Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.10.2004, Blaðsíða 10

Neytendablaðið - 01.10.2004, Blaðsíða 10
1 •.* »1« é r *' Bitur reynslo af buvörusamningum Hvað er til bjargar? Þegar við reynum að meta og skilja hátt verð á landbúnaðarafurðum og ótrú- lega ríflega ríkisstyrki til framleiðslu á mjólk og kindakjöti er rétt að hafa þrí- vídd málsins í huga, þ. e. efnahagslega, siðferðilega og lýðræðislega. Og setja málið í upplýsandi samhengi. Gagnrýnin skoðun leiðir í Ijós að rík- isstyrkirnir ná ekki tilgangi sínum, eru samningsbundnir langt umfram umboð stjórnvalda og vitna um siðlausa fram- komu ríkra þjóða gagnvart fátækum. Málið varðar allan almenning sem og neytendur og skattgreiðendur. Lýðræði lítilsvirt - árangur óljós Fjárfreka, bindandi samninga ríkisins ber að gera með lýðræðislegum hætti. Er þeirri kröfu fullnægt við gerð svonefndra búvörusamninga? Því fer víðs fjarri. Þjóðin fékk fréttir af því um miðjan maí að ráðherrar landbúnað- ar og fjármála, fyrir hönd ríkisstjórnar íslands, og Bændasamtök íslands hefðu undirritað samning um starfsskilyrði mjólkurframleiðslu á grundvelli 30. gr. laga nr. 99/1993 um framleiðslu, verð- lagningu og sölu á búvörum. Samning- urinn gildir frá 1. september 2005 til 31. ágúst 2012. Hann neglir því niður svo til óbreytt ástand átta ár fram í tímann. Öðru hverju fáum við fréttir af því að verið sé að undirbúa sams konar samning um sauðfjárrækt. Því er Ijóst að ríkisstjórnin hikarekki viðað binda hend- ur stjórnvalda og ráðstafa fjármunum skattgreiðenda langt fram yfir kjörtímabil sitt. Pólitískt stórmál er þannig aftengt stjórnmálunum langt fram í tímann. Og gagnrýnislaus vanahugsun á Alþingi stað- fest enn einu sinni. Þar gagnrýnir enginn að ríkisstjórn sem hefur þá stefnu að at- vinnurekstur sé almennt án ríkisstyrkja og í óhindraðri samkeppni veitir árlega á fjárlögum rúmum sjö milljörðum króna til framleiðenda á vörum sem eru offram- leiddar og ákveður fast verð með reglu- gerð. Hin pólitíska pattstaða í þessari torskildu skák er þeim mun undarlegri sem oftar er staðfest að stór hluti þeirra sem eiga að njóta, þ. e. sauðfjárbændur, reynist búa við vaxandi fátækt. Og ítrek- aðar kannanir á matvælaverði leiða í Ijós að milljarðastyrkirnir renna til vöru sem á ríkan þátt í að halda matvælaverði uppi! Hvað veldur? Hvernig renna þessar háu upphæðir út í sandinn? Er ekki orðið tímabært að leita eftir upplýstu samþykki almennings? Upplýsingaskyldan hvílir bæði á þeim sem hafa völdin og þeim sem keppa að því að fá þau í hendur, stjómarandstöðr unni. Málið er stórt og á skilið vitræna og upplýsandi pólitíska meðhöndlun. Hér er teflt um fjármuni sem gætu losað ríkissjóð úr mörgum vanda og bætt al- mannahag í raun ef þeir væru notaðir markvisst í þeim tilgangi. Siðleysið Veikur siðferðilegur grunnur þessa gjörnings birtist í fleiru en lítilsvirðingu við lýðræðið og pólitískum vesaldómi við gæslu almannahagsmuna. Þetta er þáttur í því að viðhalda bilinu milli ríkra og fátækra þjóða. Það er almennt viður- kennt að innflutningshöft og ríkisstyrkir til landbúnaðar hjá ríkum þjóðum auka bilið milli ríkra og fátækra þjóða. Hvort tveggja veldur því m.a. að góðar afurðir, sem ræktaðar eru við hagstæð, náttúru- legskilyrði ífátækum heimshlutum kom- ast ekki á markað þeirra sem geta borgað sanngjarnt verð. Efnahagsbandalögum hinna ríku er m. a. beitt í þeim tilgangi að viðhalda því ástandi. Nokkur tákn eru á lofti um að viðhorfin séu að breyt- ast; hættan sem felst í vaxandi bili milli ríkra og fátækra og siðleysið, sem þessi stefna skapar, sætir vaxandi gagnrýni. En þeir sem semja um óbreytta skipan hér á landi til ársins 2012 eru greinilega ósnortnir af þeim hræringum. Hin pólitíska aftenging landbúnaðar- geirans birtist einnig í því að samkvæmt fjárlögum er skattgreiðendum ætlað að borga um 500 milljónir árlega til rekstrar Bændasamtaka íslands, skv. samningi á grunni búnaðarlaga. Neytendasamtök- unum eru hins vegar skammtaðar litlar 10 milljónir til að sinna brýnum þjón- ustuverkefnum fyrir almenning. Hvers vegna gengur svo treglega að koma þeim skilaboðum til ráðherra landsins að þeim er ætlað að gæta almannahagsmuna? Er það í samræmi við jafnréttisákvæði stjórnarskrár að hafa ein hagsmunasam- tök framleiðenda á framfæri ríkisins en ætla öðrum samtökum af því tagi að sjá um sig sjálf? Haldlaus réttlæting - nýr tekjugrunnur Stjórnvöld og hagsmunaaðilar réttlæta venjulega þann verknað sem hér er verið 10 NEYTENDABLAÐIÐ 3. TBL. 2004

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.