Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 13

Neytendablaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 13
Sony DCR IP220 hlaut háa heildargæöaeinkunn, 4,1, og há- markseinkunnina 5 fyrir myndgæði. Hún fékkst á 199.950 kr. í Sony-setrinu. Létt og fjölhæf, með mikla skerpu og upplausn, minniskort fyrir Ijósmyndir f 1,9 megapixla upplausn, leifturljós, hliðræn og stafræn tengi, hægt að nota sem vefmyndavél og fyrir þráðlausan gagnaflutning. Micro MV Micro MV bandið býður upp á nær sömu upplausn og Mini DV en er um 70% fyrirferðarminna. Það er notað í margar smæstu vélarnar. Um 1 klst. af efni f hámarksgæðum kemst á hverja spólu. Digital 8 Ef þú hefur áður notað 8mm eða Hi8 myndbandstækni er rétt að athuga Digital 8 vélar því þær nota sams konar bönd og geta spilað gamla efnið. Þær taka upp efni á Hi8 band og kemst um 1 klst af hágæðaefni á spóluna. Bandið er breiðara en í öðrum stafrænum véium og því eru Digital 8 vélar yfirleitt meiri um sig en þær. DVD Vélarnar vista efnið á lítinn DVD-disk, 8 cm í þvermál. Á fljótvirkan hátt má fá aðgang að hvaða myndskeiði sem er, myndbandsflækjur trufla aldrei notkun og stinga má disknum beint í DVD-spil- ara til skoðunar, sé hann með búnað til þess sem reyndar er ekki sjálfgefið. Um 18 mín. í mestu myndgæðum komast á hvora hlið hvers disks. SD og MMC kort Nokkrar gerðir myndskeiðavéla vista efnið á minniskort, SD (Secure Digi- tal) eða MMC (Multi Media Card, oft skammstafað MM). Yfirburðakostur þessara véla er smæðin, ein gerðin er lítið stærri en greiðslukort. En þó hægt sé að taka upp eina klst. á 512Mb kort er sú upptaka í slökum myndgæðum. í hámarksgæðum er hægt að taka upp á kortið um 10 mín af efni. DVCAM og DVCPRO eru hágæða staf- rænar gerðir sem atvinnumenn nota. Búnaður - Myndgæði fara eftir gerð og upplausn CCD-myndflögu, gæðum linsu og mynd- bands. Ekki er sjálfgefið að vélar með hárri CCD-upplausn skili skarpari mynd en aðrar því þær nýta hluta af getunni í hristivörn o.fl. Til að ná sem mestum tæknilegum gæðum í lit, upplausn og skerpu þarfvél meðþremurCCD-mynd- flögum en flestar vélanna eru aðeins með eina slíka. Sony DCR-IP220 mæld- ist með mest heildarmyndgæði. - Flestar vélarnar er hægt að hand- stilla talsvert sem er kostur. Sjálfvirk skerpustilling (autofocus) er t.d. misjafn- lega örugg og hraðvirk eftir gerðum þar eð mismunandi tækni er notuð. - Hristivörn er þarfaþing en sé hún slök getur hún rýrt myndgæðin. - í öllum vélunum er hægt er að stilla myndkíkinn fyrir mismunandi sjón en þær eru aðallega hannaðar miðað við að hægri hönd og hægra auga séu notuð. Flestum er hægt að fjarstýra þráðlaust. - Hægt er að lengja upptökutíma í sum- um vélanna með LP-stillingu (long-play) en ekki er mælt með því nema þörf krefji, myndgæði eru lakari og fylgt geta tækni- legir örðugleikar í spilun og vinnslu. - Við Ijósmyndatöku geta margar vél- arnar vistað 640x480 pixla mynd á minniskort eða 720x765 á band. Fáar myndskeiðavélar ná meiri upplausn heldur en 1,5 megapixlum sem þykir lítið í Ijósmyndavél. Líka er hægt í tölvu að grípa myndramma úr myndskeiði (með „image grabber") og vista hann sem kyrrmynd. - Hljómgæðin eru oft mikil, sérstaklega ef tekið er upp með lausum hljóðnema en yfirleitt lökust í minnstu vélunum. Inn- byggði hljóðneminn er of lítill og tekur líka upp truflandi ganghljóð vélarinnar og brunlinsunnar (zoom). Ljós- mynda- taka Hljóðupp- taka Upptökur í heild Spilun Afritun yfir í tölvu Þægindi í notkun Fjöl- hæfni 1 3 3 3 4 3 3 1 3 3 3 4 3 3 1 3 4 4 4 4 3 1 3 4 4 4 4 3 3 4 4 3 4 4 4 2 4 4 3 4 4 4 3 3 4 4 4 4 4 3 3 3 3 4 3 4 3 3 3 3 4 3 4 3 4 4 3 3 4 5 3 3 3 4 4 4 4 3 2 3 3 4 3 •4 3 3 3 3 3 3 5 3 4 3 3 4 4 5 3 3 3 3 3 3 5 3 4 4 3 4 4 4 Panasonic NV GS50 hlaut heildargæðaeinkunnina 3,7 og fékkst á tæplega 90 þús. kr. í Elko og Expert. Með minniskort fyrir Ijósmyndir, hliðræn og stafræn tengi, hægt að nota sem vefmyndavél, hægt að tengja lausan hljóð- nema. Skýringar: U.v.: Upplýsingar vantar E.h. Ekki hægt. (1) Kostar kr. 49.990 íSjónvarpsmiðstöðinni. (2) Kostar kr. 57.990 íSjónvarpsmiðstöðinni á tilboði, kostar þar annars kr. 79.990. (3) Tilboðsverð, kostar annars 109.990 krónur. (4) Kostar kr. 131.988 ÍBT. (5) Kostar kr. 179.950 í Sony-setrinu. NEYTENDABLAÐIÐ 4. TBl. 2003 1 3

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.