Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.10.2004, Blaðsíða 3

Neytendablaðið - 01.10.2004, Blaðsíða 3
Frá kvörtunarþjónustunni 1 Evrópska neytendaaðstoðin: Gallað sjónvarp endurgreitt A vegum Evrópsku neytendaaðstoðar- innar (ENA) leystist nýlega mál sem vert er að segja frá. Veturinn 2001-2002 dvöldu íslensk hjón við nám í Edinborg í Skotlandi. Rétt fyrir jólin 2002 fóru þau í raftækjaverslunina Dixons, sem er hluti af stórri keðju, og keyptu m.a. stórt sjón- varp. Þar sem þau voru á leið heim til íslands eftir nokkra mánuði spurðu þau starfsmenn verslunarinnar ítrekað hvort tækið myndi ekki örugglega virka á ís- landi. Svör Dixons voru öll á þá leið að ekkert mál yrði að nota tækið á íslandi. Vorið 2002 komu hjónin heim og þegar á reyndi kom ekkert hljóð úr tækinu. Ástæðan var sú að hljóð í bresku sjón- varpi er sent út á annarri tíðni (bylgju- lengd) en tíðkast í öðrum löndum Evrópu, þ.á.m. íslandi. Hjónin höfðu samband við umboðsaðila sjónvarps- ins á íslandi og þá kom í Ijós að ekkert var hægt að gera til að breyta tíðnistill- ingu hljóðsins. Tækið væri ónothæft. Itrekaðar tilraunir voru gerðar af hálfu umboðsaðilans á íslandi til að ná samn- ingum við Dixons en þeir sýndu engan samstarfsvilja. Samt sem áður var Ijóst að samkvæmt kaupalögum var sjónvarpið gallað því það svaraði ekki til þeirra upplýsinga sem seljandi hafði gefið um tækið fyrir kaupin. í nóvember 2003 ákváðu hjónin loks að leita með málið til Neytendasamtakanna og gátu samtökin sent mál þeirra til Evr- ópsku neytendaaðstoðarinnar en hún annast kvörtunarmál neytenda yfir landa- mæri. ENA hafði samband við tengilið sinn í Bretlandi og var mál íslensku hjón- anna sent út til meðferðar ENA í Bretland þann 30. desember 2003. Eins og við var búist voru Dixons ekki fúsir til samstarfs í fyrstu en eftir ítrekaðar bréfaskriftir og erindi í 7 mánuði létu Dixons undan þrýstingi ENA og ákváðu að endurgreiða hjónunum sjónvarpið að fullu, auk þess að endurgreiða viðbótarábyrgð sem þau höfðu keypt. í byrjun ágúst bárust ENA á íslandi síðan tvær ávísanir frá Dixons. Starfsfólk ENA var að vonum afar sátt við þessi málalok þótt það hefði viljað sjá Dixons bregðast rétt við frá upphafi en ekki rúmu ári eftir að fyrst var haft sam- band við fyrirtækið. DVD-diskar bættir vegna galla í hugbúnaði Kvörtunarþjónustan fékk mál inn til sín sem sneri að eyðilögðum DVD-disk- um. Kona ein hafði farið í Tölvulistann og keypt sér tölvuturn og hugbúnaðinn DVD X Copy Express sem átti að virka með DVD-skrifara sem keyptur var á sama tíma. Eftir mikið basl og eyðilegg- ingu á 3 endurskrifanlegum DVD-RW diskum keyptum í Tölvulistanum og 9 skrifanlegum DVD-R diskum frá annarri verslun, kom í Ijós að DVD X Copy Ex- press hugbúnaðurinn var gallaður og eyðilagði alla DVD-diskana. Við svo búið sneri konan sér til Tölvulistans sem var tilbúinn að bæta þá diska sem keypt- ir voru hjá þeim en hafnaði alfarið að bæta þá diska sem keyptir höfðu verið í annarri verslun. Konan var ekki sátt við þetta þar sem hugbúnaður í ábyrgð frá Tölvulistanum olli tjóninu og leitaði til Neytendasamtakanna. í lögum um neytendakaup segir m.a. að seljandi beri ábyrgð á tjóni sem galli veldur á öðrum hlutum ef þeir standa í nánu og beinu sambandi við not söluhlutar. Óumdeilt hlýtur að vera að notkun DVD-diska er í slíku beinu sambandi við notkun DVD X Copy Express hugbúnaðarins. Eftir að Neytendasamtökin höfðu komið þessum upplýsingum á framfæri við Tölvulistann leiðrétti verslunin strax þennan misskiln- ing og endurgreiddi alla DVD-diskana. Af þessu dæmi má sjá hversu mikilvægt það er að starfsmenn verslana sem sjá um úrlausn ágreiningsmála þekki þau lög og reglur sem eiga við í neytenda- kaupum. Misheppnuð iitun Neytendasamtökin hafa hafttil meðferð- ar mál sem varða flauelsdragt sem var sett í litun hjá Fatalituninni Höfða hf. Akureyri. Við litunina hafði dragtin hlaupið og saumar raknað upp. Frágangur á flíkun- um var auk þess ekki við hæfi þar sem flíkurnar voru ekki pressaðar. Konan sem átti dragtina var að vonum ekki ánægð með verkið og hafði samband við Neyt- endasamtökin sem reyndu að miðla málum. Það tókst ekki og óskaði eigandi dragtarinnar að málið yrði sent úrskurð- arnefnd Neytendasamtakanna og Félags efnalaugaeiganda. Nefndin úrskurðaði að Höfða hf. bæri að borga 8.000 kr. í skaðabætur fyrir dragtina auk þeirrar upphæðar sem konan hafði á sínum tíma borgað fyrir litunina. Höfði neitar að hlíta úrskurði nefndarinnar. Annað mál kom á svipuðum tíma til Neytendasamtakanna þar sem um var að ræða Burberrys-ullarkápu sem var lituð hjá Höfða hf. Eiganda kápunnar þótti útkoman óviðunandi þar sem káp- an hafði hlaupið og leðurlykkjur harðnað og dottið af. Eigandi kápunnar óskaði eftir að Höfði hf. greiddi skaðabætur vegna kápunnar en eigandi Höfða taldi sig ekki bera ábyrgð á því hvernig fór. Eigandi kápunnar er ekki reiðubúinn að leggja í meiri kostnað í bili til að ná fram rétti sínum og mun ekki leggja málið fyr- ir úrskurðarnefndina þar sem Ijóst er að Fatalitunin Höfði ferekki eftir úrskurðum nefndarinnar. Dómstólar eru því eina leiðin. Það getur hins vegar verið dýrt og tímafrekt. Sjaldgæft er að seljendur þjónustu af þessu tagi fari ekki eftir niðurstöðu sér- fræðinga sem í nefndunum sitja. Neyt- endasamtökin harma hvernig Höfði hf. hefur tekið á þessum málum og beina þeim tilmælum til neytenda að kynna sér vel allar aðstæður áður en farið er með föt í litun. NEYTENDABLAÐIÐ 3. TBL. 2004 3

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.