Neytendablaðið - 01.10.2004, Blaðsíða 17
Það er ótrúlegt hvað einkabíllinn leikur
stórt hlutverk í lífi íslendinga. Höfuð-
borgin er að breytast í eitt allsherjar
bílaplan og umferðarmannvirkin leggja
undir sig stóran hluta af útivistar- eða
byggingarsvæðum víðs vegar um borg-
ina. Á sama tíma og landinn heldur varla
vatni yfir „hipp oggrúvf" almenningssam-
göngum og hjólamenningu í útlöndum
notar hann bílinn hér heima í staðinn fyr-
ir úlpu. Neytendablaðið vili þess vegna
kynna aðra kosti í samgöngumálum á
höfuðborgarsvæðinu en mælir jafnframt
með því að fólk fjárfesti í góðum yfir-
höfnum. Því eins og gamla borgarstýran
okkar sagði eitt sinn, það er ekkert sem
heitir vont veður heldur aðeins vondur
klæðnaður.
Á hjóli
Hjólreiðar eru ódýr og skemmtilegur
ferðamáti. Þar má slá tvær flugur í einu
höggi, líkamsrækt og það að komast á
milli staða. Sveitarfélögin á höfuðborg-
arsvæðinu hafa markvisst unnið að því
að gera gott kerfi göngu- og hjólreiða-
stíga. En alltaf má gera betur og gott
væri ef sveitarfélögin ynnu saman að
aðgengilegum tengingum á milli bæja.
Helsta vandamál hjólreiðamanna er að
umferðarmenningin gerir ekki ráð fyrir
hjólandi fólki á götunum. Því eru leyfðar
hjólreiðar á gangstéttum hér á landi og
þeir sem ekki eru öruggir í umferðinni
ættu að halda sig þar. En á gangstéttum
takmarkast eiginleikar samgöngutækisins
vegna þess að taka ber tillit til gangandi
vegfarenda. Að sjálfsögðu ættu að vera
til sérstakir stígar fyrir hjól eins og finna
má hjá nágrannaþjóðum okkar. Hjálmur-
inn, hemlarnir, Ijósin og bjallan eru mikil-
vægustu öryggistækin og ásamt góðum
klæðnaði geta hjólin vel leyst bílinn að
hólmi í mörgum tilvikum. Á heimasíðu
Landssamtaka hjólreiðamanna, www.is-
landia.is/lhm og á heimasíðu íslenska
fjallahjólaklúbbsins, www.this.is/hjol, má
finna mikið af gagnlegum upplýsingum
um hjólreiðar og einnig á heimasíðu Um-
ferðastofu www.us.is. Þá má finna mjög
áhugavert stígakort á heimasíðu Reykja-
víkurborgar, www.http://reykjavik.is/
upload/files/stigakort_reykjavik.jpg fyrir
gangandi og hjólandi vegfarendur.
Fótgangandi
Að ganga á milli staða getur verið
skemmtileg og heilsusamleg hreyfing.
Gönguhraði heilbrigðs fólks er jafnvel
meiri en margan grunar. Vel er hægt að
komast um 4 km leið á 40 mínútum og
hafa ber í huga að fótgangandi vegfarend-
ur eiga auðvelt með að stytta sér leið þar
sem bíllinn kemst ekki. Þar fyrir utan eru
umferðartafir á götunum ekki vandamál
þannig að ekki þarf að muna miklu á
tíma ef áætlunarstaður er ekki þeim mun
fjarlægari. Mikið af gagnlegum upplýsing-
um fyrir göngufólk er að finna á heima-
síðunni www.ganga.is.
í Strætó
Strætó er annað öflugt samgöngutæki
sem allir ættu að prófa. Þótt ótrúlegt
sé þá má finna fólk á höfuðborgarsvæð-
inu sem hefur aldrei farið í strætó. Þess
vegna fylgja hér leiðbeiningar fyrir byrj-
endur um hvernig strætó er notaður. í
upphafi ferðar ætti fólk samt að kynna
sér hvaða strætó gengur á áætlaða enda-
stöð. Strætó bs. hefur unnið markvisst að
því að einfalda leiðakerfi sitt og á heima-
síðu þeirra, www.straeto.is má nota
þægilegt tæki til að fá tillögur um tilhög-
un ferðar þar sem eingöngu þarf að slá
inn brottfararstað, áfangastað (götuheiti
og númer) og tímann sem á að ferðast á.
Einnig er hægt að fá almennar upplýsing-
ar í síma 540 2700. Þá er um að gera að
kynna sér gjaldskrá Strætó því til eru alls
kyns afsláttakort sem margborgar sig að
kaupa ef nota á strætó reglulega.
• Strætó byrjar að keyra kl. 6:40-7:00 á
virkum dögum.
• Strætó hættir akstri á miðnætti á virk-
um dögum.
• Strætó bs. er þéttriðið þjónustunet
sem tengir saman hverfi höfuðborgar-
svæðisins.
• Á flestar stoppistöðvar gengur strætó
á 20 mínútna fresti á daginn. Á mest
notuðu leiðunum jafnvel á 10 mínútna
fresti.
• í hverri stoppistöð er nákvæm tíma-
tafla fyrir þá vagna sem stansa þar.
• Stök ferð fyrir fullorðinn kostar 220 kr.
og fyrir börn 6-12 ára 60 kr., frítt er fyr-
ir þau yngstu.
• Fargjald er sett í bauk fremst í vagnin-
um og athugið að vagnstjórinn gefur
ekki til baka, því er mikilvægt að hafa
tilbúna rétta upphæð.
• Hægt er að fá skiptimiða í upphafi ferð-
ar og gildir hann í 45 mínútur. Það er
til þess að hægt sé að skipta um strætó
á tímabilinu án þess að þurfa að borga
aukalega.
• Hægt er að kaupa 9 miða afsláttar-
kort hjá vagnstjóra sem kostar 1.500
kr. (þ.e. 167 kr. ferðin). Þá gefur
vagnstjórinn til baka en tekur engin
greiðslukort. Öll önnur afsláttarkort er
eingöngu hægt að kaupa á skiptistöðv-
um og nokkrum öðrum sölustöðum,
sjá www.straeto.is
• Það er sjálfsagt að biðja vagnstjórann
um upplýsingar ef farþegi er í vafa um
hvenær hann á að yfirgefa vagninn.
• Bjöllur er staðsettar víða í vagninum
til að láta vagnstjóra vita ef hann á að
stansa á næstu stoppistöð.
NEYTENDABLAÐIÐ 3. TBL. 2004 17