Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 7

Neytendablaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 7
Hljómur og hljóðrásir DVD-spilara er hentugt að tengja hljóm- tækjasamstæðu til að hlusta á tónlist. Spilarar fyrir tvo eða fleiri diska henta helst þeim sem ætla að nota tækið mikið til að spila tónlist. Einn af kostum DVD-diska er að þeir bjóða upp á fjölrása hljóm. Til að nýta hann þarf spilarinn að vera með Dolby Digital búnað og tengdur magnara fyrir sex hátalara. Sá búnaður skilar líka rétt eldri gerðinni, Dolby Pro Logic hljómi. Margir spilarar eru með DTS-hljómbúnað (Digital Theat- er System) sem enn eykur gæðin. Sjálfvirk hljóðstjórn (dynamic audio-range control) heldur hljóðstyrk jöfnum svo að sprenging- ar eða annar hávaði í bíómyndum keyri ekki úr hófi. Gott er að geta tengt heyrnartól við DVD- spilarann, þá er hægt að horfa og hlusta án þess að trufla aðra. Vankantar Eitt af því sem er lélegt og fyrst hefur bilað í ódýrum geislaspilurum (bæði fyrir CD og DVD) er diskslíðrið og dyrnar að því. Þetta smellur, ískrar, stendur á sér eða festist. Vél- arhávaðinn er hins vegar yfirleitt ekki mikill lengur og tækin titra varla á borði. Sumir DVD-spilarar geta ekki lesið CD-R og CD-RW geisladiska sem fólk hefur út- búið sjálft með afritum af tónlist. Góður spilari ræður við allar gerðir diska og efnis. Helstu flokkarnir eru DVD, DVD-R, DVD- RW, DVD-Audio, SACD, CD-R, CD-RW, MP3, Super-VCD, VCD og Audio-CD. Slakur spilari spilar aðeins nokkrar gerðir þessara diska. Gæðakönnun á DVD-spilurum Cefin eru stig á kvarðanum 0-5,5 þar sem 0 er lakast og 5,5 er best. Heildargæðaeinkunn er byggð á fleiri þáttum en hér eru tilteknir. Vörumerki og gerð JVC XV-N 33SL Philips DVD 625 /001 Pioneer DV- 360-K Sony DVP-NS 330 Thomson DTH 211E Aiwa XD-AX10 Seljandi Sjónvarpsmiðstöðin, Hagkaup Elko Dræðurnir Ormsson Sony-setrið Expert Radíóbær Staðgreiðsluverð 19.990 15.900 22.900 22.950 15.900 19.995 HEILDARGÆDAEINKUNN 4.2 4.1 4.1 4.1 4.0 4.2 MVNDGÆÐI (30%) 4.4 4.8 4.4 4.4 4.6 4.6 Birta. skerpa og litur 3.6 4.9 4.8 4.8 5.0 5.0 Hægagangur 3.9 4.3 3.5 3.9 4.1 3.9 Leit 3.8 3.8 2.1 4.1 3.6 4.1 Upplausn, lárétt 5.2 5.5 5.4 5.5 5.5 5.5 HLJQMGÆÐI (20%) 5.0 4.2 3.9 4.7 4.7 4.8 Tónsvið 5.0 5.2 4.6 4.5 4.7 5.0 Vörn gegn bjögun 5.1 5.5 5.3 5.1 5.0 5.2 LEIÐRÉTTINGAHÆFNI (15%) 4.6 4.6 4.4 3.5 4.0 3.4 Á DVD-diskum 4.2 3.5 3.9 2.8 4.2 2.7 Á CD-diskum 4.7 4.8 4.8 3.9 4.5 3.8 Þol gegn hristingi 4.8 5.5 4.5 3.9 3.0 3.8 ÞÆGINDI í NOTKUN (25%) 3.1 2.7 3.6 3.7 2.7 3.7 Diskur settur í og tekinn úr 4.1 2.3 3.3 3.6 2.8 3.5 Uppsetning og gangsetning í fyrsta sinn 3.6 3.1 4.0 3.8 3.0 3.8 Fjarstýring 3.3 2.4 4.1 3.5 2.1 3.5 Spilun tónlistar af CD-diskum 2.4 2.4 2.8 3.3 2.2 3.3 FJÖLHÆFNI (5%) 3.5 3.8 3.8 3.7 3.8 3.3 Til myndasýninga 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 3.3 Til tónlistarflutnings 2.8 3.5 3.5 3.3 3.5 3.3 UMHVERFISÞÆTTIR (5%) 4.8 4.8 5.0 4.9 4.2 4.9 Orkunotkun 5.1 5.0 5.2 5.1 4.4 5.1 Smídi og frágangur 4.0 3.7 3.7 4.3 3.3 4.0 Einfaldleiki viðgerða 3.0 4.5 4.5 3.5 4.5 3.5 © International Consumer Research and Testing - Neytendablaðið 2003. NEYTENDABLAÐIÐ 4. TBL. 2003 7

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.