Neytendablaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 18
gildrurnar eru lagðar fyrir nemendur
þeirra beint fyrir framan nefið á þeim.
Neytendasamtökin vilja hvetja þá skóla
sem ekki hafa markað sér skýra stefnu í
þessum málum til endurskoða afstöðu
sína. Svör framhaldsskólanna við könnun
Neytendasamtakanna er að finna í heild
sinni á heimasíðunni www.ns.is.
Þessi ráð fundum viÖ í norska Neyt-
endablaÖinu Forbrukerrapporten
RáÖ til unga fólksins
• Neyslulán borga sig aldrei! Já, það
hljómar kannski eins og nöldur en það
er ófrávíkjanleg staðreynd. Best er að
leggja fyrir ef þig langar að kaupa þér
eitthvað. Þú getur ávaxtað peninga með
sparnaði svo það getur borgar sig.
• Ekki taka neyslulán nema þú hafirgóð-
ar og öruggar tekjur og sért viss um að
þéna nóg til að greiða af láninu. Taktu þá
inn í dæmið ófyrirséða reikninga og aðra
gjaldaliði. Hugsaðu um hvað gerist ef þú
missir vinnuna eða færð skyndilega löng-
un til að mennta þig tveimur árum eftir
að þú tekur lán til fimm ára. Geturðu
borgað af neysluláni á námstímanum?
• Ef þú ert harðákveðinn í að taka lán,
athugaðu þá möguleikana hjá fleiri lána-
stofnunum áður en þú ákveður hvar þú
tekur lánið. Þú getur verið viss um að
vextir sem þér bjóðast eru lægri ef þú
leggur fram einhvers konar tryggingu eða
færð einhvern til að ábyrgjast lánið. Ein
regla: Þeim mun hærri upphæð sem þú
færð lánaða og til lengri tíma, því meira
mun lánið kosta þig.
• Þegar þú tekur lán, reiknaðu þá ná-
kvæmlega hvað lánið mun kosta, bæði í
mánaðarlegum afborgunum og í heild eft-
ir síðustu afborgun. Taktu með í dæmið
lántökukostnað, vexti og innheimtu-
kostnað. Utreikningurinn verður skakkur
ef þú hugsar eingöngu um afborgunina.
Almannatryggingar fyrir alla
Hjá Tryggingastofnun Ríkisins geta
einstaklingar leitað fræðslu um allt er
varðar almannatryggingar hjá þjónustu-
miðstöð, í símaveri eða með því að
senda fyrirspurnir á tr@tr.is .Heimasíða
TR, www.tr.is , hefur að geyma nánast
allt sem menn þurfa að vita um almanna-
tryggingar. Á síðunni er hægt að nálgast
flest umsóknareyðublöð en sækja þarf
um allar greiðslur TR. Á síðunni er líka
hún Reiknhildur en þar geta menn m.a.
reiknað út fæðingarorlof, fæðingarstyrk,
elli-og örorkulífeyri. TR hefur upplýsinga-
skyldu til almennings samkvæmt lögum
og öllum er frjálst að leita til stofnunar-
innar um fræðslu um almannatryggingar.
Auk þess sem hér að ofan er talið gefur
stofnunin út fjölda bæklinga og fræðslu-
efnis um einstaka þætti almannatrygg-
inga.
Kynningarmál TR
TR býður fræðslu til hagsmunahópa, fé-
lagasamtaka, sérfræðinga og starfsfólks
innan heilbrigðisgeirans, til kennara á
grunn- og framhaldsskólastigi og einnig
deildum Háskóla íslands. Aðilar geta
fengið almenna fræðsiu sem tengist
flestu því er varðar almannatryggingar en
einnig er hægt að velja sértæk málefni
innan almannatrygginga. Þar má m.a.
nefna fræðslu um starfslok og ellilífeyri,
örorkulífeyri, sjúkraþjálfun, lyfjamál,
hjálpartæki, tannlækningar, fæðingaror-
lof, sjúkratryggingar, endurhæfingarúr-
ræði, félagslega aðstoð og margt fleira.
Leitast er við að koma til móts við óskir
þeirra sem biðja um fræðsluna. Það er
hægt að tala við starfsmenn kynningar-
mála eða panta fræðslu á sérlegri krækju
á heimasíðu TR, www.tr.is
Það er Tryggingastofnun ríkisins kapps-
mál að sem flestir viti hvert hlutverk
almannatrygginga er og hvernig best er
að snúa sér þegar eitthvað bjátar á. Þekk-
ing, þjónusta og þægilegt viðmót eru
einkunnarorð starfsmanna TR. Stofnunin
starfar eftir lögum frá Alþingi og reglu-
gerðum sem settar eru af heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneyti annars vegar og
félagsmálaráðuneyti hins vegar.
Láttu bankann eða lánastofnunina sýna
þér hvað lánið mun kosta raunverulega.
Ráð til foreldra
• Látið ekki börnin ykkar þvinga ykkur
til að vera ábyrgðarmenn. Alveg sama
hversu mikið þau langar í nýjan bíl eða
f heimsreisu. Skrifið eingöngu undir ef
þið eruð örugg, bæði um að lánið sé við-
ráðanlegt fyrir soninn eða dótturina og
að þið hafið fjárhagslegt svigrúm til að
standa undir skuldinni ef illa fer.
• Ekki sitja hjá og horfa þegjandi á börn-
in ykkar taka skyndiákvörðun um mikil-
væg fjármál. Útskýrið fyrir þeim hvernig
lánaskilmálar virka og hver áhættan er ef
greiðslugeta þeirra bregst. Lagalega hafið
þið ekkert um það að segja hvort 18 ára
unglingurinn steypir sér út í skuldir en
margt er betur sagt en ósagt.
NEYTENDASTARF ER í ALLRA ÞÁGU
Fróði, bóka- og blaðaútgáfa
Brynja, verslun
Panelofnar hf.
Álfaborg ehf.
Glerborg hf.
Gilbert úrsmiður
VÍS - Vátryggingafélag íslands
VISA ISLAND
Samband íslenskra sparisjóða
Samkaup
Nettó
Úrval
Sparkaup
Kaskó
Mjólkursamsalan
Osta- og smjörsalan
Kaupás
Nóatúnsverslanirnar
Krónuverslanirnar
11-11 verslanirnar
Kjarval
Mjólkurbú Flóamanna
Frumherji
Búnaðarbanki íslands hf.
Baugur
Bónus
Hagkaup
10-11 verslanirnar
Kaupþing
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins
Tryggingastofnun ríkisins
18 NEYTENDABLAÐIÐ 4. TBL. 2003