni eins og neyt- endaspilinu og auglýsingaverksmiðjunni. Neytendasamtökin hafa sótt um styrki til að þýða námsefni í neytendafræðslu og vonandi skilar það sér til nemenda í framtíðinni. Námsheftið Fjármálastjór- inn þinn er nýtt áhugavert námsefni sem gefið er út af ungri konu á Akureyri, Fjólu Björk Karlsdóttir og ástæða er til að kynna það. Einnig eru Neytendasamtök- in með Heimilisbókhald sem sjálfsagt er að ungt fólk temji sér að nota til að halda utan um fjármál sín. Það þarf góðan grunn í neytendafræðslu Það er margt sem betur má fara þegar umhverfi ungra sjálfráða ogfjárráða neyt- enda er skoðað og mikilvægt að búa þá undir lífið á heilbrigðan og skynsaman hátt. Það er fátt erfiðara en að byrja bú- skap með skuldabagga á bakinu og það eru ófá dæmi um að ungt fólk flosnar úr námi eftir óskynsamlegar ákvarðanir í fjármálum. íslendingar eru mikil neyslu- þjóð og þeir fullorðnu eru ekki alltaf til fyrirmyndar í fjármálum sínum. Það er oft eins og það vanti að fólk horfi lengra fram í tímann þegar það hefur einsett sér að eignast einhvern hlut sem það langar í. Unga fólkið verður að hafa góðan grunn í fjármálum og neytendafræðslu þegar það kemur út í lífið og skólarnir verða að taka það alvarlega þegar skulda- NEYTENOABLAÐIÐ 4. TBL. 2003 1 7

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.